Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2025 20:05 Það skemmtilegasta, sem Día gerir á Móbergi er að syngja fyrir heimilisfólk, sem kann vel að meta söng hennar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir sextíu heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi eru heppnir því þar er starfsmaður frá Filippseyjum, sem syngur fyrir þá við umönnunarstörfin sín og stundum heldur starfsmaðurinn tónleika fyrir allt fólkið og þá er sungið og dansað af mikilli innlifun. Móberg er tveggja hæða hringlaga hjúkrunarheimili þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn heimilisins erum um 90. Nokkrir starfsmenn frá Filippseyjum vinna á Móbergi og þar á meðal hún Día eins og hún er alltaf kölluð en hún hefur búið á Íslandi í 13 ár. Día er að læra að vera sjúkraliði en alltaf á vöktunum sínum þá syngur hún mikið fyrir heimilisfólkið um leið og hún er að sinna því. Þetta kann fólkið virkilega vel að meta en stundum hefur hún brugðið á það ráð að bjóða öllum á Móbergi á einkatónleika. „Ég er að vinna hér í umönnun og þegar það er ekkert sérstakt í gangi þá er ég að syngja fyrir heimilisfólkið af því að ég elska að syngja líka. Mér finnst mjög gaman að sjá andlitin þeirra þegar ég er að syngja og þess vegna langar mig bara að syngja meira því mér finnst mjög gaman að sjá jákvæðu viðbrögðin, sem ég fæ,” segir Día. Hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn eru um 90 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkið og aðstandendur þess eru í skýjunum með Díu og annað starfsfólk á Móbergi. „Þetta brýtur um daginn og gerir bara gleði og ánægju, mér finnst þetta dásamlegt,” segir Viktoría Guðmundsdóttir aðstandandi en Páll Jón Bjarnason, eiginmaður hennar sem býr á Móbergi Lögin sem Día syngur eru allskonar, sum róleg en önnur þar sem er meira fjör er og þá fer fólkið út á gólf og dansar af mikilli innlifun. „Það er alveg geðveikt að hafa svona starfsmann. Söngurinn er svo rosalega mikilvægur, fólk man öll lögin eins og þú kannski heyrðir þá voru sumir mjög duglegir að syngja með,” segir Ásta Tryggvadóttir, deildarstjóri á Móbergi. Día, starfsmaður á Móbergi og Ásta deildarstjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hjúkrunarheimili Filippseyjar Tónlist Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira
Móberg er tveggja hæða hringlaga hjúkrunarheimili þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn heimilisins erum um 90. Nokkrir starfsmenn frá Filippseyjum vinna á Móbergi og þar á meðal hún Día eins og hún er alltaf kölluð en hún hefur búið á Íslandi í 13 ár. Día er að læra að vera sjúkraliði en alltaf á vöktunum sínum þá syngur hún mikið fyrir heimilisfólkið um leið og hún er að sinna því. Þetta kann fólkið virkilega vel að meta en stundum hefur hún brugðið á það ráð að bjóða öllum á Móbergi á einkatónleika. „Ég er að vinna hér í umönnun og þegar það er ekkert sérstakt í gangi þá er ég að syngja fyrir heimilisfólkið af því að ég elska að syngja líka. Mér finnst mjög gaman að sjá andlitin þeirra þegar ég er að syngja og þess vegna langar mig bara að syngja meira því mér finnst mjög gaman að sjá jákvæðu viðbrögðin, sem ég fæ,” segir Día. Hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi þar sem 60 heimilismenn búa og starfsmenn eru um 90 talsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og heimilisfólkið og aðstandendur þess eru í skýjunum með Díu og annað starfsfólk á Móbergi. „Þetta brýtur um daginn og gerir bara gleði og ánægju, mér finnst þetta dásamlegt,” segir Viktoría Guðmundsdóttir aðstandandi en Páll Jón Bjarnason, eiginmaður hennar sem býr á Móbergi Lögin sem Día syngur eru allskonar, sum róleg en önnur þar sem er meira fjör er og þá fer fólkið út á gólf og dansar af mikilli innlifun. „Það er alveg geðveikt að hafa svona starfsmann. Söngurinn er svo rosalega mikilvægur, fólk man öll lögin eins og þú kannski heyrðir þá voru sumir mjög duglegir að syngja með,” segir Ásta Tryggvadóttir, deildarstjóri á Móbergi. Día, starfsmaður á Móbergi og Ásta deildarstjóri.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hjúkrunarheimili Filippseyjar Tónlist Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Sjá meira