Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Lovísa Arnardóttir skrifar 10. janúar 2025 08:41 Áslaug Arna hefur sagt að hún hafi áhuga á því að bjóða sig fram til formanns. Hún hefur þó ekki gefið neitt út um það hvort það verði að veruleika. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að framtíð forystu Sjálfstæðisflokksins verði ekki slegið á frest. Hún segir mikilvægt að Sjálfstæðismenn taki höndum saman og vinni „farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins“. Þetta segir Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Í grein sinni segir Áslaug Arna eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvernig forysta flokksins verður skipuð þegar Bjarni Benediktsson, núverandi formaður, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur flokksins fer fram í febrúar að öllum líkindum. Einhverjir hafa lagt til að honum verði frestað en það hefur ekki verið gert. Þó nokkrir hafa verið orðaðir við formannshlutverkið. Margir í þingflokki flokksins eins og Áslaug sjálf en líka Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þá hafa einnig verið nefndir til leiks sveitarstjórnarfulltrúarr eins og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Auk þeirra hafa aðrir verið nefndir sem skipa ekkert hlutverk í dag á vegum flokksins eins og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS, Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu og Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri fasteignafélagsins Heima. Skemmtilegur samkvæmisleikur „Og það er óneitanlega skemmtilegur samkvæmisleikur fyrir okkur öll að velta upp nöfnum og máta fólk við ákveðin hlutverk í öflugasta stjórnmálaflokki landsins. Þessi miklu tímamót í Sjálfstæðisflokknum verða hins vegar að snúast um meira en persónur og leikendur,“ segir Áslaug í grein sinni. Þannig þurfi þessi tímamót að snúast um framtíð flokksins, áskoranirnar fram undan og hvernig eigi að berjast fyrir hugsjónum og tryggja framgang þeirra. Hún segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að endurheimta trúverðugleika sinn „og verða aftur það forystuafl sem hann hefur alla tíð verið í íslensku samfélagi.“ Áslaug segir þá hagsæld sem fólk búi við hér byggjast fyrst og síðast á ákvörðunum Sjálfstæðisflokksins. Einhverjir segi að flokkurinn þurfi að „endurnýja eða endurhugsa vörumerki sitt“. Vitnar í Davíð Oddsson „Við sem höfum skipað okkur undir merki Sjálfstæðisflokksins höfum verið óhrædd við að mæta nýjum tímum, eiga hreinskiptin skoðanaskipti um menn og málefni. Og við vitum að stjórnmálaflokkur er mannanna verk, myndaður um sameiginlegar hugsjónir og stefnu.,“ segir Áslaug Arna og vísar svo í orð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns flokksins, en hann sagði árið 2004 í tilefni af 75 ára afmæli flokksins að stjórnmálaflokkur væri ekki „til fyrir sjálfan sig og ef hann höfðar ekki til fólksins í landinu á hann engan tilverurétt“. Áslaug segir að nú þegar styttist í að flokksmenn komi saman til landsfundar í febrúar sé áríðandi að skipað verði til verka og að þar verði mótuð stefna til framtíðar. „Tilvera Sjálfstæðisflokksins byggist á grundvallarstefi hans um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og nú ríður á að við blásum nýjum glæðum í þær klassísku hugmyndir. Sláum ekki framtíðinni á frest. Tökum höndum saman og vinnum farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins,“ segir Áslaug að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Í grein sinni segir Áslaug Arna eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvernig forysta flokksins verður skipuð þegar Bjarni Benediktsson, núverandi formaður, hefur tilkynnt að hann ætli ekki að sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur flokksins fer fram í febrúar að öllum líkindum. Einhverjir hafa lagt til að honum verði frestað en það hefur ekki verið gert. Þó nokkrir hafa verið orðaðir við formannshlutverkið. Margir í þingflokki flokksins eins og Áslaug sjálf en líka Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Guðrún Hafsteinsdóttir. Þá hafa einnig verið nefndir til leiks sveitarstjórnarfulltrúarr eins og Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi og Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi. Auk þeirra hafa aðrir verið nefndir sem skipa ekkert hlutverk í dag á vegum flokksins eins og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS, Stefán Einar Stefánsson blaðamaður á Morgunblaðinu og Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri fasteignafélagsins Heima. Skemmtilegur samkvæmisleikur „Og það er óneitanlega skemmtilegur samkvæmisleikur fyrir okkur öll að velta upp nöfnum og máta fólk við ákveðin hlutverk í öflugasta stjórnmálaflokki landsins. Þessi miklu tímamót í Sjálfstæðisflokknum verða hins vegar að snúast um meira en persónur og leikendur,“ segir Áslaug í grein sinni. Þannig þurfi þessi tímamót að snúast um framtíð flokksins, áskoranirnar fram undan og hvernig eigi að berjast fyrir hugsjónum og tryggja framgang þeirra. Hún segir ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að endurheimta trúverðugleika sinn „og verða aftur það forystuafl sem hann hefur alla tíð verið í íslensku samfélagi.“ Áslaug segir þá hagsæld sem fólk búi við hér byggjast fyrst og síðast á ákvörðunum Sjálfstæðisflokksins. Einhverjir segi að flokkurinn þurfi að „endurnýja eða endurhugsa vörumerki sitt“. Vitnar í Davíð Oddsson „Við sem höfum skipað okkur undir merki Sjálfstæðisflokksins höfum verið óhrædd við að mæta nýjum tímum, eiga hreinskiptin skoðanaskipti um menn og málefni. Og við vitum að stjórnmálaflokkur er mannanna verk, myndaður um sameiginlegar hugsjónir og stefnu.,“ segir Áslaug Arna og vísar svo í orð Davíðs Oddssonar, fyrrverandi formanns flokksins, en hann sagði árið 2004 í tilefni af 75 ára afmæli flokksins að stjórnmálaflokkur væri ekki „til fyrir sjálfan sig og ef hann höfðar ekki til fólksins í landinu á hann engan tilverurétt“. Áslaug segir að nú þegar styttist í að flokksmenn komi saman til landsfundar í febrúar sé áríðandi að skipað verði til verka og að þar verði mótuð stefna til framtíðar. „Tilvera Sjálfstæðisflokksins byggist á grundvallarstefi hans um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar og nú ríður á að við blásum nýjum glæðum í þær klassísku hugmyndir. Sláum ekki framtíðinni á frest. Tökum höndum saman og vinnum farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins,“ segir Áslaug að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira