Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2025 07:52 Vel gekk að bjarga fólkinu af seinni bílnum og upp úr hálf sex í morgun voru allir þrír komnir í sjúkrabíl til aðhlynningar. Landsbjörg Björgunarsveitir í Borgarfirði voru kallaðar út vegna tilkynningar frá ferðamönnum í vandræðum við Kattarhryggi, á leið upp á Holtavörðuheiði, á fimmta tímanum í nótt. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þar hafði ræsi undir veginn stíflast svo flæddi yfir hann á stórum kafla. Ferðafólk á tveimur bílum hafði lent í vatninu og komst það út úr bílunum og upp á þak þeirra, en þeir voru nánast á kafi í vatninu þegar björgunarsveitir komu á vettvang. Landsbjörg Þorsteinn Þorsteinsson formaður Björgunarsveitarinnar Heiðars á Varmalandi segir að þegar þá bar að garði hafi þeir séð bíl sem var um tuttugu til þrjátíu metra fyrir utan veginn. Þar voru tveir menn uppi á þaki en bíllinn var við það að fara í kaf. Þriðja farþeganum hafði tekist að komast á þurrt af sjálfsdáðum að sögn Þorsteins og sömu sögu er að segja af öðrum bíl sem einnig lenti í vatnselgnum. Mennirnir tveir sem voru á þakinu komust hinsvegar hvergi. „Þá förum við bara í það að fara í línu og ég skellti mér til sunds. Þetta var það djúpt að ég botnaði aldrei á leiðinni út í bílinn,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu og bætir við að hann sé 190 sentimetrar á hæð. Hann kom svo böndum á mennina tvo sem voru dregnir í land. Landsbjörg Þorsteinn segir að aðgerðin hafi öll heppnast vel og upp úr hálf sex í morgun voru allir 3 komnir í sjúkrabíl til aðhlynningar en að sögn Þorsteins voru mennirnir tveir á toppnum orðnir mjög stressaðir og kaldir þegar komið var að þeim. Björgunarfólk hafði þá jafnframt lýst vel upp nágrennið til að tryggja að engir aðrir væru þar ásamt því að veiða upp hluti sem flotið höfðu úr bílunum. Í kjölfarið var Holtavörðuheiði lokað vegna vatnavaxta,“ segir í tilkynningunni. Landsbjörg Holtavörðuheiði 15/1/2025 tveir bílar út í vatni bjargað tveim af öðrum þeirra.Landsbjörg Landsbjörg Björgunarsveitir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að þar hafði ræsi undir veginn stíflast svo flæddi yfir hann á stórum kafla. Ferðafólk á tveimur bílum hafði lent í vatninu og komst það út úr bílunum og upp á þak þeirra, en þeir voru nánast á kafi í vatninu þegar björgunarsveitir komu á vettvang. Landsbjörg Þorsteinn Þorsteinsson formaður Björgunarsveitarinnar Heiðars á Varmalandi segir að þegar þá bar að garði hafi þeir séð bíl sem var um tuttugu til þrjátíu metra fyrir utan veginn. Þar voru tveir menn uppi á þaki en bíllinn var við það að fara í kaf. Þriðja farþeganum hafði tekist að komast á þurrt af sjálfsdáðum að sögn Þorsteins og sömu sögu er að segja af öðrum bíl sem einnig lenti í vatnselgnum. Mennirnir tveir sem voru á þakinu komust hinsvegar hvergi. „Þá förum við bara í það að fara í línu og ég skellti mér til sunds. Þetta var það djúpt að ég botnaði aldrei á leiðinni út í bílinn,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu og bætir við að hann sé 190 sentimetrar á hæð. Hann kom svo böndum á mennina tvo sem voru dregnir í land. Landsbjörg Þorsteinn segir að aðgerðin hafi öll heppnast vel og upp úr hálf sex í morgun voru allir 3 komnir í sjúkrabíl til aðhlynningar en að sögn Þorsteins voru mennirnir tveir á toppnum orðnir mjög stressaðir og kaldir þegar komið var að þeim. Björgunarfólk hafði þá jafnframt lýst vel upp nágrennið til að tryggja að engir aðrir væru þar ásamt því að veiða upp hluti sem flotið höfðu úr bílunum. Í kjölfarið var Holtavörðuheiði lokað vegna vatnavaxta,“ segir í tilkynningunni. Landsbjörg Holtavörðuheiði 15/1/2025 tveir bílar út í vatni bjargað tveim af öðrum þeirra.Landsbjörg Landsbjörg
Björgunarsveitir Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira