„Þetta skilgreinir þorpið“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. janúar 2025 12:17 Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir atburðina sitja djúpt í íbúum. vísir/samett Þrjátíu ár eru í dag liðin frá snjóflóðinu mannskæða í Súðavík og blysför og minningarstund verður í bænum í kvöld. Sveitarstjóri segir atburðinn skilgreina samfélagið á vissan hátt. Snjóflóðið féll snemma morguns hinn 16. janúar 1995 með skelfilegum afleiðingum sem renna fáum úr minni. Það hafnaði á íbúðarhúsum í þorpinu og fjórtán manns og þar af átta börn fórust. Efnt verður til minningarstundar í Súðavík í dag og segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstóri í Súðavíkurhrepps, að þar standi til að heiðra minningu þeirra. „Athöfnin hefst á því að það verður gengið frá samkomuhúsinu okkar í gamla þorpinu upp að minningarreit. Þetta er uppsett sem blysför eða til þess að tendra kerti og seinni partinn eða klukkan fimm verður athöfn í kirkjunni,“ segir Bragi. Gengið verður upp að minningarreit um þau sem fórust í Súðavíkurflóðinu í dag.vísir/Vilhelm Þar á eftir verður fólki boðið í kaffi í stjórnsýsluhúsi bæjarins. Bragi segir atburðina sitja djúpt í samfélaginu. „Ég upplifi það sem utanbæjarmaður að þetta skilgreinir rosalega mikið þorpið og hefur gert það. Sérstaklega þessa dagana þegar það er nýbúið að tilkynna um hvernig rannsóknarnefnd verður skipuð.“ Bragi þekkir þó áhrif náttúruaflanna frá sínum heimaslóðum en hann bjó á Patreksfirði þar sem mannskæð krapaflóð féllu á níunda áratugnum og segir áföll sem þessi erfast á milli kynslóða. Rannsóknarnefndinni um Súðavíkurflóðið er ætlað að skoða þau atriði sem eftirlifendur og aðstandendur þeirra sem létust í flóðinu hafa bent á að betur hefðu mátt fara. Bragi segir þetta mikilvægt uppgjör. Þrátt fyrir að byggðin hafi verið færð og snjóflóðahættan vofi ekki yfir bænum segir Bragi bæjarbúa enn búa við ákveðna ógn. „Hér er Súðavíkurhlíð sem lokast að jafnaði að vetri all nokkuð oft vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Það er kannski líka það að þegar ég kom fyrst að þessum málum eftir að það féllu snjóflóð á Flateyri árið 2020, og það var rétt um það leyti sem það voru tuttugu og fimm ár liðin frá flóðunum, að þá var Súðavík einangruð og við lokuð af í nokkra sólarhringa. Það er móðgun við samfélagið að við séum jafn hjálparlaus að vetri til eins og fólk var árið 1995 varðandi aðgengi.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður bein útsending frá Súðavík. Þar verður farið á minningarstund og rætt við íbúa. Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík 1995 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Snjóflóðið féll snemma morguns hinn 16. janúar 1995 með skelfilegum afleiðingum sem renna fáum úr minni. Það hafnaði á íbúðarhúsum í þorpinu og fjórtán manns og þar af átta börn fórust. Efnt verður til minningarstundar í Súðavík í dag og segir Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstóri í Súðavíkurhrepps, að þar standi til að heiðra minningu þeirra. „Athöfnin hefst á því að það verður gengið frá samkomuhúsinu okkar í gamla þorpinu upp að minningarreit. Þetta er uppsett sem blysför eða til þess að tendra kerti og seinni partinn eða klukkan fimm verður athöfn í kirkjunni,“ segir Bragi. Gengið verður upp að minningarreit um þau sem fórust í Súðavíkurflóðinu í dag.vísir/Vilhelm Þar á eftir verður fólki boðið í kaffi í stjórnsýsluhúsi bæjarins. Bragi segir atburðina sitja djúpt í samfélaginu. „Ég upplifi það sem utanbæjarmaður að þetta skilgreinir rosalega mikið þorpið og hefur gert það. Sérstaklega þessa dagana þegar það er nýbúið að tilkynna um hvernig rannsóknarnefnd verður skipuð.“ Bragi þekkir þó áhrif náttúruaflanna frá sínum heimaslóðum en hann bjó á Patreksfirði þar sem mannskæð krapaflóð féllu á níunda áratugnum og segir áföll sem þessi erfast á milli kynslóða. Rannsóknarnefndinni um Súðavíkurflóðið er ætlað að skoða þau atriði sem eftirlifendur og aðstandendur þeirra sem létust í flóðinu hafa bent á að betur hefðu mátt fara. Bragi segir þetta mikilvægt uppgjör. Þrátt fyrir að byggðin hafi verið færð og snjóflóðahættan vofi ekki yfir bænum segir Bragi bæjarbúa enn búa við ákveðna ógn. „Hér er Súðavíkurhlíð sem lokast að jafnaði að vetri all nokkuð oft vegna snjóflóða og snjóflóðahættu. Það er kannski líka það að þegar ég kom fyrst að þessum málum eftir að það féllu snjóflóð á Flateyri árið 2020, og það var rétt um það leyti sem það voru tuttugu og fimm ár liðin frá flóðunum, að þá var Súðavík einangruð og við lokuð af í nokkra sólarhringa. Það er móðgun við samfélagið að við séum jafn hjálparlaus að vetri til eins og fólk var árið 1995 varðandi aðgengi.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður bein útsending frá Súðavík. Þar verður farið á minningarstund og rætt við íbúa.
Súðavíkurhreppur Snjóflóð á Íslandi Snjóflóðin í Súðavík 1995 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira