Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. desember 2024 19:01 Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. „Jens Garðar Helgason, nýkjörinn þingmaður þeirra flokksmanna sem lengst eiga að sækja landsfund, hefur viðrað þá hugmynd að fresta fundi um einhverjar vikur með þeirri eðlilegu röksemd sem varðar veður og færð á nýhafinni Góu. Við vitum að þá getur verið allra veðra von,“ skrifar Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins á Facebook. Tillagan hefur vakið harðar umræður innan flokksins, síðast í dag sagðist Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fundinum. Í færslunni segir Jón marga reikna með formannskosningu og geta að hans sögn varla haldið í sér af spenningi. Komi til þess að valin verði ný forysta í flokknum sé fundurinn mikilvægari en ella. „Það er þess vegna enn frekari ástæða til að taka um þessa tillögu málefnalega umræðu því ekki viljum við halda slíkan fund í skugga þess að aðeins þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu og næst því komist á fundinn,“ skrifar Jón. Mikilvægt sé að fólk af landsbyggðinni komist klakklaust á fundinn. „Mér sýnast gagnrýnendur þess að fresta fundinum eingöngu koma af höfuðborgarsvæðinu og ég biðla til þess fólks að sleppa stóru orðunum gagnvart tillögu sem er mjög eðlileg, sérstaklega komandi úr þessari átt,“ skrifar Jón. Þá sjái hann ekki hvaða máli skipti að fresta fundinum um einhverjar vikur. „Það sem við Sjálfstæðismenn þurfum á að halda núna er að snúa bökum saman og koma samstillt í öfluga stjórnarandstöðu. Af nægu er að taka þar.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55 „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
„Jens Garðar Helgason, nýkjörinn þingmaður þeirra flokksmanna sem lengst eiga að sækja landsfund, hefur viðrað þá hugmynd að fresta fundi um einhverjar vikur með þeirri eðlilegu röksemd sem varðar veður og færð á nýhafinni Góu. Við vitum að þá getur verið allra veðra von,“ skrifar Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins á Facebook. Tillagan hefur vakið harðar umræður innan flokksins, síðast í dag sagðist Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fundinum. Í færslunni segir Jón marga reikna með formannskosningu og geta að hans sögn varla haldið í sér af spenningi. Komi til þess að valin verði ný forysta í flokknum sé fundurinn mikilvægari en ella. „Það er þess vegna enn frekari ástæða til að taka um þessa tillögu málefnalega umræðu því ekki viljum við halda slíkan fund í skugga þess að aðeins þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu og næst því komist á fundinn,“ skrifar Jón. Mikilvægt sé að fólk af landsbyggðinni komist klakklaust á fundinn. „Mér sýnast gagnrýnendur þess að fresta fundinum eingöngu koma af höfuðborgarsvæðinu og ég biðla til þess fólks að sleppa stóru orðunum gagnvart tillögu sem er mjög eðlileg, sérstaklega komandi úr þessari átt,“ skrifar Jón. Þá sjái hann ekki hvaða máli skipti að fresta fundinum um einhverjar vikur. „Það sem við Sjálfstæðismenn þurfum á að halda núna er að snúa bökum saman og koma samstillt í öfluga stjórnarandstöðu. Af nægu er að taka þar.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55 „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55
„Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34