Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2025 09:10 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í hljóðveri Bylgjunnar í morgun. Bylgjan Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að ríkið verði að standa við gerða samninga um samgöngusáttmála og borgarlínu þrátt fyrir neikvæð ummæli leiðtoga hans eigins flokks um línuna. Hann tekur sína fyrstu skóflustungu sem ráðherra þegar framkvæmdir við borgarlínu hefjast formlega í dag. Byrjað verður á framkvæmdum við Fossvogsbrú og þannig fyrsta áfanga borgarlínunnar í dag. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tekur fyrstu skóflustunguna, sína fyrstu sem ráðherra. Ummæli Ingu Sæland, leiðtoga Flokks fólksins, um að borgarlínan væri „rugl“ voru borin undir Eyjólf í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og hann spurður hvort að hann væri persónulega fylgjandi framkvæmdunum. Sagði Eyjólfur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og borgarlínuna umdeilda og að hún yrði það áfram. Gert væri ráð fyrir að hægt yrði að gera breytingar á framkvæmdunum í framtíðinni. „Það er búið að semja um höfuborgarsáttmálann. Við verðum að standa við gerða samninga,“ sagði Eyjólfur. Spurður að því hvort hann væri sammála því að setja 311 milljarða í framkvæmdirnar benti Eyjólfur á sá kostnaður væri til fimmtán ára. Áætlaður samfélagslegur ávinningur af framkvæmdunum væri 1.140 milljarðar króna. Ljósárum á eftir Norðmönnum og Færeyingum í jarðgangnagerð Íslendingar hafa ekki staðið sig nógu vel í jarðgangnamálum, að mati nýja ráðherrans, og eru „ljósárum“ á eftir Norðmönnum og Færeyingum í þeim efnum. Sagðist Eyjólfur vilja að stjórnvöld væru alltaf með ein jarðgöng í gangi hverju sinni en engar jarðgangaframkvæmdir hafi átt sér stað frá 2020. Hann sagðist ekki hafa gert upp við sig hvar ætti að byrja á jarðgöngum og að allir yrðu örugglega ekki á eitt sáttir um það. Að hans mati ætti að fjármagna jarðgöng með almennri skattheimtu frekar en vegtollum á landsbyggðinni. „Ég tel að þetta verði allavegana í hinum dreifðu sveitum fjárlög,“ sagði Eyjólfur sem útilokaði ekki blandaða leið veggjalda og opinberrar fjármögnunar. Borgarlína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. 16. janúar 2025 15:18 Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. 9. janúar 2025 20:47 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Byrjað verður á framkvæmdum við Fossvogsbrú og þannig fyrsta áfanga borgarlínunnar í dag. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tekur fyrstu skóflustunguna, sína fyrstu sem ráðherra. Ummæli Ingu Sæland, leiðtoga Flokks fólksins, um að borgarlínan væri „rugl“ voru borin undir Eyjólf í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og hann spurður hvort að hann væri persónulega fylgjandi framkvæmdunum. Sagði Eyjólfur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og borgarlínuna umdeilda og að hún yrði það áfram. Gert væri ráð fyrir að hægt yrði að gera breytingar á framkvæmdunum í framtíðinni. „Það er búið að semja um höfuborgarsáttmálann. Við verðum að standa við gerða samninga,“ sagði Eyjólfur. Spurður að því hvort hann væri sammála því að setja 311 milljarða í framkvæmdirnar benti Eyjólfur á sá kostnaður væri til fimmtán ára. Áætlaður samfélagslegur ávinningur af framkvæmdunum væri 1.140 milljarðar króna. Ljósárum á eftir Norðmönnum og Færeyingum í jarðgangnagerð Íslendingar hafa ekki staðið sig nógu vel í jarðgangnamálum, að mati nýja ráðherrans, og eru „ljósárum“ á eftir Norðmönnum og Færeyingum í þeim efnum. Sagðist Eyjólfur vilja að stjórnvöld væru alltaf með ein jarðgöng í gangi hverju sinni en engar jarðgangaframkvæmdir hafi átt sér stað frá 2020. Hann sagðist ekki hafa gert upp við sig hvar ætti að byrja á jarðgöngum og að allir yrðu örugglega ekki á eitt sáttir um það. Að hans mati ætti að fjármagna jarðgöng með almennri skattheimtu frekar en vegtollum á landsbyggðinni. „Ég tel að þetta verði allavegana í hinum dreifðu sveitum fjárlög,“ sagði Eyjólfur sem útilokaði ekki blandaða leið veggjalda og opinberrar fjármögnunar.
Borgarlína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. 16. janúar 2025 15:18 Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. 9. janúar 2025 20:47 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. 16. janúar 2025 15:18
Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. 9. janúar 2025 20:47