Solskjær: Lét mig vinna launalaust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2025 23:31 Það lá mjög vel á Ole Gunnar Solskjær á fyrsta blaðamannafundi hans eftir að hann tók við liði Besiktas í Tyrklandi. Getty/Saycan Sayim Ole Gunnar Solskjær hitti tyrkneska blaðamenn í fyrsta sinn um helgina eftir að hann tók að sér að verða nýr knattspyrnustjóri hjá Besiktas. Hann leyfði sér líka að skjóta létt á forseta tyrkneska félagsins en það lá vel á Norðmanninum á fjölmiðlafundinum. Það var troðfullt í salnum þegar Solskjær hélt sinn blaðamannafund og áhuginn er greinilega mikill á Norðmanninum í Tyrklandi. Hann var mjög kátur og glaður og augljóslega klár í alvöruna á ný eftir að hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ég vil þakka fyrir góðar móttökur sem ég hef fengið hér. Við erum samt að tala um að byggja liðið upp frá grunni. Það er eitthvað sem ég trúi á og það er einmitt það sem heillaði mig við þetta verkefni. Við viljum byggja upp þetta lið með ykkur,“ sagði Solskjær og brosti. Norska ríkisútvarpið sagði frá. „Við verðum að koma með stöðugleika inn í þetta félag og ég tel að ég sé rétti maðurinn í það. Ég lít svo á að ég sé góður maður í slíkum aðstæðum,“ sagði Solskjær. Besiktas hefur farið í gegnum afar marga knattspyrnustjóra á síðustu árum. Þetta er því einn heitasti stóllinn í boltanum. Norðmaðurinn segist hafa átt góða daga í Istanbul og að það sé mikill heiður að taka við frábæru félagi eins og Besiktas. „Núna byrjar vinnan og við ætlum að njóta þess,“ sagði Solskjær en áður en túlkurinn kláraði að þýða orð hans þá vildi Ole Gunnar leiðrétta sig. „Fyrirgefið, ég sagði ekki rétt frá vegna þess að ég er þegar byrjaður að vinna. Forsetinn lét mig vinna launalaust. Ég hef horft á fullt af leikjum, leikgreint þá og sent frá mér greinargerðir. Nú byrja ég samt formlega í vinnunni,“ sagði Solskjær og glotti. Nú er bara spurningin hvort stemmningin verði áfram svona létt og skemmtileg á blaðamannafundum hans en úrslit leikjanna ráða náttúrulega nær öllu um það. Tyrkneski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Sjá meira
Það var troðfullt í salnum þegar Solskjær hélt sinn blaðamannafund og áhuginn er greinilega mikill á Norðmanninum í Tyrklandi. Hann var mjög kátur og glaður og augljóslega klár í alvöruna á ný eftir að hafa verið atvinnulaus í langan tíma. „Ég vil þakka fyrir góðar móttökur sem ég hef fengið hér. Við erum samt að tala um að byggja liðið upp frá grunni. Það er eitthvað sem ég trúi á og það er einmitt það sem heillaði mig við þetta verkefni. Við viljum byggja upp þetta lið með ykkur,“ sagði Solskjær og brosti. Norska ríkisútvarpið sagði frá. „Við verðum að koma með stöðugleika inn í þetta félag og ég tel að ég sé rétti maðurinn í það. Ég lít svo á að ég sé góður maður í slíkum aðstæðum,“ sagði Solskjær. Besiktas hefur farið í gegnum afar marga knattspyrnustjóra á síðustu árum. Þetta er því einn heitasti stóllinn í boltanum. Norðmaðurinn segist hafa átt góða daga í Istanbul og að það sé mikill heiður að taka við frábæru félagi eins og Besiktas. „Núna byrjar vinnan og við ætlum að njóta þess,“ sagði Solskjær en áður en túlkurinn kláraði að þýða orð hans þá vildi Ole Gunnar leiðrétta sig. „Fyrirgefið, ég sagði ekki rétt frá vegna þess að ég er þegar byrjaður að vinna. Forsetinn lét mig vinna launalaust. Ég hef horft á fullt af leikjum, leikgreint þá og sent frá mér greinargerðir. Nú byrja ég samt formlega í vinnunni,“ sagði Solskjær og glotti. Nú er bara spurningin hvort stemmningin verði áfram svona létt og skemmtileg á blaðamannafundum hans en úrslit leikjanna ráða náttúrulega nær öllu um það.
Tyrkneski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Sjá meira