Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. janúar 2025 11:09 Björgunarsveitarmenn ganga í hús í Neskaupstað. LANDSBJÖRG Rýma þarf svæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði vegna mikillar snjóflóðahættu. Veðurstofa Íslands telur mikla hættu á snjóflóðum á svæðinu næstu daga. Appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. „Lögreglan er að vinna í því að hafa samband við fólk, bæði íbúðahús og atvinnureitir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Mikill snjór er í Neskaupstað.Hlynur Sveinsson Í tilkynningu á frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands hefst rýming klukkan 18 í kvöld. Búið er að lýsa yfir óvissustigi sem tók gildi klukkan tólf á hádegi. Í Neskaupstað verða þrír reitir rýmdir. Reitur NE01 við Norðfjarðaveg og NE02 við Norðfjarðarvge og Nausthvamm en þar er atvinnuhúsnæði. Einnig veðrur reitur NE18 rýmdur en þar er íbúasvæði með 37 heimilum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Rýmingarsvæðið í Neskaupstað er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi. Á Seyðisfirði verða fjórir reitir rýmdir, allt atvinnusvæði. Það eru reitir SE01 OG SE02 við Strandaveg og SE24 og SE26. Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi Fjöldahjálparstöð verður opnuð í Herðubreið á Seyðisfirði klukkan eitt í dag. Í Neskaupstað verður fjöldahjálparstöðin í Egilsbúð. Björgunarsveitarmenn ganga í hús á rýmingarsvæðunum og leiðbeina íbúum. Leiðbeina íbúum Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað birti punkta fyrir þá sem þurfa að rýma. Muna þarf að ganga tryggilega frá helstu verðmætum eða hafa það með ásamt lyfjum, fatnaði, mat fyrir gæludýr, nauðsynjar ungabarna og öðrum nauðsynlegum hjálpartækjum. Ekki má gleyma hleðslutækjum eða -bönkum til að hlaða raftækin. Þegar húsnæðið er yfirgefið skal passa að allir gluggar og hurðar séu lokaðar, að hiti sé á húsinu og skilja skal eftir ljós í forstofu og við útidyr. Einnig skal tryggja að öll matvæli liggi ekki undir skemmdum. Þá skal skilja eftir rýmingarspjald í glugga eða á áberandi stað. Gera má ráð fyrir því að snjó geti bæst við til fjalla. Nokkur snjóflóð féllu á Austfjörðum í gær. Líklegt er að snjóflóðahætta eykst þegar líður á veðrið. Veðrið á að ganga niður aðfaranótt þriðjudags. Upp úr hádegi er spáð norðaustan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu og mikilli snjókomu í dag og á morgun. Gular og appelsínugular viðvaranir verða í gildi í dag og á morgun.Veðurstofa Íslands Fréttin hefur verið uppfærð. Fyrst stóð að svæði SE25 yrði rýmt en því hefur verið breytt í svæði SE26. Snjóflóð á Íslandi Veður Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira
„Lögreglan er að vinna í því að hafa samband við fólk, bæði íbúðahús og atvinnureitir,“ segir Minney Sigurðardóttir, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við fréttastofu. Mikill snjór er í Neskaupstað.Hlynur Sveinsson Í tilkynningu á frá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands hefst rýming klukkan 18 í kvöld. Búið er að lýsa yfir óvissustigi sem tók gildi klukkan tólf á hádegi. Í Neskaupstað verða þrír reitir rýmdir. Reitur NE01 við Norðfjarðaveg og NE02 við Norðfjarðarvge og Nausthvamm en þar er atvinnuhúsnæði. Einnig veðrur reitur NE18 rýmdur en þar er íbúasvæði með 37 heimilum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Rýmingarsvæðið í Neskaupstað er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi. Á Seyðisfirði verða fjórir reitir rýmdir, allt atvinnusvæði. Það eru reitir SE01 OG SE02 við Strandaveg og SE24 og SE26. Rýmingarsvæðið á Seyðisfirði er merkt með gulu.Lögreglan á Austurlandi Fjöldahjálparstöð verður opnuð í Herðubreið á Seyðisfirði klukkan eitt í dag. Í Neskaupstað verður fjöldahjálparstöðin í Egilsbúð. Björgunarsveitarmenn ganga í hús á rýmingarsvæðunum og leiðbeina íbúum. Leiðbeina íbúum Björgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað birti punkta fyrir þá sem þurfa að rýma. Muna þarf að ganga tryggilega frá helstu verðmætum eða hafa það með ásamt lyfjum, fatnaði, mat fyrir gæludýr, nauðsynjar ungabarna og öðrum nauðsynlegum hjálpartækjum. Ekki má gleyma hleðslutækjum eða -bönkum til að hlaða raftækin. Þegar húsnæðið er yfirgefið skal passa að allir gluggar og hurðar séu lokaðar, að hiti sé á húsinu og skilja skal eftir ljós í forstofu og við útidyr. Einnig skal tryggja að öll matvæli liggi ekki undir skemmdum. Þá skal skilja eftir rýmingarspjald í glugga eða á áberandi stað. Gera má ráð fyrir því að snjó geti bæst við til fjalla. Nokkur snjóflóð féllu á Austfjörðum í gær. Líklegt er að snjóflóðahætta eykst þegar líður á veðrið. Veðrið á að ganga niður aðfaranótt þriðjudags. Upp úr hádegi er spáð norðaustan þrettán til tuttugu metrar á sekúndu og mikilli snjókomu í dag og á morgun. Gular og appelsínugular viðvaranir verða í gildi í dag og á morgun.Veðurstofa Íslands Fréttin hefur verið uppfærð. Fyrst stóð að svæði SE25 yrði rýmt en því hefur verið breytt í svæði SE26.
Snjóflóð á Íslandi Veður Fjarðabyggð Múlaþing Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Sjá meira