Risa endurkoma eftir áratug í dvala Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. janúar 2025 16:30 Cameron Diaz skein skært á fjólubláum dregli á frumsýningu Back in Action í Berlín. Tristar Media/WireImage Stórstjarnan Cameron Diaz var ein vinsælasta gamanleikkona allra tíma þegar hún ákvað að taka sér pásu frá kvikmyndum. Nú áratugi síðar er hún mætt aftur á skjáinn í hasarmyndinni Back In Action. Kvikmyndin segir frá kærustupari sem störfuðu hjá leynilögreglu Bandaríkjanna CSI. Hjúin fara í felur og eignast fjölskyldu. Mörgum árum síðar neyðast þau til þess að dusta rykið af byssunum til þess að lifa af og vísar titillinn til þess að vera mætt aftur í hasarinn. Á það vel við um feril Diaz sömuleiðis en hún leikur á móti góðum vini sínum Jamie Foxx. View this post on Instagram A post shared by Netflix US (@netflix) Síðasta kvikmynd Cameron Diaz var Annie sem kom út árið 2014. Fjórum árum síðar gaf hún út tilkynningu þar sem hún tjáði aðdáendum sínum að hún ætlaði sér að taka kærkomið hlé frá kvikmyndum. „Ég þurfti að staldra við og skoða hvernig ég vildi lifa lífinu. Þegar þú ert í tökum á bíómynd þá eiga þau þig. Þú ert þarna í tólf klukkutíma á dag marga mánuði í röð og þú hefur engan tíma fyrir neitt annað. Ég varð að vita að ég kynni að hugsa um sjálfa mig og að ég kynni að haga mér eins og fullorðin manneskja án þess að vera stöðugt í tökum,“ sagði Diaz í hlaðvarpsviðtali um ákvörðunina. Hún tók þó aldrei fyrir það að leika aftur en nýtti áratuginn vel með eiginmanni sínum Benji Madden og tveimur börnum þeirra hjóna. Sömuleiðis dýfði hún tánum inn í heilsubransann, framleiddi náttúruvín og margt fleira. „Ég gef mér leyfi til þess að segja nei við verkefnum en ég gef mér líka leyfi til þess að segja já ef mig langar til þess,“ segir Diaz sátt við ákvörðun sína um að byrja aftur að leika. Cameron Diaz rokkaði svartan Gucci klæðnað í Berlín og hefði eflaust flogið inn á alræmda teknóklúbbinn Berghain í borginni.Tristar Media/WireImage Hún naut sín vel á fjólubláum dregli frumsýningarinnar á Back In Action í Berlín. Þar klæddist hún svörtum fatnaði, víðum gallabuxum, gegnsærri Gucci blússu og stórum svörtum Gucci frakka úr vor/sumar 2025 línu tískuhússins. Hollywood Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira
Kvikmyndin segir frá kærustupari sem störfuðu hjá leynilögreglu Bandaríkjanna CSI. Hjúin fara í felur og eignast fjölskyldu. Mörgum árum síðar neyðast þau til þess að dusta rykið af byssunum til þess að lifa af og vísar titillinn til þess að vera mætt aftur í hasarinn. Á það vel við um feril Diaz sömuleiðis en hún leikur á móti góðum vini sínum Jamie Foxx. View this post on Instagram A post shared by Netflix US (@netflix) Síðasta kvikmynd Cameron Diaz var Annie sem kom út árið 2014. Fjórum árum síðar gaf hún út tilkynningu þar sem hún tjáði aðdáendum sínum að hún ætlaði sér að taka kærkomið hlé frá kvikmyndum. „Ég þurfti að staldra við og skoða hvernig ég vildi lifa lífinu. Þegar þú ert í tökum á bíómynd þá eiga þau þig. Þú ert þarna í tólf klukkutíma á dag marga mánuði í röð og þú hefur engan tíma fyrir neitt annað. Ég varð að vita að ég kynni að hugsa um sjálfa mig og að ég kynni að haga mér eins og fullorðin manneskja án þess að vera stöðugt í tökum,“ sagði Diaz í hlaðvarpsviðtali um ákvörðunina. Hún tók þó aldrei fyrir það að leika aftur en nýtti áratuginn vel með eiginmanni sínum Benji Madden og tveimur börnum þeirra hjóna. Sömuleiðis dýfði hún tánum inn í heilsubransann, framleiddi náttúruvín og margt fleira. „Ég gef mér leyfi til þess að segja nei við verkefnum en ég gef mér líka leyfi til þess að segja já ef mig langar til þess,“ segir Diaz sátt við ákvörðun sína um að byrja aftur að leika. Cameron Diaz rokkaði svartan Gucci klæðnað í Berlín og hefði eflaust flogið inn á alræmda teknóklúbbinn Berghain í borginni.Tristar Media/WireImage Hún naut sín vel á fjólubláum dregli frumsýningarinnar á Back In Action í Berlín. Þar klæddist hún svörtum fatnaði, víðum gallabuxum, gegnsærri Gucci blússu og stórum svörtum Gucci frakka úr vor/sumar 2025 línu tískuhússins.
Hollywood Tíska og hönnun Bíó og sjónvarp Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Sjá meira