Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Jakob Bjarnar skrifar 13. janúar 2025 14:45 Reynir Traustason er um þessar munir á 13. degi í föstu. Hann segir fyrstu fimm dagana erfiðasta. Nú er hann hvell skýr. vísir/vilhelm Reynir Traustason, sem um næstu mánaðarmót lætur af störfum sem ritstjóri Mannlífs, er nú í miðri föstu og hann lætur vel af sér. „Já. Nú er ég búinn að fasta í 13 sólarhringa. Ég er hvellskýr og veit svör við öllu. Spurðu mig og ég veit það,“ segir Reynir. Í morgun ritað Reynir óhemju einlæga færslu á Facebook þar sem hann greinir frá þessari baráttu sinni við aukakílóin, þessa fíkn sem hann hefur átt við lengi. Reynir segist alltaf hafa gengist fúslega við því að vera fíkill. „Ég hætti að drekka fyrir 30 árum. Fyrir 12 árum hætti ég að reykja og nú er ég að glíma við þá þriðju sem er matar og sykurfíkn.“ Heilbrigðið en ekki fegurðin sem dregur vagninn Reynir segist ekki nota nein lyf en hann sé eins og jójó, þyngist og léttist á víxl. Hann hafi aldrei getað stjórnað því hvað það er sem hann lætur í sig. En hann nýtur þess nú að hafa fyrir um tíu árum náð að létta sig um ein 40 kíló og það hafi reynst varanlegt. En, má þetta? Eða er þetta ekki að fitusmána sjálfan sig? Reynir segist ekkert vita um hvað blaðamaður er að tala. „Nú eru þetta tíu kíló sem ég er að eiga við en ég er eins og flóð og fjara. Ég er að reyna að búa mér til system,“ segir Reynir og lýsir því hvernig hann ætli að lifa á grænmeti frá mánudegi til fimmtudags, þá verði fiski bætt inn í máltíðirnar. Einn kjötdagur í viku, út með sykur og hveiti og svo er það ein bakaríisferð í viku. „Ég er orðinn 71 árs, ef ég man rétt. Ég er að hugsa um að geta hoppað uppá fjöll og lifað sæmilegu lífi þessi gullnu ár sem fram undan eru. En ég er ekkert að hugsa um að verða fallegur, það er orðið of seint, heldur heilbrigður.“ Gulrótin er þorrablótið á Búðum Reynir segir ofþyngd stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar og fyrir nokkrum árum hafi læknir sagt honum að maður sem fái hjartaáfall vegna ólifnaðar kosti ríkið 70 milljónir minnst. En það hefði getað sloppið ef viðkomandi hefði lifað sæmilega heilbrigðu lífi. Að sögn Reynis er þetta meira en að segja það, sykurinn sé alls staðar. Og auðvelt að láta eftir þessari fíkn, ef hann sér köku hakkar hann hana í sig. „Það er allsstaðar þetta ógeð.“ En hvernig líður mönnum í föstunni? „Ég sef miklu betur og er hvellskýr. Miklu skýrari en þegar ég er búinn að borða hálft lambalæri, þá situr maður og mallar inní sjálfum sér. Þetta er þannig að þetta er miklu betri almenn líðan. Þetta er 15 daga fasta og ég glími við hungur fyrstu fimm dagana og svo bíngó. En ég neita því ekki að ég bíð spenntur eftir þorrablótinu á Hótel Búðum um helgina. Björn Jörundur og félagar. Það er gulrótin, eins eins hallærislegt og það er; súrmaturinn handan við hornið.“ Heilsa Þyngdarstjórnunarlyf Fjölmiðlar Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
„Já. Nú er ég búinn að fasta í 13 sólarhringa. Ég er hvellskýr og veit svör við öllu. Spurðu mig og ég veit það,“ segir Reynir. Í morgun ritað Reynir óhemju einlæga færslu á Facebook þar sem hann greinir frá þessari baráttu sinni við aukakílóin, þessa fíkn sem hann hefur átt við lengi. Reynir segist alltaf hafa gengist fúslega við því að vera fíkill. „Ég hætti að drekka fyrir 30 árum. Fyrir 12 árum hætti ég að reykja og nú er ég að glíma við þá þriðju sem er matar og sykurfíkn.“ Heilbrigðið en ekki fegurðin sem dregur vagninn Reynir segist ekki nota nein lyf en hann sé eins og jójó, þyngist og léttist á víxl. Hann hafi aldrei getað stjórnað því hvað það er sem hann lætur í sig. En hann nýtur þess nú að hafa fyrir um tíu árum náð að létta sig um ein 40 kíló og það hafi reynst varanlegt. En, má þetta? Eða er þetta ekki að fitusmána sjálfan sig? Reynir segist ekkert vita um hvað blaðamaður er að tala. „Nú eru þetta tíu kíló sem ég er að eiga við en ég er eins og flóð og fjara. Ég er að reyna að búa mér til system,“ segir Reynir og lýsir því hvernig hann ætli að lifa á grænmeti frá mánudegi til fimmtudags, þá verði fiski bætt inn í máltíðirnar. Einn kjötdagur í viku, út með sykur og hveiti og svo er það ein bakaríisferð í viku. „Ég er orðinn 71 árs, ef ég man rétt. Ég er að hugsa um að geta hoppað uppá fjöll og lifað sæmilegu lífi þessi gullnu ár sem fram undan eru. En ég er ekkert að hugsa um að verða fallegur, það er orðið of seint, heldur heilbrigður.“ Gulrótin er þorrablótið á Búðum Reynir segir ofþyngd stærsta heilbrigðisvandamál þjóðarinnar og fyrir nokkrum árum hafi læknir sagt honum að maður sem fái hjartaáfall vegna ólifnaðar kosti ríkið 70 milljónir minnst. En það hefði getað sloppið ef viðkomandi hefði lifað sæmilega heilbrigðu lífi. Að sögn Reynis er þetta meira en að segja það, sykurinn sé alls staðar. Og auðvelt að láta eftir þessari fíkn, ef hann sér köku hakkar hann hana í sig. „Það er allsstaðar þetta ógeð.“ En hvernig líður mönnum í föstunni? „Ég sef miklu betur og er hvellskýr. Miklu skýrari en þegar ég er búinn að borða hálft lambalæri, þá situr maður og mallar inní sjálfum sér. Þetta er þannig að þetta er miklu betri almenn líðan. Þetta er 15 daga fasta og ég glími við hungur fyrstu fimm dagana og svo bíngó. En ég neita því ekki að ég bíð spenntur eftir þorrablótinu á Hótel Búðum um helgina. Björn Jörundur og félagar. Það er gulrótin, eins eins hallærislegt og það er; súrmaturinn handan við hornið.“
Heilsa Þyngdarstjórnunarlyf Fjölmiðlar Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira