Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2025 11:33 Davíð Goði stefnir á að byggja sig aftur upp. Hann var hræddur um að lifa ekki til að sjá barnið sitt fæðast, vaxa og þroskast en vann baráttuna og er fullur af þakklæti í dag. Saga Davíðs Goða Þorvarðarsonar ætti að vera öllum innblástur um að grípa tækifærin og vera þakklát. Sindri Sindrason ræddi við Davíð í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Í dag er hann 27 ára en fyrir einu ári greindist hann með óútskýrðan sjúkdóm sem átti eftir að snúa veröld hans á hvolf. Í dag er hann að jafna sig en ljósið í myrkrinu er að hann og eiginkona hans Dagný Vala eiga von á barni. Davíð hefur mikinn áhuga á öllu sem kemur að kvikmyndagerð og stofnaði fyrirtækið Skjáskot ásamt föður sínum fyrir sex árum. „Snemma á síðasta ári fer ég til augnlæknis þar sem ég hafði verið að upplifa blinda bletti í augunum á mér. Þeir fóru stundum en í eitt skipti fór hann ekki úr auganu á mér. Fyrir mig sem vinn sem ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður þá skipta augun mín mestu máli,“ segir Davíð og heldur áfram. „Ég fer til augnlæknis og sem betur fer fæ ég tíma sex mánuðum áður en ég átti að fá tíma. Allir vita að það getur verið mjög erfitt að fá tíma hjá augnlækni. Þar skoða þeir allt, taka allar myndir og gera allar rannsóknir sem í boði eru. Þeir sjá að það eru æðar í auganu sem hafa drepist og gerist það vegna súrefnisskorts í auganu. Augað í raun fær blóðtappa. Ég vissi það ekki þá en þetta er sem sagt varanlegur skaði í auganu.“ Meðferðin fór að stórum hluta fram í Svíþjóð. Þarna vaknaði grunur um að um hjartavandamál væri að ræða. Læknum þótti það samt sem áður skrýtið sökum ungs aldurs. „Það kom ekkert óeðlilegt út úr blóðþrýstingsmælingum, ekkert úr hjartarannsóknum þannig að þeir senda mig í blóðprufu,“ segir Davíð. Niðurstaðan var ekki sú sem læknarnir vonuðust eftir. Hringt var í Davíð og honum sagt að koma strax á bráðamóttökuna. Fatta að þetta væri eitthvað alvarlegt „Það var rosalega mikið áfall að heyra þetta,“ segir Davíð sem þurfti í fyrsta skipti á ævi sinni að drífa sig á sjúkrahús. Hann hafði aldrei á ævinni upplifað veikindi. „Ég fer niður á spítala og bíð í langan tíma eins og allir þurfa gera, en enda þó að komast inn seint um kvöldið. Svo byrja þau að koma með sjúkrahúsfötin og þá rennur upp fyrir mér að ég er að fara að gista. Þá fatta ég að þetta er eitthvað alvarlegt. Þau fara síðan að taka fleiri blóðprufur og það eru komnar tíu blóðprufur um kvöldið. Ég enda síðan á því að vera þarna í tvo daga í allskonar tilraunum og verið var að prófa blóðið oft á dag, setja mig í skanna og fleira,“ segir Davíð. Hann segir að ekkert hafi fundist og þaðan hafi hann verið sendur upp á hjartadeild í Fossvoginum. Þar var hann einnig í tvo daga og ekkert kom í ljós þar. Davíð og Dagný eiga von á dreng á næstum dögum. Þau fengu glugga í miðri meðferð að reyna eignast barn. Líkur á ófrjósemi eftir meðferð sem Davíð fór í gegnum eru 95%. „Að lokum var ég sendur á krabbameinsdeildina sem er neðsta hæðin á Landspítalanum í Fossvoginum. Það voru ótrúlega þung skref að labba þar inn, sem heilbrigður einstaklingur og ótrúlega erfitt að heyra orðið krabbamein. Hvað þá að tengja það við sjálfan sig.“ Læknir kemur því næst inn til hans og tilkynnir honum að hann sé með sjúkdóm sem líkist krabbameini. „Það var eins og að vera kýldur í magann og sleginn í andlitið á sama tíma. Það er ekki eins og maður brotni niður í tilfinningum. Maður finnur í raun bara doða og verður stjarfur og hættir fúnkera.“ Davíð viðurkennir að hafa byrjað fljótlega að hugsa um dauðann. Það tók mikið á Davíð líkamlega að fara í gengum ferlið. „En í langflestum svona tilfellum fer þetta vel. Ég var þarna í mánuð en það gekk illa að greina þetta. Þetta er í raun ekki skilgreint sem krabbamein í dag en deilir einkennum þess sjúkdóms. Þetta er í raun hækkun á ákveðnum hvítum blóðkornum sem veldur skaða á líffærum ef það er ekki meðhöndlað. Tæknilega séð krabbamein en samt ekki.“ Við tók meðferð sem gekk mjög vel en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni og hvernig staðan er á Davíð í dag. Hann þurfti meðal annars að fara í beinmergskipti en hann fékk beinmerg frá bróður sínum. Krabbamein Ísland í dag Landspítalinn Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira
