Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2025 09:02 Tvö tuttugu stykkja glös kosta 12.374 krónur. Til samanburðar kostaði þrjátíu stykkja glas af Amoxicillin Mylan 3.424 krónur samkvæmt lyfjaverðskránni fyrir desember. Vísir/Vilhelm Sýklalyf sem er það eina sinnar tegundar á markaði hækkaði tvöfalt í verði á milli mánaða. Skortur á stærri pakkningu lyfsins hefur þýtt að sjúklingar hafa þurft að greiða yfir tólf þúsund krónur fyrir sýklalyfjaskammtinn, um fjórfalt meira en áður. Verð á tuttugu stykkja pakningu af sýklalyfinu Amoxicillin Mylan hækkaði úr 3.002 krónum í 6.187 krónur frá desember til janúar samkvæmt lyfjaverðskrá Lyfjastofnunar. Sýklalyfið er meðal annars gefið við eyrnabólgu í börnum og ýmsum öndunarfærasýkingum. Virka efnið í Amoxicillin Mylan er amoxicillín en það er einnig að finna í öðrum breiðvirkari sýklalyfjum. Amoxicillin Mylan er eina lyfið á markaðnum sem inniheldur aðeins amoxicillín. Elínborg Kristjánsdóttir, lyfsali í apóteki Lyfju í Lágmúla, segir við Vísi að engin ódýrari samheitalyf séu því í boði skrifi læknir upp á amoxicillín. Þrjátíu stykkja pakkningar af Amoxicillin Mylan hafa ekki fengist frá því í seinni hluta desember. Í millitíðinni segir Elínborg að algengara hafi verið en ekki að afgreiða tvö glös af tuttugu stykkjum. Tvö tuttugu stykkja glös kosta 12.374 krónur. Til samanburðar kostaði þrjátíu stykkja glas af Amoxicillin Mylan 3.424 krónur samkvæmt lyfjaverðskránni fyrir desember. Þannig gæti sjúklingur mögulega þurft að greiða 261 prósent meira fyrir kúrinn nú en í desember. Sáu sér ekki fært annað en að hækka Kristín Birna Bragadóttir, deildarstjóri hjá Icepharma umboðsaðila sýkalyfsins á Íslandi, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að undanfarið hafi verið erfiðara að tryggja birgðir af almennum sýklalyfjum, það sé alheimsvandamál. Þá segir hún rétt að þrjátíu stykkja pakkning af Amoxicillin Mylan hafi farið í skort 20. desember síðastliðinn. Sú pakkning sé hins vegar væntanleg aftur í sölu um miðja næstu viku. Ástæðan fyrir þessum skorti hafi verið að sambærilegt lyf hafi farið í skort sem hafi haft áhrif á sölu Amoxicillin Mylan. Búist er við því að Amoxicillin Mylan fari aftur í sölu um miðja næstu viku. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Hún bendir á að Lyfjastofnun ákvarði hámarksverð heildsölu á ávísunarskyldum lyfjum hér á landi. Þá segir Kristín að Icepharma hafi séð sig knúið til að hækka innkaupsverðið upp í samþykkt heildsöluverð. Það útskýri verðhækkunina. „Innkaupsverð apóteka á Amoxicillin Mylan hefur hins vegar verið töluvert undir samþykktu hámarksheildsöluverði Lyfjastofnunar. Til að tryggja áframhaldandi framboð af Amoxicillin Mylan hér á landi sáum við ekki fært annað en að hækka innkaupsverð apóteka upp í samþykkt heildsöluverð Lyfjastofnunar sem skýrir hækkun í heildsöluverði lyfsins,“ segir í svari Kristínar. Svar Icepharma í heild sinni: Lyfjastofnun ákvarðar hámarksverð í heildsölu á ávísunarskyldum lyfjum hér á Íslandi. Lyfjastofnun byggir ákvarðanir um verðlagningu lyfja á hagkvæmum grunni sem ætlað er stuðla að jafnvægi milli lyfjaverðs og fullnægjandi framboðs af nauðsynlegum lyfjum, með hliðsjón að sérstöðu íslensks lyfjamarkaðar. Hámarksverð almennra lyfja í heildsölu er ákvarðað með hliðsjón af meðalverði lyfjanna í viðmiðunarlöndum sem eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland. Fyrir samheitalyf er reiknað út meðalheildsöluverð allra samheitalyfja í hverju landi fyrir sig og síðan tekið meðaltal landanna. Verð umsótts lyfs skal ekki vera hærra en meðalheildsöluverð samheitalyfja á markaði í viðmiðunarlöndunum þrátt fyrir að Ísland sé mun minni markaður en viðmiðunarlöndin. Eins og reglulega hefur komið fram í fjölmiðlum, hefur verið erfiðara að tryggja birgðir af almennum sýklalyfjum undanfarin misseri og er það alheimsvandamál. Innkaupsverð apóteka á Amoxicillin Mylan hefur hins vegar verið töluvert undir samþykktu hámarksheildsöluverði Lyfjastofnunar. Til að tryggja áframhaldandi framboð af Amoxicillin Mylan hér á landi sáum við ekki fært annað en að hækka innkaupsverð apóteka upp í samþykkt heildsöluverð Lyfjastofnunar sem skýrir hækkun í heildsöluverði lyfsins. Varðandi hækkun á smásöluverði þá er smásöluálagning apóteka fyrir lyf sem kosta á bilinu 0-4999 kr í heildsölu, 20% af heildsöluverði til viðbótar við þær 1181 kr sem apótek leggur á hvern pakka af seldu lyfi. Að auki bætist við 24% virðisaukaskattur. Ef við tökum sem dæmi Amoxicillin Mylan 30 stk sem hækkaði um 1870 kr í heildsölu frá desember til janúar, þá hækkaði smásöluverð um 2783 kr. Það er rétt að Amoxicillin Mylan 30 stk pakkning fór í skort þann 20. desember síðastliðinn og er væntanleg aftur í sölu um miðja næstu viku. Ástæða þess að lyfið fór í tímabundinn skort er að sambærilegt lyf fór í skort og hafði það áhrif á sölu Amoxicillin Mylan. Lyf Neytendur Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Verð á tuttugu stykkja pakningu af sýklalyfinu Amoxicillin Mylan hækkaði úr 3.002 krónum í 6.187 krónur frá desember til janúar samkvæmt lyfjaverðskrá Lyfjastofnunar. Sýklalyfið er meðal annars gefið við eyrnabólgu í börnum og ýmsum öndunarfærasýkingum. Virka efnið í Amoxicillin Mylan er amoxicillín en það er einnig að finna í öðrum breiðvirkari sýklalyfjum. Amoxicillin Mylan er eina lyfið á markaðnum sem inniheldur aðeins amoxicillín. Elínborg Kristjánsdóttir, lyfsali í apóteki Lyfju í Lágmúla, segir við Vísi að engin ódýrari samheitalyf séu því í boði skrifi læknir upp á amoxicillín. Þrjátíu stykkja pakkningar af Amoxicillin Mylan hafa ekki fengist frá því í seinni hluta desember. Í millitíðinni segir Elínborg að algengara hafi verið en ekki að afgreiða tvö glös af tuttugu stykkjum. Tvö tuttugu stykkja glös kosta 12.374 krónur. Til samanburðar kostaði þrjátíu stykkja glas af Amoxicillin Mylan 3.424 krónur samkvæmt lyfjaverðskránni fyrir desember. Þannig gæti sjúklingur mögulega þurft að greiða 261 prósent meira fyrir kúrinn nú en í desember. Sáu sér ekki fært annað en að hækka Kristín Birna Bragadóttir, deildarstjóri hjá Icepharma umboðsaðila sýkalyfsins á Íslandi, segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að undanfarið hafi verið erfiðara að tryggja birgðir af almennum sýklalyfjum, það sé alheimsvandamál. Þá segir hún rétt að þrjátíu stykkja pakkning af Amoxicillin Mylan hafi farið í skort 20. desember síðastliðinn. Sú pakkning sé hins vegar væntanleg aftur í sölu um miðja næstu viku. Ástæðan fyrir þessum skorti hafi verið að sambærilegt lyf hafi farið í skort sem hafi haft áhrif á sölu Amoxicillin Mylan. Búist er við því að Amoxicillin Mylan fari aftur í sölu um miðja næstu viku. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Hún bendir á að Lyfjastofnun ákvarði hámarksverð heildsölu á ávísunarskyldum lyfjum hér á landi. Þá segir Kristín að Icepharma hafi séð sig knúið til að hækka innkaupsverðið upp í samþykkt heildsöluverð. Það útskýri verðhækkunina. „Innkaupsverð apóteka á Amoxicillin Mylan hefur hins vegar verið töluvert undir samþykktu hámarksheildsöluverði Lyfjastofnunar. Til að tryggja áframhaldandi framboð af Amoxicillin Mylan hér á landi sáum við ekki fært annað en að hækka innkaupsverð apóteka upp í samþykkt heildsöluverð Lyfjastofnunar sem skýrir hækkun í heildsöluverði lyfsins,“ segir í svari Kristínar. Svar Icepharma í heild sinni: Lyfjastofnun ákvarðar hámarksverð í heildsölu á ávísunarskyldum lyfjum hér á Íslandi. Lyfjastofnun byggir ákvarðanir um verðlagningu lyfja á hagkvæmum grunni sem ætlað er stuðla að jafnvægi milli lyfjaverðs og fullnægjandi framboðs af nauðsynlegum lyfjum, með hliðsjón að sérstöðu íslensks lyfjamarkaðar. Hámarksverð almennra lyfja í heildsölu er ákvarðað með hliðsjón af meðalverði lyfjanna í viðmiðunarlöndum sem eru Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland. Fyrir samheitalyf er reiknað út meðalheildsöluverð allra samheitalyfja í hverju landi fyrir sig og síðan tekið meðaltal landanna. Verð umsótts lyfs skal ekki vera hærra en meðalheildsöluverð samheitalyfja á markaði í viðmiðunarlöndunum þrátt fyrir að Ísland sé mun minni markaður en viðmiðunarlöndin. Eins og reglulega hefur komið fram í fjölmiðlum, hefur verið erfiðara að tryggja birgðir af almennum sýklalyfjum undanfarin misseri og er það alheimsvandamál. Innkaupsverð apóteka á Amoxicillin Mylan hefur hins vegar verið töluvert undir samþykktu hámarksheildsöluverði Lyfjastofnunar. Til að tryggja áframhaldandi framboð af Amoxicillin Mylan hér á landi sáum við ekki fært annað en að hækka innkaupsverð apóteka upp í samþykkt heildsöluverð Lyfjastofnunar sem skýrir hækkun í heildsöluverði lyfsins. Varðandi hækkun á smásöluverði þá er smásöluálagning apóteka fyrir lyf sem kosta á bilinu 0-4999 kr í heildsölu, 20% af heildsöluverði til viðbótar við þær 1181 kr sem apótek leggur á hvern pakka af seldu lyfi. Að auki bætist við 24% virðisaukaskattur. Ef við tökum sem dæmi Amoxicillin Mylan 30 stk sem hækkaði um 1870 kr í heildsölu frá desember til janúar, þá hækkaði smásöluverð um 2783 kr. Það er rétt að Amoxicillin Mylan 30 stk pakkning fór í skort þann 20. desember síðastliðinn og er væntanleg aftur í sölu um miðja næstu viku. Ástæða þess að lyfið fór í tímabundinn skort er að sambærilegt lyf fór í skort og hafði það áhrif á sölu Amoxicillin Mylan.
Lyf Neytendur Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent