Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2025 09:10 Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, í hljóðveri Bylgjunnar í morgun. Bylgjan Nýr samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að ríkið verði að standa við gerða samninga um samgöngusáttmála og borgarlínu þrátt fyrir neikvæð ummæli leiðtoga hans eigins flokks um línuna. Hann tekur sína fyrstu skóflustungu sem ráðherra þegar framkvæmdir við borgarlínu hefjast formlega í dag. Byrjað verður á framkvæmdum við Fossvogsbrú og þannig fyrsta áfanga borgarlínunnar í dag. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tekur fyrstu skóflustunguna, sína fyrstu sem ráðherra. Ummæli Ingu Sæland, leiðtoga Flokks fólksins, um að borgarlínan væri „rugl“ voru borin undir Eyjólf í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og hann spurður hvort að hann væri persónulega fylgjandi framkvæmdunum. Sagði Eyjólfur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og borgarlínuna umdeilda og að hún yrði það áfram. Gert væri ráð fyrir að hægt yrði að gera breytingar á framkvæmdunum í framtíðinni. „Það er búið að semja um höfuborgarsáttmálann. Við verðum að standa við gerða samninga,“ sagði Eyjólfur. Spurður að því hvort hann væri sammála því að setja 311 milljarða í framkvæmdirnar benti Eyjólfur á sá kostnaður væri til fimmtán ára. Áætlaður samfélagslegur ávinningur af framkvæmdunum væri 1.140 milljarðar króna. Ljósárum á eftir Norðmönnum og Færeyingum í jarðgangnagerð Íslendingar hafa ekki staðið sig nógu vel í jarðgangnamálum, að mati nýja ráðherrans, og eru „ljósárum“ á eftir Norðmönnum og Færeyingum í þeim efnum. Sagðist Eyjólfur vilja að stjórnvöld væru alltaf með ein jarðgöng í gangi hverju sinni en engar jarðgangaframkvæmdir hafi átt sér stað frá 2020. Hann sagðist ekki hafa gert upp við sig hvar ætti að byrja á jarðgöngum og að allir yrðu örugglega ekki á eitt sáttir um það. Að hans mati ætti að fjármagna jarðgöng með almennri skattheimtu frekar en vegtollum á landsbyggðinni. „Ég tel að þetta verði allavegana í hinum dreifðu sveitum fjárlög,“ sagði Eyjólfur sem útilokaði ekki blandaða leið veggjalda og opinberrar fjármögnunar. Borgarlína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. 16. janúar 2025 15:18 Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. 9. janúar 2025 20:47 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Byrjað verður á framkvæmdum við Fossvogsbrú og þannig fyrsta áfanga borgarlínunnar í dag. Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, tekur fyrstu skóflustunguna, sína fyrstu sem ráðherra. Ummæli Ingu Sæland, leiðtoga Flokks fólksins, um að borgarlínan væri „rugl“ voru borin undir Eyjólf í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og hann spurður hvort að hann væri persónulega fylgjandi framkvæmdunum. Sagði Eyjólfur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og borgarlínuna umdeilda og að hún yrði það áfram. Gert væri ráð fyrir að hægt yrði að gera breytingar á framkvæmdunum í framtíðinni. „Það er búið að semja um höfuborgarsáttmálann. Við verðum að standa við gerða samninga,“ sagði Eyjólfur. Spurður að því hvort hann væri sammála því að setja 311 milljarða í framkvæmdirnar benti Eyjólfur á sá kostnaður væri til fimmtán ára. Áætlaður samfélagslegur ávinningur af framkvæmdunum væri 1.140 milljarðar króna. Ljósárum á eftir Norðmönnum og Færeyingum í jarðgangnagerð Íslendingar hafa ekki staðið sig nógu vel í jarðgangnamálum, að mati nýja ráðherrans, og eru „ljósárum“ á eftir Norðmönnum og Færeyingum í þeim efnum. Sagðist Eyjólfur vilja að stjórnvöld væru alltaf með ein jarðgöng í gangi hverju sinni en engar jarðgangaframkvæmdir hafi átt sér stað frá 2020. Hann sagðist ekki hafa gert upp við sig hvar ætti að byrja á jarðgöngum og að allir yrðu örugglega ekki á eitt sáttir um það. Að hans mati ætti að fjármagna jarðgöng með almennri skattheimtu frekar en vegtollum á landsbyggðinni. „Ég tel að þetta verði allavegana í hinum dreifðu sveitum fjárlög,“ sagði Eyjólfur sem útilokaði ekki blandaða leið veggjalda og opinberrar fjármögnunar.
Borgarlína Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. 16. janúar 2025 15:18 Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. 9. janúar 2025 20:47 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Eyjólfur Ármannsson, nýr samgönguráðherra, mun taka fyrstu skóflustunguna að byggingu Fossvogsbrúar. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. 16. janúar 2025 15:18
Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt. 9. janúar 2025 20:47