Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2025 12:11 Ísland sótti um aðild að ESB árið 2009 og hófust viðræður um ári síðar. Í mars 2015 óskuðu íslensk stjórnvöld eftir því að Ísland yrði ekki lengur talið í hóp umsóknarríkja og lauk þá viðræðum. Getty Fleiri eru andvígir aðild að Evrópusambandinu en hlynntir samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Meirihluti vill þó að þjóðin fái að ganga til atkvæðagreiðslu um málið. Könnunina framkvæmdi Maskína fyrir fréttastofu og eru svör nokkuð á reiki. 42,7 prósent svarenda segjast andvígir aðild að ESB. Tæp 38 prósent eru hlynnt og 19,8 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg. Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir. Þegar fólk er spurt hvort það myndi greiða atkvæði með eða á móti því að Íslandi taki aftur upp aðildarviðræður við sambandið eru niðurstöður aðrar.Vísir/Maskína Þegar fólk er spurt um afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við sambandið segjast 57,8 prósent hlynntir en 25 prósent andvígir. Og ef slík atkvæðagreiðsla færi fram myndu tæp 51 prósent greiða atkvæði með upptöku viðræðna en tæp 50 prósent á móti. Jón Steindór Valdimarsson er formaður Evrópuhreyfingarinnar.Viðreisn Staðan hnífjöfn Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og nýr aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra segir niðurstöðurnar sýna afgerandi afstöðu fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Síðan virðist það algjörlega vera hnífjafnt hvernig menn ætla síðan að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þannig þetta sýnir í fyrsta lagi finnst mér að það er mikill áhugi fyrir því að halda þessa atkvæðagreiðslu og það er alveg í járnum eins og staðan er í dag, en það hefur nótabene ekki mikið farið fram á þessu stigi máls eðlilega, en þá getur þetta farið á hvorn veginn sem er.“ Andvígir vilji greiða atkvæði um málið „Þetta sýnir okkur líka að þeir sem eru andvígir vilja líka kjósa. Því þessu hefur stundum verið stillt þannig upp að það séu bara þeir sem eru hlynntir aðild sem vilja þessa kosningu en svo er greinilega alls ekki.“ Skoðanakannanir Evrópusambandið Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Könnunina framkvæmdi Maskína fyrir fréttastofu og eru svör nokkuð á reiki. 42,7 prósent svarenda segjast andvígir aðild að ESB. Tæp 38 prósent eru hlynnt og 19,8 prósent í meðallagi hlynnt eða andvíg. Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir. Þegar fólk er spurt hvort það myndi greiða atkvæði með eða á móti því að Íslandi taki aftur upp aðildarviðræður við sambandið eru niðurstöður aðrar.Vísir/Maskína Þegar fólk er spurt um afstöðu til þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við sambandið segjast 57,8 prósent hlynntir en 25 prósent andvígir. Og ef slík atkvæðagreiðsla færi fram myndu tæp 51 prósent greiða atkvæði með upptöku viðræðna en tæp 50 prósent á móti. Jón Steindór Valdimarsson er formaður Evrópuhreyfingarinnar.Viðreisn Staðan hnífjöfn Jón Steindór Valdimarsson, formaður Evrópuhreyfingarinnar og nýr aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra segir niðurstöðurnar sýna afgerandi afstöðu fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Síðan virðist það algjörlega vera hnífjafnt hvernig menn ætla síðan að greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þannig þetta sýnir í fyrsta lagi finnst mér að það er mikill áhugi fyrir því að halda þessa atkvæðagreiðslu og það er alveg í járnum eins og staðan er í dag, en það hefur nótabene ekki mikið farið fram á þessu stigi máls eðlilega, en þá getur þetta farið á hvorn veginn sem er.“ Andvígir vilji greiða atkvæði um málið „Þetta sýnir okkur líka að þeir sem eru andvígir vilja líka kjósa. Því þessu hefur stundum verið stillt þannig upp að það séu bara þeir sem eru hlynntir aðild sem vilja þessa kosningu en svo er greinilega alls ekki.“
Skoðanakannanir Evrópusambandið Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira