Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. janúar 2025 15:47 Aðalsteinn hefur þá kenningu að stuðningur úr hópi Bjarna hafi minnkað á síðustu misserum, með þeim afleiðingum að Bjarni hafi farið að íhuga stöðu sína. vísir/vilhelm „Að hann geri þetta akkúrat núna, gefur þeim kenningum byr undir báða vængi, að hann hafi verið búinn að missa einhvern úr sínum kjarnastuðningshópi. Það fólk sem staðið hefur þéttast að baki honum, með honum í gegnum þessa mörgu storma, hafi verið búið að missa trúna.“ Þetta segir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni í Pallborðinu. Til umræðu var sú staða um sem upp er komin innan Sjálfstæðisflokksins eftir að Bjarni Benediktsson formaður sagði af sér formennsku í flokknum. Ásamt Aðalsteini veittu veittu álit sitt þau Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir annar tveggja umsjónarmanna Komið gott. „Það er búið að vera tilefni, pressa og talað um að hann þurfi að fara frá sem formaður í mörg ár. Hann hefur þrisvar fengið mótframboð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa áskorendur verið að fá, allt frá 30 prósentum upp í 45 prósent sem Hanna Birna fékk þegar hún skoraði hann á hólm.“ Það hafi því oft verið tilefni fyrir Bjarna til að íhuga stöðu sína en tímasetningin nú gefi tilefni til að ætla að stuðningur hafi minnkað úr hans kjarnahópi. Bjarni tvíeflist við mótvind Ragnhildur Alda kveðst vera með „leiðinlegra take“ um málið. Mikið hafi blásið á hann, vissulega, en Bjarni hafi einfaldlega viljað kalla þetta gott. „Bjarni tvíeflist bara við mótvind. Mér finnst þetta frekar bera þess merki að hann hafi ákveðið að nú væri kominn tími til að skipta um starfsvettvang. Hann getur átt mjög góðan tíma á öðrum starfsvettvangi,“ segir Ragnhildur Alda Ólöf Skaftadóttir segir ljóst að aðrir hafi farið að máta sig við formannsstól Bjarna. Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir.vísir/vilhelm „Þegar maður hugsar um hans arfleifð þá held ég að það hafi verið miklu meira hér að baki en bara að menn hafi skorað formann Sjálfstæðisflokksins á hólm. Það gerist bara reglulega, það hafa margir áhuga á þessum stól. En við getum bara verið jákvæð á þessu ári og kallað hann samningamaður áratugarins. Hann hefur verið í ríkisstjórn samfleytt frá árinu 2013, í ólíkum stjórnarmynstrum, er hann ekki bara saddur af þessum ferli?,“ spyr Ólöf. Gísli Freyr segir að þrátt fyrir mótvindinn, þar á meðal innan úr flokknum, hafi enginn augljós kandídat ýtt það mikið á hann að það væri verið að hrekja hann í burtu. „Hann fékk þessi mótframboð 2011 og 2022 sem voru erfið fyrir hann að takast á við. Hann hefur tekið nokkra slagi innnan flokksins.“ Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Þetta segir Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður á Heimildinni í Pallborðinu. Til umræðu var sú staða um sem upp er komin innan Sjálfstæðisflokksins eftir að Bjarni Benediktsson formaður sagði af sér formennsku í flokknum. Ásamt Aðalsteini veittu veittu álit sitt þau Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir annar tveggja umsjónarmanna Komið gott. „Það er búið að vera tilefni, pressa og talað um að hann þurfi að fara frá sem formaður í mörg ár. Hann hefur þrisvar fengið mótframboð á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar hafa áskorendur verið að fá, allt frá 30 prósentum upp í 45 prósent sem Hanna Birna fékk þegar hún skoraði hann á hólm.“ Það hafi því oft verið tilefni fyrir Bjarna til að íhuga stöðu sína en tímasetningin nú gefi tilefni til að ætla að stuðningur hafi minnkað úr hans kjarnahópi. Bjarni tvíeflist við mótvind Ragnhildur Alda kveðst vera með „leiðinlegra take“ um málið. Mikið hafi blásið á hann, vissulega, en Bjarni hafi einfaldlega viljað kalla þetta gott. „Bjarni tvíeflist bara við mótvind. Mér finnst þetta frekar bera þess merki að hann hafi ákveðið að nú væri kominn tími til að skipta um starfsvettvang. Hann getur átt mjög góðan tíma á öðrum starfsvettvangi,“ segir Ragnhildur Alda Ólöf Skaftadóttir segir ljóst að aðrir hafi farið að máta sig við formannsstól Bjarna. Gísli Freyr Valdórsson umsjónarmaður Þjóðmála og Ólöf Skaftadóttir.vísir/vilhelm „Þegar maður hugsar um hans arfleifð þá held ég að það hafi verið miklu meira hér að baki en bara að menn hafi skorað formann Sjálfstæðisflokksins á hólm. Það gerist bara reglulega, það hafa margir áhuga á þessum stól. En við getum bara verið jákvæð á þessu ári og kallað hann samningamaður áratugarins. Hann hefur verið í ríkisstjórn samfleytt frá árinu 2013, í ólíkum stjórnarmynstrum, er hann ekki bara saddur af þessum ferli?,“ spyr Ólöf. Gísli Freyr segir að þrátt fyrir mótvindinn, þar á meðal innan úr flokknum, hafi enginn augljós kandídat ýtt það mikið á hann að það væri verið að hrekja hann í burtu. „Hann fékk þessi mótframboð 2011 og 2022 sem voru erfið fyrir hann að takast á við. Hann hefur tekið nokkra slagi innnan flokksins.“
Sjálfstæðisflokkurinn Pallborðið Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira