Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. desember 2024 19:01 Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. „Jens Garðar Helgason, nýkjörinn þingmaður þeirra flokksmanna sem lengst eiga að sækja landsfund, hefur viðrað þá hugmynd að fresta fundi um einhverjar vikur með þeirri eðlilegu röksemd sem varðar veður og færð á nýhafinni Góu. Við vitum að þá getur verið allra veðra von,“ skrifar Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins á Facebook. Tillagan hefur vakið harðar umræður innan flokksins, síðast í dag sagðist Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fundinum. Í færslunni segir Jón marga reikna með formannskosningu og geta að hans sögn varla haldið í sér af spenningi. Komi til þess að valin verði ný forysta í flokknum sé fundurinn mikilvægari en ella. „Það er þess vegna enn frekari ástæða til að taka um þessa tillögu málefnalega umræðu því ekki viljum við halda slíkan fund í skugga þess að aðeins þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu og næst því komist á fundinn,“ skrifar Jón. Mikilvægt sé að fólk af landsbyggðinni komist klakklaust á fundinn. „Mér sýnast gagnrýnendur þess að fresta fundinum eingöngu koma af höfuðborgarsvæðinu og ég biðla til þess fólks að sleppa stóru orðunum gagnvart tillögu sem er mjög eðlileg, sérstaklega komandi úr þessari átt,“ skrifar Jón. Þá sjái hann ekki hvaða máli skipti að fresta fundinum um einhverjar vikur. „Það sem við Sjálfstæðismenn þurfum á að halda núna er að snúa bökum saman og koma samstillt í öfluga stjórnarandstöðu. Af nægu er að taka þar.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55 „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
„Jens Garðar Helgason, nýkjörinn þingmaður þeirra flokksmanna sem lengst eiga að sækja landsfund, hefur viðrað þá hugmynd að fresta fundi um einhverjar vikur með þeirri eðlilegu röksemd sem varðar veður og færð á nýhafinni Góu. Við vitum að þá getur verið allra veðra von,“ skrifar Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins á Facebook. Tillagan hefur vakið harðar umræður innan flokksins, síðast í dag sagðist Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fundinum. Í færslunni segir Jón marga reikna með formannskosningu og geta að hans sögn varla haldið í sér af spenningi. Komi til þess að valin verði ný forysta í flokknum sé fundurinn mikilvægari en ella. „Það er þess vegna enn frekari ástæða til að taka um þessa tillögu málefnalega umræðu því ekki viljum við halda slíkan fund í skugga þess að aðeins þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu og næst því komist á fundinn,“ skrifar Jón. Mikilvægt sé að fólk af landsbyggðinni komist klakklaust á fundinn. „Mér sýnast gagnrýnendur þess að fresta fundinum eingöngu koma af höfuðborgarsvæðinu og ég biðla til þess fólks að sleppa stóru orðunum gagnvart tillögu sem er mjög eðlileg, sérstaklega komandi úr þessari átt,“ skrifar Jón. Þá sjái hann ekki hvaða máli skipti að fresta fundinum um einhverjar vikur. „Það sem við Sjálfstæðismenn þurfum á að halda núna er að snúa bökum saman og koma samstillt í öfluga stjórnarandstöðu. Af nægu er að taka þar.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55 „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55
„Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent