„Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 31. desember 2024 15:46 Inga Sæland, formaður Flokk fólksins. Vísir/Hulda Margrét „Það er líka annað sem við segjum sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir í sumar og marg stunguð hausnum í sandinn með það. Við ætlum að koma því á að erlendir glæpamenn sem fremja hér mikla glæpi þrátt fyrir að hafa fengið alþjóðlega vernd, eins og þessi ágæti maður sem hefur tekið upp nafn fyrrverandi forseta, að við munum umsvifalaust senda þau úr landi.“ Þetta sagði Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í Kryddsíld Stöðvar 2 þar sem hún beindi orðum sínum að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Útlendingamálin voru tekin fyrir eftir að Yazan Tamimi tók við verðlaunum sem maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi. Mikill hiti var í umræðunum og áttu þó nokkrir í orðaskaki og deilum um þetta viðkvæma málefni. Bjarni svaraði Ingu á þennan máta: „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu. Hafðu bara pung til að koma með það. Það er í ráðuneytinu.“ Berja má hluta umræðunnar augum í spilaranum hér að neðan. Leiðtogar flokkanna skiptust á sínum skoðunum og ræddu stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Fræg ræða sem að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fór með um málaflokkinn í aðdraganda kosninganna hjá Ríkisútvarpinu, rataði í umræðuna og sagði Inga Sæland ræðuna hljóma eins og stef samið af gervigreind. Inga sagði jafnframt að málaflokkurinn hafi verið gjörsamlega stjórnlaus í fangi fyrrverandi ríkisstjórnar. „Þessi gervigreindarræða þín, hún var grín,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kvartaði þá undan því að það ætti að vera gaman í Kryddsíld en nú væri mikill tími búinn að fara í að ræða viðkvæm málefni. Þá greip Inga inn í aftur: „Við erum búin að hanga hér í kvótakerfinu og nú erum við komin í þetta viðkvæma mál og þetta er síðasti dagur ársins. Þið eruð bara hundleiðinleg, ég verð að segja það.“ Að því loknu lentu Inga Sæland og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í miklu orðaskaki. Sigmundur beindi máli sínu þá að Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, og spurði hvort framhaldið yrði svona hjá ríkisstjórninni og Ingu sem þær hafi „leitt til valda“. Kristrún sagðist ekki sjá ástæðu til að gera stórkostlegar breytingar á þeirri högun mála sem þegar er í málaflokknum. Hafa þurfi bæði mannúð og raunsæi að leiðarljósi. Þá sé lykilatriðið að takast á við viðkvæm mál með almennum en ekki sértækum hætti. „Það er mjög erfitt þegar mál snúast alltaf um staka einstaklinga sem koma í fjölmiðlum vegna þess að þrátt fyrir að það séu erfið mál er fjöldinn allur af fólki í kerfinu sem fær ekki athygli, ekki aðstoð, og við verðum að leitast við að vera með almennar reglur.“ Þorgerður sló svo botn í umræðuna með því að segja að það þyrfti pung og dug til að taka mannúðlega á móti börnum á landamærunum. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan: Kryddsíld Áramót Flokkur fólksins Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta sagði Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, í Kryddsíld Stöðvar 2 þar sem hún beindi orðum sínum að Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Útlendingamálin voru tekin fyrir eftir að Yazan Tamimi tók við verðlaunum sem maður ársins hjá fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísi. Mikill hiti var í umræðunum og áttu þó nokkrir í orðaskaki og deilum um þetta viðkvæma málefni. Bjarni svaraði Ingu á þennan máta: „Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu. Hafðu bara pung til að koma með það. Það er í ráðuneytinu.“ Berja má hluta umræðunnar augum í spilaranum hér að neðan. Leiðtogar flokkanna skiptust á sínum skoðunum og ræddu stefnu nýrrar ríkisstjórnar. Fræg ræða sem að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, fór með um málaflokkinn í aðdraganda kosninganna hjá Ríkisútvarpinu, rataði í umræðuna og sagði Inga Sæland ræðuna hljóma eins og stef samið af gervigreind. Inga sagði jafnframt að málaflokkurinn hafi verið gjörsamlega stjórnlaus í fangi fyrrverandi ríkisstjórnar. „Þessi gervigreindarræða þín, hún var grín,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kvartaði þá undan því að það ætti að vera gaman í Kryddsíld en nú væri mikill tími búinn að fara í að ræða viðkvæm málefni. Þá greip Inga inn í aftur: „Við erum búin að hanga hér í kvótakerfinu og nú erum við komin í þetta viðkvæma mál og þetta er síðasti dagur ársins. Þið eruð bara hundleiðinleg, ég verð að segja það.“ Að því loknu lentu Inga Sæland og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í miklu orðaskaki. Sigmundur beindi máli sínu þá að Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formanni Viðreisnar, og spurði hvort framhaldið yrði svona hjá ríkisstjórninni og Ingu sem þær hafi „leitt til valda“. Kristrún sagðist ekki sjá ástæðu til að gera stórkostlegar breytingar á þeirri högun mála sem þegar er í málaflokknum. Hafa þurfi bæði mannúð og raunsæi að leiðarljósi. Þá sé lykilatriðið að takast á við viðkvæm mál með almennum en ekki sértækum hætti. „Það er mjög erfitt þegar mál snúast alltaf um staka einstaklinga sem koma í fjölmiðlum vegna þess að þrátt fyrir að það séu erfið mál er fjöldinn allur af fólki í kerfinu sem fær ekki athygli, ekki aðstoð, og við verðum að leitast við að vera með almennar reglur.“ Þorgerður sló svo botn í umræðuna með því að segja að það þyrfti pung og dug til að taka mannúðlega á móti börnum á landamærunum. Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan:
Kryddsíld Áramót Flokkur fólksins Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira