Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2025 20:03 Það er eðlilegt að sakna ástvinanna sem haldnir eru aftur út eftir jólafrí. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi ráðleggur fólki að reyna að njóta núlíðandi stundar. Það sé eðlilegt að fyllast aðskilnaðarkvíða þegar ástvinir séu kvaddir eftir gott jólafrí. Sumir finni fyrir kvíðanum allan tímann á meðan ástvinurinn er á landinu. „Söknuður er góð tilfinning því það þýðir bara að þú elskar. Það er það dýrmætasta sem við eigum þegar uppi er staðið og við getum ekki keypt það, við getum ekki leigt það, fengið það lánað. Við getum bara gefið það og þegið,“ segir Theodór Francis. Hann segir að það sé algengt að fólk fyllist aðskilnaðarkvíða um leið og ástvinurinn er mættur til landsins í fríið. Það sé mjög algengt og geti líka átt við um ástvininn sem kominn sé til Íslands og þurfi að tikka í box og hitta alla helstu ættingjana, vini og vandamenn. „Það er nú algengt að hverjum og einum af þessum einstaklingum finnist þeir fá svolítið lítið af þeim sem þeir elska. Það sem er jákvætt í því er að við eigum einhvern til þess að elska og að við eigum einhvern sem okkur hlakkar til að hitta og að við eigum einhvern sem við kvíðum svo fyrir að fari svo aftur í burtu. Það er ótrúlega stór gjöf.“ Erfiður tími fyrir marga Theodór segir að sá tími sem framundan sé, nú þegar tekið er að birta, sé erfiður fyrir marga. Ekki síst eftir gott jólafrí þar sem ástvinir hafi mögulega komið í heimsókn. „Janúar, febrúar, mars eru bara oft mjög erfiðir veðurfarslega séð hér og þá getur verið erfitt ef sólargeislinn er allt í einu floginn,“ segir Theodór. Hann segir tímamótin nú í janúar góða áminningu um það sem mestu máli skiptir í lífinu, það sé fólkið í lífum okkar. „Eitt erfiðasta tímabil fyrir marga þunglynda hér á Íslandi er ekki haustið þegar fer að dimma heldur vorið þegar fer að birta, því þá er svo stutt í að það fari að dimma aftur. Þetta er algengur kvíði. Og það kemur líka inn í það, við erum svolítið lítið upptekin af því að vera bara í því mómenti sem við höfum núna. Annað hvort erum við að kvíða því sem á eftir að gerast eða enn að bíta úr nálinni með það sem er búið að gerast.“ Þetta sé ágætis áminning um að lifa í núinu. „Um það að þetta móment akkúrat núna, andartakið hér, er það sem við ráðum yfir,“ segir Theodór sem bætir við dæmi úr eigin lífi. „Ég er með fullskipulagðan dag. Fer héðan og hitti mitt fyrsta par klukkan níu og verð svo bara að vinna í dag. Ég veit ekkert hvort það gengur eftir eða ekki en það er áætlunin sem ég hef. Svo það sem ég get núna er að njóta þess að vera hérna með ykkur, fá að koma hingað til ykkur, hitt ykkur og fá mér hér gott kaffi og geta svo montað mig við mömmu að ég hafi verið í útvarpinu.“ Ástin og lífið Áramót Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Cecilie tekur við af Auði Menning Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira
„Söknuður er góð tilfinning því það þýðir bara að þú elskar. Það er það dýrmætasta sem við eigum þegar uppi er staðið og við getum ekki keypt það, við getum ekki leigt það, fengið það lánað. Við getum bara gefið það og þegið,“ segir Theodór Francis. Hann segir að það sé algengt að fólk fyllist aðskilnaðarkvíða um leið og ástvinurinn er mættur til landsins í fríið. Það sé mjög algengt og geti líka átt við um ástvininn sem kominn sé til Íslands og þurfi að tikka í box og hitta alla helstu ættingjana, vini og vandamenn. „Það er nú algengt að hverjum og einum af þessum einstaklingum finnist þeir fá svolítið lítið af þeim sem þeir elska. Það sem er jákvætt í því er að við eigum einhvern til þess að elska og að við eigum einhvern sem okkur hlakkar til að hitta og að við eigum einhvern sem við kvíðum svo fyrir að fari svo aftur í burtu. Það er ótrúlega stór gjöf.“ Erfiður tími fyrir marga Theodór segir að sá tími sem framundan sé, nú þegar tekið er að birta, sé erfiður fyrir marga. Ekki síst eftir gott jólafrí þar sem ástvinir hafi mögulega komið í heimsókn. „Janúar, febrúar, mars eru bara oft mjög erfiðir veðurfarslega séð hér og þá getur verið erfitt ef sólargeislinn er allt í einu floginn,“ segir Theodór. Hann segir tímamótin nú í janúar góða áminningu um það sem mestu máli skiptir í lífinu, það sé fólkið í lífum okkar. „Eitt erfiðasta tímabil fyrir marga þunglynda hér á Íslandi er ekki haustið þegar fer að dimma heldur vorið þegar fer að birta, því þá er svo stutt í að það fari að dimma aftur. Þetta er algengur kvíði. Og það kemur líka inn í það, við erum svolítið lítið upptekin af því að vera bara í því mómenti sem við höfum núna. Annað hvort erum við að kvíða því sem á eftir að gerast eða enn að bíta úr nálinni með það sem er búið að gerast.“ Þetta sé ágætis áminning um að lifa í núinu. „Um það að þetta móment akkúrat núna, andartakið hér, er það sem við ráðum yfir,“ segir Theodór sem bætir við dæmi úr eigin lífi. „Ég er með fullskipulagðan dag. Fer héðan og hitti mitt fyrsta par klukkan níu og verð svo bara að vinna í dag. Ég veit ekkert hvort það gengur eftir eða ekki en það er áætlunin sem ég hef. Svo það sem ég get núna er að njóta þess að vera hérna með ykkur, fá að koma hingað til ykkur, hitt ykkur og fá mér hér gott kaffi og geta svo montað mig við mömmu að ég hafi verið í útvarpinu.“
Ástin og lífið Áramót Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Cecilie tekur við af Auði Menning Náðu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Bragðgott quesadilla á einni plötu Matur Fleiri fréttir Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Sjá meira