85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2025 20:04 Úlfar Sveinbjörnsson, 85 ára útskurðarmeistari á Selfossi með fugla, sem hann hefur tálgað og málað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskt birki breytist í fallega fugla í höndum 85 ára útskurðarmeistara á Selfossi, sem veit ekkert skemmtilegra en að tálga fugla og mála þá. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum. Hér erum við að tala um Úlfar Sveinbjörnsson, eða Úlla eins og hann er alltaf kallaður en hann er með fína aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann er meira og minna alla daga að tálga fugla, sem eru ótrúlega fallegir hjá honum. En hvaða við notar hann í fuglana? „Birki, nýfellt birki, blautt birki. Það er mjög gott að vinna úr því þegar það er blautt, þá tálgast það vel,” segir Úlli. Eftir að Úlli hefur tálgað fuglana þá er þeim skellt í örbylgjuofn í smá tíma til að þurrka viðinn og svo málar hann fuglabaog setur fæturna á þá,auk þess að bora fyrir augunum. Situr við þú við alla daga? „Já meira og minna flesta daga.” Og hvað ertu að hugsa þegar þú ert að vinna við þetta? „Hvað lífið er dásamlegt og að getað dundað við þetta í rólegheitum. Þetta gefur mér allt,” segir Úlli. Þrátt fyrir að Úlli sé orðin 85 ára þá segist hann ekkert vera skjálfhentur og hann hefur aldrei notað gleraugu. Hann segist hafa byrjað að tálga karlaeftir að hafa farið á sérstakt tálgunámskeið en svo sá hann að fuglarnir hentuðu sér miklu betur og hann hefur ekki sleppt þeim síðan. Úlli situr við meira og minna alla daga vikunnar og tálgar mismunandi tegundir af fuglum. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig veistu til dæmis hvað nefið á að vera langt á Hrossagauknum ? „Það er nú bara sirka, það er nú svolítið ýkt stundum, Hann er líka svo skemmtilegur fugl, hljóðin í honum á vorin þegar hann er að vakta kerlinguna,” segir Úlli. Og Úlli tálgar líka dúfur eins og ekkert sé enda margir hrifnir af þeim hjá honum og svo hefur hann verið að leika sér að útbúa allskonar skálar, sem eru virkilega fallegar hjá honum en þær eru úr birki og furu. uppáhaldi hjá honum. Bílskúrinn heima hjá Úlla á Selfossi er hans uppáhaldsstaður í húsinu hans. Hann segir að allir séu velkomnir að kíkja í heimsókn, það sé samt gott að hringja á undan sér. Hann er í símaskránni og á ja.isMagnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Handverk Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Hér erum við að tala um Úlfar Sveinbjörnsson, eða Úlla eins og hann er alltaf kallaður en hann er með fína aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann er meira og minna alla daga að tálga fugla, sem eru ótrúlega fallegir hjá honum. En hvaða við notar hann í fuglana? „Birki, nýfellt birki, blautt birki. Það er mjög gott að vinna úr því þegar það er blautt, þá tálgast það vel,” segir Úlli. Eftir að Úlli hefur tálgað fuglana þá er þeim skellt í örbylgjuofn í smá tíma til að þurrka viðinn og svo málar hann fuglabaog setur fæturna á þá,auk þess að bora fyrir augunum. Situr við þú við alla daga? „Já meira og minna flesta daga.” Og hvað ertu að hugsa þegar þú ert að vinna við þetta? „Hvað lífið er dásamlegt og að getað dundað við þetta í rólegheitum. Þetta gefur mér allt,” segir Úlli. Þrátt fyrir að Úlli sé orðin 85 ára þá segist hann ekkert vera skjálfhentur og hann hefur aldrei notað gleraugu. Hann segist hafa byrjað að tálga karlaeftir að hafa farið á sérstakt tálgunámskeið en svo sá hann að fuglarnir hentuðu sér miklu betur og hann hefur ekki sleppt þeim síðan. Úlli situr við meira og minna alla daga vikunnar og tálgar mismunandi tegundir af fuglum. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig veistu til dæmis hvað nefið á að vera langt á Hrossagauknum ? „Það er nú bara sirka, það er nú svolítið ýkt stundum, Hann er líka svo skemmtilegur fugl, hljóðin í honum á vorin þegar hann er að vakta kerlinguna,” segir Úlli. Og Úlli tálgar líka dúfur eins og ekkert sé enda margir hrifnir af þeim hjá honum og svo hefur hann verið að leika sér að útbúa allskonar skálar, sem eru virkilega fallegar hjá honum en þær eru úr birki og furu. uppáhaldi hjá honum. Bílskúrinn heima hjá Úlla á Selfossi er hans uppáhaldsstaður í húsinu hans. Hann segir að allir séu velkomnir að kíkja í heimsókn, það sé samt gott að hringja á undan sér. Hann er í símaskránni og á ja.isMagnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Handverk Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira