Prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. desember 2024 20:04 Mæðgurnar Aðalbjörg og Guðný á Selfossi, sem eiga heiðurinn af ullarsokkaprjónaverkefninu fyrir hermennina í Úkraínu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hópur kvenna á Suðurlandi vinnur nú hörðum höndum þessa dagana við að prjóna ullarsokka fyrir hermenn í Úkraínu eftir að ósk barst frá hermönnunum um hlýja og góða sokka. Stefnt er að því að senda um hundrað pör af sokkum til Úkraínu um miðjan næsta mánuð. Mæðgurnar Aðalbjörg Runólfsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir eru í forsvari fyrir ullarsokkaverkefnið en þær eru búsettar á Selfossi og hafa fengið margar konur í viðbót með sér í verkefnið en vilja endilega að fleiri taki þátt í verkefninu. Mæðgurnar hafa einu sinni áður tekið svona verkefni að sér fyrir Úkraínu og sendu þá stóra sendingu út af ullarsokkum, sem mikil ánægja var með. Aðalbjörg á íslenskan vin í Úkraínu með konu og börn, sem hefur tekið að sér að koma ullarsokkunum til hermannanna. „Þetta gefur okkur rosalega mikið að gera þetta, alveg ofboðslega mikið. Manni líður svo vel og þetta einhvern vegin lífgar upp á dimma veturinn hjá okkur,” segir Aðalbjörg og bætir við. „Þetta eru hlýir og góðir sokkar, sem við prjónum úr íslenskri ull, sem er það besta, sem þú færð.” Aðalbjörg segist með daglegum störfum vera tvö kvöld að prjóna parið en hún vill endilega fá fleiri með í verkefnið þannig að það sé hægt að senda stóra sending af sokkum til Úkraínu 15. janúar næstkomandi. „Stelpur, verið duglegar að prjóna ullarsokka fyrir hermenn, stærð 41 til 47,” segir hún alsæl með prjónaverkefni þeirra mæðgna. Aðalbjörg segir að það taki sig tvö kvöld að prjóna sokkapar af ullarsokkum. Hún hvetur alla sem vilja vera með að setja sig í samband við sig á Facebook til að fá nánari upplýsingar um verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona að við fáum, sem flestar konur til þess að hjálpa okkur við að koma þessu út. Karlmannssokka með háu stroffi, það er óskin. Ég er búin að virkja margar af mínum kunningjakonum til þess að prjóna,” segir Guðný. En hvað með karlana, geta þeir ekki líka prjónað ullarsokka? „Jú auðvitað, þeir eiga alveg eins að getað prjónað sokka eins og við, maðurinn minn prjónaði þegar hann var ungur,” segir Guðný. Facebooksíða Aðalbjargar vegna prjónaverkefnisins Árborg Úkraína Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Mæðgurnar Aðalbjörg Runólfsdóttir og Guðný Gunnarsdóttir eru í forsvari fyrir ullarsokkaverkefnið en þær eru búsettar á Selfossi og hafa fengið margar konur í viðbót með sér í verkefnið en vilja endilega að fleiri taki þátt í verkefninu. Mæðgurnar hafa einu sinni áður tekið svona verkefni að sér fyrir Úkraínu og sendu þá stóra sendingu út af ullarsokkum, sem mikil ánægja var með. Aðalbjörg á íslenskan vin í Úkraínu með konu og börn, sem hefur tekið að sér að koma ullarsokkunum til hermannanna. „Þetta gefur okkur rosalega mikið að gera þetta, alveg ofboðslega mikið. Manni líður svo vel og þetta einhvern vegin lífgar upp á dimma veturinn hjá okkur,” segir Aðalbjörg og bætir við. „Þetta eru hlýir og góðir sokkar, sem við prjónum úr íslenskri ull, sem er það besta, sem þú færð.” Aðalbjörg segist með daglegum störfum vera tvö kvöld að prjóna parið en hún vill endilega fá fleiri með í verkefnið þannig að það sé hægt að senda stóra sending af sokkum til Úkraínu 15. janúar næstkomandi. „Stelpur, verið duglegar að prjóna ullarsokka fyrir hermenn, stærð 41 til 47,” segir hún alsæl með prjónaverkefni þeirra mæðgna. Aðalbjörg segir að það taki sig tvö kvöld að prjóna sokkapar af ullarsokkum. Hún hvetur alla sem vilja vera með að setja sig í samband við sig á Facebook til að fá nánari upplýsingar um verkefnið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég vona að við fáum, sem flestar konur til þess að hjálpa okkur við að koma þessu út. Karlmannssokka með háu stroffi, það er óskin. Ég er búin að virkja margar af mínum kunningjakonum til þess að prjóna,” segir Guðný. En hvað með karlana, geta þeir ekki líka prjónað ullarsokka? „Jú auðvitað, þeir eiga alveg eins að getað prjónað sokka eins og við, maðurinn minn prjónaði þegar hann var ungur,” segir Guðný. Facebooksíða Aðalbjargar vegna prjónaverkefnisins
Árborg Úkraína Sauðfé Landbúnaður Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira