Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2025 19:25 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Vilhelm Stýrivextir hér á landi gætu verið komnir niður í 6,5 prósent fyrir lok ársins 2025. Þá er búið að skattleggja veip og nikótínpúða, auk þess sem virðisaukaskattur hefur aftur verið settur á hjól af ýmsum gerðum og verð á eldsneyti hækkar um sirka fimm prósent vegna gjaldahækkana. Þetta er meðal þess sem segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, nefnir varðandi helstu breytingarnar fyrir buddur Íslendinga á nýju ári. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann byrjaði á því að nefna að á nýju ári hækka ýmis opinber gjöld en að þessu sinni sé hækkunin í mörgum tilfellum mjög hófleg. Ákvörðun hafi verið tekin um að hækka útvarpsgjald (um 2,5 prósent í 21.400 krónur), gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, áfengisgjald og ýmis önnur slík fastagjöld. Jón Bjarki ræddi einnig fyrirhugaðar breytingar á eldsneytisgjaldi. Til hefur staðið að breyta því töluvert og að setja kílómetragjald á alla bíla, eins og rafmagnsbíla, og í staðinn lækka álögur á eldsneyti. Það náðist þó ekki fyrir stjórnarslit og kosningar. „Fyrir bragðið er verið að hækka svolítið gjöldin á bensín og dísel og sér í lagi kolefnisgjald, sem hækkar um alveg sextíu prósent. Það hljómar ekki vel en svo vill til að þetta gjald er ekkert svakalega hátt,“ sagði Jón Bjarki og benti á að þetta væri bara lítill hluti af allskonar álögum sem lagðar væru á eldsneyti, auk virðisaukaskatts. Jón Bjarki sagði að honum reiknaðist til að eldsneytisverð væri að fara að hækka um rúmar tíu krónur á lítra, vegna gjaldabreytinga. „Við erum að tala um kannski svona fimm prósenta hækkun á eldsneytinu, þegar þessu öllu er haldið til haga,“ sagði Jón Bjarki. Síðasta ár skárra en hann óttaðist Jón Bjarki sagði síðasta ár að sumu leyti hafa farið skár en hann óttaðist í snemma í fyrra. Ferðamannaárið hafi „sloppið fyrir horn“ og þar að auki hafi fyrstu skrefin verið tekin í vaxtalækkunum. Ekki hafi verið öruggt að svo yrði um mitt ár. „Jújú. Við erum að stefna í áttina að jafnvægi og ennþá er allt svona frekar traust, bæði hjá heimilum og fyrirtækjum og auðvitað almennt, auðvitað er misjöfn staða, en almennt held ég að þessir aðilar hafi það gott.“ Hvað varðaði stöðu vaxta og verðbólgu sagði Jón Bjarki að búast mætti við því að einhverjir breyttu yfir í verðtryggð lán en aðrir færu í blöndu og reyndu að bíða af sér hátt vaxtastig. Hann sagðist búast við því að vextir færu hægt og rólega niður út árið. „Þessi tilvist verðtryggðra lána er bæði blessun og bölvun að þessu leyti. Það er vissulega valkostur sem fólk getur nýtt sér til að lækka greiðslubyrðina en við þekkjum öll hvernig verðtryggðu lánin haga sér. Eignamyndunin verður þeim mun hægari,“ sagði Jón Bjarki. Hann sagðist nokkuð bjartsýnn fyrir nýju ári. Bæði almenningur og stjórnendur fyrirtækja virtust bjartsýnni, samkvæmt viðhorfskönnunum. Hlusta má á spjallið við Jón Bjarka í spilaranum hér að neðan. Skattur á veipið og púða Þegar kemur að nýjum sköttum eða gjöldum sagði Jón Bjarki helst hægt að benda á tvennt þar. Aftur væri verið að leggja virðisaukaskatt á hjól. Allt frá hlaupahjólum upp í rafmagnshjól en þessi tæki hafa verið án vsk í fjögur ár. Jón Bjarki segir að á móti eigi að taka upp einhverskonar styrk fyrir kaupendur rafhjóla, svipað og kaupendur rafmagnsbíla fá. Það sé þó „sýnd veiði en ekki gefin“ að svo stöddu. Einnig sé verið að skattleggja á veipið og nikótínpúða með svo kölluðu nikótíngjaldi. „Það er auðvelt að færa lýðheilsurök fyrir þessu og væntanlega verða ekki háværar mótmælaraddir við þessu tiltekna gjaldi,“ sagði Jón Bjarki. Hann sagði að þetta gjald ætti að skila einhverjum milljörðum í ríkiskassann á árinu. Neytendur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Reykjavík síðdegis Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Þetta er meðal þess sem segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, nefnir varðandi helstu breytingarnar fyrir buddur Íslendinga á nýju ári. Rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann byrjaði á því að nefna að á nýju ári hækka ýmis opinber gjöld en að þessu sinni sé hækkunin í mörgum tilfellum mjög hófleg. Ákvörðun hafi verið tekin um að hækka útvarpsgjald (um 2,5 prósent í 21.400 krónur), gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, áfengisgjald og ýmis önnur slík fastagjöld. Jón Bjarki ræddi einnig fyrirhugaðar breytingar á eldsneytisgjaldi. Til hefur staðið að breyta því töluvert og að setja kílómetragjald á alla bíla, eins og rafmagnsbíla, og í staðinn lækka álögur á eldsneyti. Það náðist þó ekki fyrir stjórnarslit og kosningar. „Fyrir bragðið er verið að hækka svolítið gjöldin á bensín og dísel og sér í lagi kolefnisgjald, sem hækkar um alveg sextíu prósent. Það hljómar ekki vel en svo vill til að þetta gjald er ekkert svakalega hátt,“ sagði Jón Bjarki og benti á að þetta væri bara lítill hluti af allskonar álögum sem lagðar væru á eldsneyti, auk virðisaukaskatts. Jón Bjarki sagði að honum reiknaðist til að eldsneytisverð væri að fara að hækka um rúmar tíu krónur á lítra, vegna gjaldabreytinga. „Við erum að tala um kannski svona fimm prósenta hækkun á eldsneytinu, þegar þessu öllu er haldið til haga,“ sagði Jón Bjarki. Síðasta ár skárra en hann óttaðist Jón Bjarki sagði síðasta ár að sumu leyti hafa farið skár en hann óttaðist í snemma í fyrra. Ferðamannaárið hafi „sloppið fyrir horn“ og þar að auki hafi fyrstu skrefin verið tekin í vaxtalækkunum. Ekki hafi verið öruggt að svo yrði um mitt ár. „Jújú. Við erum að stefna í áttina að jafnvægi og ennþá er allt svona frekar traust, bæði hjá heimilum og fyrirtækjum og auðvitað almennt, auðvitað er misjöfn staða, en almennt held ég að þessir aðilar hafi það gott.“ Hvað varðaði stöðu vaxta og verðbólgu sagði Jón Bjarki að búast mætti við því að einhverjir breyttu yfir í verðtryggð lán en aðrir færu í blöndu og reyndu að bíða af sér hátt vaxtastig. Hann sagðist búast við því að vextir færu hægt og rólega niður út árið. „Þessi tilvist verðtryggðra lána er bæði blessun og bölvun að þessu leyti. Það er vissulega valkostur sem fólk getur nýtt sér til að lækka greiðslubyrðina en við þekkjum öll hvernig verðtryggðu lánin haga sér. Eignamyndunin verður þeim mun hægari,“ sagði Jón Bjarki. Hann sagðist nokkuð bjartsýnn fyrir nýju ári. Bæði almenningur og stjórnendur fyrirtækja virtust bjartsýnni, samkvæmt viðhorfskönnunum. Hlusta má á spjallið við Jón Bjarka í spilaranum hér að neðan. Skattur á veipið og púða Þegar kemur að nýjum sköttum eða gjöldum sagði Jón Bjarki helst hægt að benda á tvennt þar. Aftur væri verið að leggja virðisaukaskatt á hjól. Allt frá hlaupahjólum upp í rafmagnshjól en þessi tæki hafa verið án vsk í fjögur ár. Jón Bjarki segir að á móti eigi að taka upp einhverskonar styrk fyrir kaupendur rafhjóla, svipað og kaupendur rafmagnsbíla fá. Það sé þó „sýnd veiði en ekki gefin“ að svo stöddu. Einnig sé verið að skattleggja á veipið og nikótínpúða með svo kölluðu nikótíngjaldi. „Það er auðvelt að færa lýðheilsurök fyrir þessu og væntanlega verða ekki háværar mótmælaraddir við þessu tiltekna gjaldi,“ sagði Jón Bjarki. Hann sagði að þetta gjald ætti að skila einhverjum milljörðum í ríkiskassann á árinu.
Neytendur Fjármál heimilisins Skattar og tollar Reykjavík síðdegis Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira