Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Lovísa Arnardóttir skrifar 10. janúar 2025 08:41 Áslaug Arna hefur sagt að hún hafi áhuga á því að bjóða sig fram til formanns. Hún hefur þó ekki gefið neitt út um það hvort það verði að veruleika. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að framtíð forystu Sjálfstæðisflokksins verði ekki slegið á frest. Hún segir mikilvægt að Sjálfstæðismenn taki höndum saman og vinni „farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins“. Þetta segir Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í grein sinni segir Áslaug Arna eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvernig forysta flokksins verður skipuð þegar Bjarni Benediktsson, núverandi formaður, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur flokksins fer fram í febrúar að öllum líkindum. Einhverjir hafa lagt til að honum verði frestað en það hefur ekki verið gert. Þó nokkrir hafa verið orðaðir við formannshlutverkið. Margir í þingflokki flokksins eins og Áslaug sjálf en líka Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þá hafa einnig verið nefndir til leiks sveitarstjórnarfulltrúarr eins og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Auk þeirra hafa aðrir verið nefndir sem skipa ekkert hlutverk í dag á vegum flokksins eins og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS, Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu og Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri fasteignafélagsins Heima. Skemmtilegur samkvæmisleikur „Og það er óneitanlega skemmtilegur samkvæmisleikur fyrir okkur öll að velta upp nöfnum og máta fólk við ákveðin hlutverk í öflugasta stjórnmálaflokki landsins. Þessi miklu tímamót í Sjálfstæðisflokknum verða hins vegar að snúast um meira en persónur og leikendur,“ segir Áslaug í grein sinni. Þannig þurfi þessi tímamót að snúast um framtíð flokksins, áskoranirnar fram undan og hvernig eigi að berjast fyrir hugsjónum og tryggja framgang þeirra. Hún segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að endurheimta trúverðugleika sinn „og verða aftur það forystuafl sem hann hefur alla tíð verið í íslensku samfélagi.“ Áslaug segir þá hagsæld sem fólk búi við hér byggjast fyrst og síðast á ákvörðunum Sjálfstæðisflokksins. Einhverjir segi að flokkurinn þurfi að „endurnýja eða endurhugsa vörumerki sitt“. Vitnar í Davíð Oddsson „Við sem höfum skipað okkur undir merki Sjálfstæðisflokksins höfum verið óhrædd við að mæta nýjum tímum, eiga hreinskiptin skoðanaskipti um menn og málefni. Og við vitum að stjórnmálaflokkur er mannanna verk, myndaður um sameiginlegar hugsjónir og stefnu.,“ segir Áslaug Arna og vísar svo í orð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns flokksins, en hann sagði árið 2004 í tilefni af 75 ára afmæli flokksins að stjórnmálaflokkur væri ekki „til fyrir sjálfan sig og ef hann höfðar ekki til fólksins í landinu á hann engan tilverurétt“. Áslaug segir að nú þegar styttist í að flokksmenn komi saman til landsfundar í febrúar sé áríðandi að skipað verði til verka og að þar verði mótuð stefna til framtíðar. „Tilvera Sjálfstæðisflokksins byggist á grundvallarstefi hans um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og nú ríður á að við blásum nýjum glæðum í þær klassísku hugmyndir. Sláum ekki framtíðinni á frest. Tökum höndum saman og vinnum farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins,“ segir Áslaug að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Sjá meira
Í grein sinni segir Áslaug Arna eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvernig forysta flokksins verður skipuð þegar Bjarni Benediktsson, núverandi formaður, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur flokksins fer fram í febrúar að öllum líkindum. Einhverjir hafa lagt til að honum verði frestað en það hefur ekki verið gert. Þó nokkrir hafa verið orðaðir við formannshlutverkið. Margir í þingflokki flokksins eins og Áslaug sjálf en líka Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þá hafa einnig verið nefndir til leiks sveitarstjórnarfulltrúarr eins og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Auk þeirra hafa aðrir verið nefndir sem skipa ekkert hlutverk í dag á vegum flokksins eins og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS, Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu og Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri fasteignafélagsins Heima. Skemmtilegur samkvæmisleikur „Og það er óneitanlega skemmtilegur samkvæmisleikur fyrir okkur öll að velta upp nöfnum og máta fólk við ákveðin hlutverk í öflugasta stjórnmálaflokki landsins. Þessi miklu tímamót í Sjálfstæðisflokknum verða hins vegar að snúast um meira en persónur og leikendur,“ segir Áslaug í grein sinni. Þannig þurfi þessi tímamót að snúast um framtíð flokksins, áskoranirnar fram undan og hvernig eigi að berjast fyrir hugsjónum og tryggja framgang þeirra. Hún segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að endurheimta trúverðugleika sinn „og verða aftur það forystuafl sem hann hefur alla tíð verið í íslensku samfélagi.“ Áslaug segir þá hagsæld sem fólk búi við hér byggjast fyrst og síðast á ákvörðunum Sjálfstæðisflokksins. Einhverjir segi að flokkurinn þurfi að „endurnýja eða endurhugsa vörumerki sitt“. Vitnar í Davíð Oddsson „Við sem höfum skipað okkur undir merki Sjálfstæðisflokksins höfum verið óhrædd við að mæta nýjum tímum, eiga hreinskiptin skoðanaskipti um menn og málefni. Og við vitum að stjórnmálaflokkur er mannanna verk, myndaður um sameiginlegar hugsjónir og stefnu.,“ segir Áslaug Arna og vísar svo í orð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns flokksins, en hann sagði árið 2004 í tilefni af 75 ára afmæli flokksins að stjórnmálaflokkur væri ekki „til fyrir sjálfan sig og ef hann höfðar ekki til fólksins í landinu á hann engan tilverurétt“. Áslaug segir að nú þegar styttist í að flokksmenn komi saman til landsfundar í febrúar sé áríðandi að skipað verði til verka og að þar verði mótuð stefna til framtíðar. „Tilvera Sjálfstæðisflokksins byggist á grundvallarstefi hans um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og nú ríður á að við blásum nýjum glæðum í þær klassísku hugmyndir. Sláum ekki framtíðinni á frest. Tökum höndum saman og vinnum farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins,“ segir Áslaug að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Sjá meira