Saga Davíðs Goða Þorvarðarsonar ætti að vera öllum innblástur um að grípa tækifærin og vera þakklát. Sindri Sindrason ræddi við Davíð í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Í dag er hann 27 ára en fyrir einu ári greindist hann með óútskýrðan sjúkdóm sem átti eftir að snúa veröld hans á hvolf. Í dag er hann að jafna sig en ljósið í myrkrinu er að hann og eiginkona hans Dagný Vala eiga von á barni. Davíð hefur mikinn áhuga á öllu sem kemur að kvikmyndagerð og stofnaði fyrirtækið Skjáskot ásamt föður sínum fyrir sex árum. „Snemma á síðasta ári fer ég til augnlæknis þar sem ég hafði verið að upplifa blinda bletti í augunum á mér. Þeir fóru stundum en í eitt skipti fór hann ekki úr auganu á mér. Fyrir mig sem vinn sem ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður þá skipta augun mín mestu máli,“ segir Davíð og heldur áfram. „Ég fer til augnlæknis og sem betur fer fæ ég tíma sex mánuðum áður en ég átti að fá tíma. Allir vita að það getur verið mjög erfitt að fá tíma hjá augnlækni. Þar skoða þeir allt, taka allar myndir og gera allar rannsóknir sem í boði eru. Þeir sjá að það eru æðar í auganu sem hafa drepist og gerist það vegna súrefnisskorts í auganu. Augað í raun fær blóðtappa. Ég vissi það ekki þá en þetta er sem sagt varanlegur skaði í auganu.“ Meðferðin fór að stórum hluta fram í Svíþjóð. Þarna vaknaði grunur um að um hjartavandamál væri að ræða. Læknum þótti það samt sem áður skrýtið sökum ungs aldurs. „Það kom ekkert óeðlilegt út úr blóðþrýstingsmælingum, ekkert úr hjartarannsóknum þannig að þeir senda mig í blóðprufu,“ segir Davíð. Niðurstaðan var ekki sú sem læknarnir vonuðust eftir. Hringt var í Davíð og honum sagt að koma strax á bráðamóttökuna. Fatta að þetta væri eitthvað alvarlegt „Það var rosalega mikið áfall að heyra þetta,“ segir Davíð sem þurfti í fyrsta skipti á ævi sinni að drífa sig á sjúkrahús. Hann hafði aldrei á ævinni upplifað veikindi. „Ég fer niður á spítala og bíð í langan tíma eins og allir þurfa gera, en enda þó að komast inn seint um kvöldið. Svo byrja þau að koma með sjúkrahúsfötin og þá rennur upp fyrir mér að ég er að fara að gista. Þá fatta ég að þetta er eitthvað alvarlegt. Þau fara síðan að taka fleiri blóðprufur og það eru komnar tíu blóðprufur um kvöldið. Ég enda síðan á því að vera þarna í tvo daga í allskonar tilraunum og verið var að prófa blóðið oft á dag, setja mig í skanna og fleira,“ segir Davíð. Hann segir að ekkert hafi fundist og þaðan hafi hann verið sendur upp á hjartadeild í Fossvoginum. Þar var hann einnig í tvo daga og ekkert kom í ljós þar. Davíð og Dagný eiga von á dreng á næstum dögum. Þau fengu glugga í miðri meðferð að reyna eignast barn. Líkur á ófrjósemi eftir meðferð sem Davíð fór í gegnum eru 95%. „Að lokum var ég sendur á krabbameinsdeildina sem er neðsta hæðin á Landspítalanum í Fossvoginum. Það voru ótrúlega þung skref að labba þar inn, sem heilbrigður einstaklingur og ótrúlega erfitt að heyra orðið krabbamein. Hvað þá að tengja það við sjálfan sig.“ Læknir kemur því næst inn til hans og tilkynnir honum að hann sé með sjúkdóm sem líkist krabbameini. „Það var eins og að vera kýldur í magann og sleginn í andlitið á sama tíma. Það er ekki eins og maður brotni niður í tilfinningum. Maður finnur í raun bara doða og verður stjarfur og hættir fúnkera.“ Davíð viðurkennir að hafa byrjað fljótlega að hugsa um dauðann. Það tók mikið á Davíð líkamlega að fara í gengum ferlið. „En í langflestum svona tilfellum fer þetta vel. Ég var þarna í mánuð en það gekk illa að greina þetta. Þetta er í raun ekki skilgreint sem krabbamein í dag en deilir einkennum þess sjúkdóms. Þetta er í raun hækkun á ákveðnum hvítum blóðkornum sem veldur skaða á líffærum ef það er ekki meðhöndlað. Tæknilega séð krabbamein en samt ekki.“ Við tók meðferð sem gekk mjög vel en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni og hvernig staðan er á Davíð í dag. Hann þurfti meðal annars að fara í beinmergskipti en hann fékk beinmerg frá bróður sínum.
Krabbamein Ísland í dag Landspítalinn Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Sjá meira