Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. janúar 2025 12:23 Atkvæðin sem umræðir voru ekki í eiginlegum kjörkassa heldur venjulegum pappakassa. Vísir/Vilhelm Ekki liggur fyrir hversu mörg utankjörfundaratkvæði voru í pappakassa sem barst yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi ellefu dögum eftir alþingiskosningar. Formaður yfirkjörstjórnar vonar að dreginn verði lærdómur af uppákomunni og verkferlar hugsaðir upp á nýtt. Fram kom í fréttum í gær að um 25 utankjörfundaratkvæði hafi dagað uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs og ekki ratað á réttan stað í tæka tíð fyrir alþingiskosningarnar í lok nóvember. Morgunblaðið greinir svo frá því í dag að kassi með utankjörfundaratkvæðum hafi borist yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi mörgum dögum eftir alþingiskosningar. Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, minnist þess ekki sjálfur að álíka uppákoma hafi átt sér stað áður í fyrri kosningum. Yfirkjörstjórn hafi ekki verið meðvituð um að kassin væri á leiðinni fyrr en hann loks barst. „Það bara virðist vera að þessi kassi hafi glatast í sendingu og kemur svo fram þarna til okkar, í okkar hendur 11. desember. Þetta er bara eins og hver önnur sending, þetta er bara venjulegur pappakassi sem að þetta er sent í og við hefðum sótt kassa á flugvöllinn, en hvers vegna við fengum hann ekki afhentan þegar við náðum í hann, það kann ég ekki skýringar á. Við höfum ekki farmbréf og ekki neitt þannig við höfum ekki haft tækifæri til að rekja þetta á nokkurn hátt,“ segir Gestur. Vitið þið hver sendandinn er? Var þetta að koma úr annarri kjördeild eða utan úr bæ? „Nei, ég veit að sendandinn er skráður landskjörstjórn, en sendandinn er trúlega sýslumaðurinn í Reykjavík,“ svarar Gestur. Ekki hægt að telja atkvæðin Hann telur ljóst að endurskoða þurfi ferla í ljósi uppákomunnar. „Ég tel fulla ástæðu til þess að skoða þetta ferli allt saman út frá þessu meðal annars, og öðrum hlutum framkvæmd utankjörfundaratkvæða og annað,“ segir Gestur. „Ég vona bara að menn dragi lærdóm af þessu og hugsi þessa verkferla upp á nýtt.“ Veistu hvað þetta eru mörg atkvæði sem voru í þessum kassa? „Nei, kjörskrár eru innsiglaðar og þangað til að endanlegur úrskurður liggur fyrir þá eru kjörskrár innsiglaðar. Þannig að það er ekkert hægt að vinna í þessu fyrr en við náum í kjörskrárnar aftur,“ svarar Gestur. Hann vill ekkert áætla um það heldur hve mörg atkvæði kunni að vera í kassanum. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Það eru bara aðrir sem tjá sig um það. Ég opnaði bara kassann og þegar ég sá hvað þetta var þá límdi ég hann bara aftur og innsiglaði hann,“ segir Gestur. Spurður hvort ekki séu stemmd af þau utankjörfundaratkvæði sem greidd hafa verið og þau atkvæði sem borist hafa yfirkjörstjórn, segir Gestur kosningalögin ekki gera ráð fyrir því. „Sýslumenn hafa utankjörfundaratkvæði á hendur sér en yfirkjörstjórnir hafa kjörfundaratkvæðin og þau eru náttúrlega stemmd af upp á hvert einasta atkvæði. En við höfum ekkert tæki í höndunum til þess að vita hve mörg utankjörfundaratkvæði hafa verið greidd og hvort þau skili sér. Það væri mjög mikil vinna og þyrfti þá að hugsa þá verkferla alveg upp á nýtt.“ Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Fram kom í fréttum í gær að um 25 utankjörfundaratkvæði hafi dagað uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs og ekki ratað á réttan stað í tæka tíð fyrir alþingiskosningarnar í lok nóvember. Morgunblaðið greinir svo frá því í dag að kassi með utankjörfundaratkvæðum hafi borist yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi mörgum dögum eftir alþingiskosningar. Gestur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, minnist þess ekki sjálfur að álíka uppákoma hafi átt sér stað áður í fyrri kosningum. Yfirkjörstjórn hafi ekki verið meðvituð um að kassin væri á leiðinni fyrr en hann loks barst. „Það bara virðist vera að þessi kassi hafi glatast í sendingu og kemur svo fram þarna til okkar, í okkar hendur 11. desember. Þetta er bara eins og hver önnur sending, þetta er bara venjulegur pappakassi sem að þetta er sent í og við hefðum sótt kassa á flugvöllinn, en hvers vegna við fengum hann ekki afhentan þegar við náðum í hann, það kann ég ekki skýringar á. Við höfum ekki farmbréf og ekki neitt þannig við höfum ekki haft tækifæri til að rekja þetta á nokkurn hátt,“ segir Gestur. Vitið þið hver sendandinn er? Var þetta að koma úr annarri kjördeild eða utan úr bæ? „Nei, ég veit að sendandinn er skráður landskjörstjórn, en sendandinn er trúlega sýslumaðurinn í Reykjavík,“ svarar Gestur. Ekki hægt að telja atkvæðin Hann telur ljóst að endurskoða þurfi ferla í ljósi uppákomunnar. „Ég tel fulla ástæðu til þess að skoða þetta ferli allt saman út frá þessu meðal annars, og öðrum hlutum framkvæmd utankjörfundaratkvæða og annað,“ segir Gestur. „Ég vona bara að menn dragi lærdóm af þessu og hugsi þessa verkferla upp á nýtt.“ Veistu hvað þetta eru mörg atkvæði sem voru í þessum kassa? „Nei, kjörskrár eru innsiglaðar og þangað til að endanlegur úrskurður liggur fyrir þá eru kjörskrár innsiglaðar. Þannig að það er ekkert hægt að vinna í þessu fyrr en við náum í kjörskrárnar aftur,“ svarar Gestur. Hann vill ekkert áætla um það heldur hve mörg atkvæði kunni að vera í kassanum. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það. Það eru bara aðrir sem tjá sig um það. Ég opnaði bara kassann og þegar ég sá hvað þetta var þá límdi ég hann bara aftur og innsiglaði hann,“ segir Gestur. Spurður hvort ekki séu stemmd af þau utankjörfundaratkvæði sem greidd hafa verið og þau atkvæði sem borist hafa yfirkjörstjórn, segir Gestur kosningalögin ekki gera ráð fyrir því. „Sýslumenn hafa utankjörfundaratkvæði á hendur sér en yfirkjörstjórnir hafa kjörfundaratkvæðin og þau eru náttúrlega stemmd af upp á hvert einasta atkvæði. En við höfum ekkert tæki í höndunum til þess að vita hve mörg utankjörfundaratkvæði hafa verið greidd og hvort þau skili sér. Það væri mjög mikil vinna og þyrfti þá að hugsa þá verkferla alveg upp á nýtt.“
Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Alþingi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu