85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2025 20:04 Úlfar Sveinbjörnsson, 85 ára útskurðarmeistari á Selfossi með fugla, sem hann hefur tálgað og málað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íslenskt birki breytist í fallega fugla í höndum 85 ára útskurðarmeistara á Selfossi, sem veit ekkert skemmtilegra en að tálga fugla og mála þá. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum. Hér erum við að tala um Úlfar Sveinbjörnsson, eða Úlla eins og hann er alltaf kallaður en hann er með fína aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann er meira og minna alla daga að tálga fugla, sem eru ótrúlega fallegir hjá honum. En hvaða við notar hann í fuglana? „Birki, nýfellt birki, blautt birki. Það er mjög gott að vinna úr því þegar það er blautt, þá tálgast það vel,” segir Úlli. Eftir að Úlli hefur tálgað fuglana þá er þeim skellt í örbylgjuofn í smá tíma til að þurrka viðinn og svo málar hann fuglabaog setur fæturna á þá,auk þess að bora fyrir augunum. Situr við þú við alla daga? „Já meira og minna flesta daga.” Og hvað ertu að hugsa þegar þú ert að vinna við þetta? „Hvað lífið er dásamlegt og að getað dundað við þetta í rólegheitum. Þetta gefur mér allt,” segir Úlli. Þrátt fyrir að Úlli sé orðin 85 ára þá segist hann ekkert vera skjálfhentur og hann hefur aldrei notað gleraugu. Hann segist hafa byrjað að tálga karlaeftir að hafa farið á sérstakt tálgunámskeið en svo sá hann að fuglarnir hentuðu sér miklu betur og hann hefur ekki sleppt þeim síðan. Úlli situr við meira og minna alla daga vikunnar og tálgar mismunandi tegundir af fuglum. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig veistu til dæmis hvað nefið á að vera langt á Hrossagauknum ? „Það er nú bara sirka, það er nú svolítið ýkt stundum, Hann er líka svo skemmtilegur fugl, hljóðin í honum á vorin þegar hann er að vakta kerlinguna,” segir Úlli. Og Úlli tálgar líka dúfur eins og ekkert sé enda margir hrifnir af þeim hjá honum og svo hefur hann verið að leika sér að útbúa allskonar skálar, sem eru virkilega fallegar hjá honum en þær eru úr birki og furu. uppáhaldi hjá honum. Bílskúrinn heima hjá Úlla á Selfossi er hans uppáhaldsstaður í húsinu hans. Hann segir að allir séu velkomnir að kíkja í heimsókn, það sé samt gott að hringja á undan sér. Hann er í símaskránni og á ja.isMagnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Handverk Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Hér erum við að tala um Úlfar Sveinbjörnsson, eða Úlla eins og hann er alltaf kallaður en hann er með fína aðstöðu í bílskúrnum heima hjá sér í Baugstjörninni á Selfossi þar sem hann er meira og minna alla daga að tálga fugla, sem eru ótrúlega fallegir hjá honum. En hvaða við notar hann í fuglana? „Birki, nýfellt birki, blautt birki. Það er mjög gott að vinna úr því þegar það er blautt, þá tálgast það vel,” segir Úlli. Eftir að Úlli hefur tálgað fuglana þá er þeim skellt í örbylgjuofn í smá tíma til að þurrka viðinn og svo málar hann fuglabaog setur fæturna á þá,auk þess að bora fyrir augunum. Situr við þú við alla daga? „Já meira og minna flesta daga.” Og hvað ertu að hugsa þegar þú ert að vinna við þetta? „Hvað lífið er dásamlegt og að getað dundað við þetta í rólegheitum. Þetta gefur mér allt,” segir Úlli. Þrátt fyrir að Úlli sé orðin 85 ára þá segist hann ekkert vera skjálfhentur og hann hefur aldrei notað gleraugu. Hann segist hafa byrjað að tálga karlaeftir að hafa farið á sérstakt tálgunámskeið en svo sá hann að fuglarnir hentuðu sér miklu betur og hann hefur ekki sleppt þeim síðan. Úlli situr við meira og minna alla daga vikunnar og tálgar mismunandi tegundir af fuglum. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvernig veistu til dæmis hvað nefið á að vera langt á Hrossagauknum ? „Það er nú bara sirka, það er nú svolítið ýkt stundum, Hann er líka svo skemmtilegur fugl, hljóðin í honum á vorin þegar hann er að vakta kerlinguna,” segir Úlli. Og Úlli tálgar líka dúfur eins og ekkert sé enda margir hrifnir af þeim hjá honum og svo hefur hann verið að leika sér að útbúa allskonar skálar, sem eru virkilega fallegar hjá honum en þær eru úr birki og furu. uppáhaldi hjá honum. Bílskúrinn heima hjá Úlla á Selfossi er hans uppáhaldsstaður í húsinu hans. Hann segir að allir séu velkomnir að kíkja í heimsókn, það sé samt gott að hringja á undan sér. Hann er í símaskránni og á ja.isMagnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Handverk Skógrækt og landgræðsla Eldri borgarar Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira