Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. janúar 2025 13:07 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mætir til fundar við ríkisstjórnina á Þingvöllum í morgun. Vísir/RAX Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði formenn ríkisstjórnaflokkanna loðna í svörum um stjórnarskrárákvæði um gjald af nýtingu auðlinda í þjóðareign. Hann segir nýja ríkisstjórn ósamstíga í málaflokknum. Formenn stjórnarflokkana hafi verið andvígir frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign vegna þess það hafi ekki kveðið á um að allir samningar sem gerðir verði væru tímabundnir. Tekið er sérstaklega fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar að hún hyggist koma slíku ákvæði í stjórnarskrána með eftirfarandi orðalagi: „Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.“ Formennirnir tókust á um sjávarútvegsmálin í Kryddsíld. „Ef þetta er nýja stefnan þá þarf að semja nýtt sjávarútvegiskerfi,“ sagði Bjarni. Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sagði hins vegar kýrskýrt að ríkisstjórnin ætli ekki að hrófla við kvótakerfinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um kvótamálin í Kryddsíld.Vísir/hulda Margrét „Svaraðu spurningunni. Verður stjórnarskráratkvæðið með skilyrði um að ríkið geri aldrei samninga um aðgang að auðlindum í sameiginlegri eigu nema samningarnir verði tímabundnir? Þetta er ástæðan fyrir því að þið vilduð ekki ákvæðið hennar Katrínar,“ spurði Bjarni þá. Bjarni krefur ríkisstjórn um svör Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði nýja ríkisstjórn þurfa tíma til að koma sér fyrir í sínum ráðuneytum. Sjávarútvegsmálin hafi þó verið rædd í þaula formannanna á milli þó ekki séu tekin fram smáatriði um orðalag auðlindaákvæðis í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Liggur ekki alveg fyrir að það eigi eftir að koma þingmálaskrá, alveg eins og formaður Framsóknar segir? Viljiði ekki bara hleypa okkur af stað? Það verður nægur tími fyrir svona gagnrýni og við hræðumst hana ekki,“ sagði Kristrún. „Það er munur á því að vera með þrjá formenn saman sem eru með sameiginlegt traust sín á milli og vita að það þarf ekki að skrifa allt niður í minnstu smáatriði til að binda allt niður,“ sagði hún. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson gaf ekki mikið fyrir svör Kristrúnar og Þorgerðar Katrínar og krafði þau enn og aftur um svör varðandi orðalag ákvæðisins. Formenn stjórnarflokkanna hafi lagst á móti frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna þess að það hafi skort skýrt ákvæði um stjórnarskrárbindingu tímabundinna samninga. „Ég lýsti yfir stuðningi við það ákvæði. Þau voru á móti því ákvæði af því að það stóð ekki í ákvæðinu að það þyrfti að gera tímabundinn samning alltaf. Þá segja þau: „Við ætlum að koma með ákvæði!“ Ég spyr bara þessarar spurningar: Mun vera gerður áskilnaður um tímabundna samninga? Og þau geta ekki svarað því,“ sagði Bjarni. „Allt einhverjir frasar“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði þá ósamræmis hafa gætt í málflutningi ríkisstjórnarinnar. Þorgerður Katrín segi að ekki verði hróflað við kvótakerfinu en Inga Sæland og Kristrún boði stórtækar breytingar. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét „Við skulum aðeins koma okkur niður á jörðina og átta okkur á hvað við erum að tala hérna um. Þessi ríkisstjórn er búin að sameinast um það að til dæmis hækka veiðigjöld í sjávarútvegi, koma á auðlindagjöldum sem snúa að feðraþjónustu, fara í sanngjarnari dreifingu á orkunni og gjöldum sem mögulega er hægt að taka af því þannig að það verði ákveðin hvati í nærsamfélögum til að fá orku til sín,“ svaraði Kristrún honum. „Þetta eru allt einhverjir frasar. Hver styður ósanngjörn veiðigjöld?“ spurði Sigmundur þá. „Auðlindarentan hefur verið metin á 50, 60, 70 milljarða í sjávarútvegi. Í fyrra voru veiðigjöld tekin sem hljóma upp á tíu milljónir. Það liggur alveg fyrir að það er vilji í samfélaginu til þess að ákveðnar auðlindagreinar greiði hluta af rentunni til baka. Þetta snýst ekki um að refsa einum né neinum. Það eru réttindi og skyldur sem felast í að búa í samfélagi,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Hér að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni. Kryddsíld Sjávarútvegur Stjórnarskrá Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira
Formenn stjórnarflokkana hafi verið andvígir frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur um ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign vegna þess það hafi ekki kveðið á um að allir samningar sem gerðir verði væru tímabundnir. Tekið er sérstaklega fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar að hún hyggist koma slíku ákvæði í stjórnarskrána með eftirfarandi orðalagi: „Ríkisstjórnin mun hafa forgöngu um að samþykkt verði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir í þjóðareign.“ Formennirnir tókust á um sjávarútvegsmálin í Kryddsíld. „Ef þetta er nýja stefnan þá þarf að semja nýtt sjávarútvegiskerfi,“ sagði Bjarni. Þorgerður Katrín utanríkisráðherra sagði hins vegar kýrskýrt að ríkisstjórnin ætli ekki að hrófla við kvótakerfinu. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra og Bjarni Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins tókust á um kvótamálin í Kryddsíld.Vísir/hulda Margrét „Svaraðu spurningunni. Verður stjórnarskráratkvæðið með skilyrði um að ríkið geri aldrei samninga um aðgang að auðlindum í sameiginlegri eigu nema samningarnir verði tímabundnir? Þetta er ástæðan fyrir því að þið vilduð ekki ákvæðið hennar Katrínar,“ spurði Bjarni þá. Bjarni krefur ríkisstjórn um svör Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði nýja ríkisstjórn þurfa tíma til að koma sér fyrir í sínum ráðuneytum. Sjávarútvegsmálin hafi þó verið rædd í þaula formannanna á milli þó ekki séu tekin fram smáatriði um orðalag auðlindaákvæðis í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Liggur ekki alveg fyrir að það eigi eftir að koma þingmálaskrá, alveg eins og formaður Framsóknar segir? Viljiði ekki bara hleypa okkur af stað? Það verður nægur tími fyrir svona gagnrýni og við hræðumst hana ekki,“ sagði Kristrún. „Það er munur á því að vera með þrjá formenn saman sem eru með sameiginlegt traust sín á milli og vita að það þarf ekki að skrifa allt niður í minnstu smáatriði til að binda allt niður,“ sagði hún. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Benediktsson gaf ekki mikið fyrir svör Kristrúnar og Þorgerðar Katrínar og krafði þau enn og aftur um svör varðandi orðalag ákvæðisins. Formenn stjórnarflokkanna hafi lagst á móti frumvarpi Katrínar Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, vegna þess að það hafi skort skýrt ákvæði um stjórnarskrárbindingu tímabundinna samninga. „Ég lýsti yfir stuðningi við það ákvæði. Þau voru á móti því ákvæði af því að það stóð ekki í ákvæðinu að það þyrfti að gera tímabundinn samning alltaf. Þá segja þau: „Við ætlum að koma með ákvæði!“ Ég spyr bara þessarar spurningar: Mun vera gerður áskilnaður um tímabundna samninga? Og þau geta ekki svarað því,“ sagði Bjarni. „Allt einhverjir frasar“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins sagði þá ósamræmis hafa gætt í málflutningi ríkisstjórnarinnar. Þorgerður Katrín segi að ekki verði hróflað við kvótakerfinu en Inga Sæland og Kristrún boði stórtækar breytingar. Kryddsíld 2024.Vísir/Hulda Margrét „Við skulum aðeins koma okkur niður á jörðina og átta okkur á hvað við erum að tala hérna um. Þessi ríkisstjórn er búin að sameinast um það að til dæmis hækka veiðigjöld í sjávarútvegi, koma á auðlindagjöldum sem snúa að feðraþjónustu, fara í sanngjarnari dreifingu á orkunni og gjöldum sem mögulega er hægt að taka af því þannig að það verði ákveðin hvati í nærsamfélögum til að fá orku til sín,“ svaraði Kristrún honum. „Þetta eru allt einhverjir frasar. Hver styður ósanngjörn veiðigjöld?“ spurði Sigmundur þá. „Auðlindarentan hefur verið metin á 50, 60, 70 milljarða í sjávarútvegi. Í fyrra voru veiðigjöld tekin sem hljóma upp á tíu milljónir. Það liggur alveg fyrir að það er vilji í samfélaginu til þess að ákveðnar auðlindagreinar greiði hluta af rentunni til baka. Þetta snýst ekki um að refsa einum né neinum. Það eru réttindi og skyldur sem felast í að búa í samfélagi,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Hér að neðan má sjá Kryddsíld í heild sinni.
Kryddsíld Sjávarútvegur Stjórnarskrá Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Fleiri fréttir Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Sjá meira