Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. janúar 2025 20:00 Guðmundur Tómas Sigurðsson er flugrekstrarstjóri Icelandair. Vísir/Vésteinn Flugrekstrarstjóri segir alvarlegt ef aðeins ein flugbraut verður opin á Reykjavíkurvelli vegna trjáa í Öskjuhlíð. Við ákveðið veðurskilyrði geti völlurinn orðið ónothæfur. Framkvæmdir við brúarsmíði geti ógnað einu brautinni sem eftir standi. Ríki og borg verði að finna lausn. Fyrir helgi beindi Samgöngustofa þeim tilmælum til ISAVIA að loka skyldi annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur ekki fellt 1.400 tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Við þetta tilefni sagði borgarstjóri að áhyggjuefni sé að starfsemi vallarins verði skert, en enginn rökstuðningur þess efnis að flugöryggi batnaði við það að trén yrðu felld hefði komið fram. Ekkert formlegt erindi hafi borist með ósk um að trén yrðu öll felld, og sagðist hann ekki skilja „æðibunugang“ í stjórnsýslu Samgöngustofu. Fleiri en Icelandair verði fyrir áhrifum Flugrekstrarstjóri Icelandair segir að ef brautinni verði lokað geti það skert þjónustu félagsins. „Ef þessi braut er ekki til takst þá erum við farin að horfa á alls konar takmarkanir tengt hliðarvindi, bremsuskilyrðum og þess háttar, sem geta gert það að verkum að flugvöllurinn verður ónothæfur við ákveðin veðurskilyrði. Þar af leiðandi mun það hafa áhrif á þjónustustig okkar við farþega,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson flugrekstrarstjóri Icelandair. Stór hluti innanlandsflugs félagsins fer um völlinn, sem og flug til Grænlands og Færeyja. Auk þess er völlurinn varaflugvöllur stórs hluta millilandaflugsflota Icelandair. „En það erum ekki bara við sem eigum aðkomu að þessum velli. Þetta myndi hafa neikvæð áhrif á alla aðra flugrekendur, hvort sem það eru flugskólar eða þeir sem sinna sjúkraflugi og þess háttar.“ Finna verði varanlega lendingu Icelandair hafi átt góð samskipti við stjórnvöld í málinu fram að þessu. „En það er komið að aðgerðum, að hlutaðeigandi aðilar stigi inn í málið og gangi frá þessu vandamáli. Helst í eitt skipti fyrir öll.“ Þessi mynd sýnir það svæði sem hin umdeildu tré þekja.Grafík/Hjalti Ekki skipti máli hvort trén verði fjarlægð eða lækkuð að hans mati. „Það er annarra að meta það en það er klárt að hindrunin eru þessi tré. Það þarf að finna einhvern flöt á því hvernig það er afgreitt.“ Fossvogsbrú geti ógnað síðustu brautinni Framkvæmdir við Fossvogsbrú eiga að hefjast á þessu ári, en útlit er fyrir að byggingakranar sem verði notaðir til verksins geti skapað hindranir varðandi brautina sem stendur eftir opin. „Það er sjálfsögðu grafalvarlegt mál, bæði fyrir flugöryggi og alla sem að vellinum koma.“ Verulega sé tekið að þrengja að vellinum, en staðsetning hans hefur verið umdeild um áratugaskeið. „En það er alveg ljóst að með hverri aðgerðinni sem gripið er til, hvort sem það er lokun á flugbraut, sem hefur þegar gerst eins og við sáum fyrir nokkrum árum síðan þegar einni af flugbrautunum var varanlega lokað. Ef ein bætist svo við þá stendur ein eftir. Við erum komin á slæman stað ef það er farið að ógna henni líka.“ Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira
Fyrir helgi beindi Samgöngustofa þeim tilmælum til ISAVIA að loka skyldi annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar. Ástæðan er sú að Reykjavíkurborg hefur ekki fellt 1.400 tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Við þetta tilefni sagði borgarstjóri að áhyggjuefni sé að starfsemi vallarins verði skert, en enginn rökstuðningur þess efnis að flugöryggi batnaði við það að trén yrðu felld hefði komið fram. Ekkert formlegt erindi hafi borist með ósk um að trén yrðu öll felld, og sagðist hann ekki skilja „æðibunugang“ í stjórnsýslu Samgöngustofu. Fleiri en Icelandair verði fyrir áhrifum Flugrekstrarstjóri Icelandair segir að ef brautinni verði lokað geti það skert þjónustu félagsins. „Ef þessi braut er ekki til takst þá erum við farin að horfa á alls konar takmarkanir tengt hliðarvindi, bremsuskilyrðum og þess háttar, sem geta gert það að verkum að flugvöllurinn verður ónothæfur við ákveðin veðurskilyrði. Þar af leiðandi mun það hafa áhrif á þjónustustig okkar við farþega,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson flugrekstrarstjóri Icelandair. Stór hluti innanlandsflugs félagsins fer um völlinn, sem og flug til Grænlands og Færeyja. Auk þess er völlurinn varaflugvöllur stórs hluta millilandaflugsflota Icelandair. „En það erum ekki bara við sem eigum aðkomu að þessum velli. Þetta myndi hafa neikvæð áhrif á alla aðra flugrekendur, hvort sem það eru flugskólar eða þeir sem sinna sjúkraflugi og þess háttar.“ Finna verði varanlega lendingu Icelandair hafi átt góð samskipti við stjórnvöld í málinu fram að þessu. „En það er komið að aðgerðum, að hlutaðeigandi aðilar stigi inn í málið og gangi frá þessu vandamáli. Helst í eitt skipti fyrir öll.“ Þessi mynd sýnir það svæði sem hin umdeildu tré þekja.Grafík/Hjalti Ekki skipti máli hvort trén verði fjarlægð eða lækkuð að hans mati. „Það er annarra að meta það en það er klárt að hindrunin eru þessi tré. Það þarf að finna einhvern flöt á því hvernig það er afgreitt.“ Fossvogsbrú geti ógnað síðustu brautinni Framkvæmdir við Fossvogsbrú eiga að hefjast á þessu ári, en útlit er fyrir að byggingakranar sem verði notaðir til verksins geti skapað hindranir varðandi brautina sem stendur eftir opin. „Það er sjálfsögðu grafalvarlegt mál, bæði fyrir flugöryggi og alla sem að vellinum koma.“ Verulega sé tekið að þrengja að vellinum, en staðsetning hans hefur verið umdeild um áratugaskeið. „En það er alveg ljóst að með hverri aðgerðinni sem gripið er til, hvort sem það er lokun á flugbraut, sem hefur þegar gerst eins og við sáum fyrir nokkrum árum síðan þegar einni af flugbrautunum var varanlega lokað. Ef ein bætist svo við þá stendur ein eftir. Við erum komin á slæman stað ef það er farið að ógna henni líka.“
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Sjá meira