Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2024 11:33 Atli Gunnar segir norðanhríðina hafa komið kórmönnum að óvörum. Fátt annað var í stöðunni en að fresta uppseldum tónleikum karlakórsins og reyna aftur í kvöld. Kuldakast sem nú gengur yfir landið mun að öllum líkindum vara langt inn í vikuna. Þrátt fyrir það verður víða hæglætisveður á gamlárskvöld, en aðra sögu var að segja í Skagafirði í gær þar sem fresta þurfti stórtónleikum vegna færðar. Kórmenn sátu fastir um allan fjörð og því reyna menn aftur í kvöld. Umtalsverður kuldi er í kortum Veðurstofunnar næstu daga, og á það við um landið allt. Veðurfræðingur segir kuldakastið líklega munu standa fram yfir áramót. „Það fylgir þessu einhver úrkoma. Það snjóar smávegis á morgun á sunnanverður landinu, það verður væntanlega ekki mikið. Fyrir norðan hefur gengið á með dálitlum éljum,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gleymi menn ekki úlpunni verður gamlárskvöld fínt Kaldast verði inn til landsins. „Eins og í nótt, við gætum séð niður í 20 stig í innsveitunum. Það er áfram bara kuldi næstu daga.“ Útlit sé fyrir ágætisveður um áramót, þrátt fyrir kuldann. „Það verður ekkert verra veður þetta kvöld heldur en önnur gamlárskvöld. Það lítur bara vel út með veðrið og ef menn eru vel klæddir þá er það ekkert vandamál,“ segir Haraldur. Tugir þurftu liðsinni björgunarfólks Veðursæld var ekki alls staðar fyrir að fara í gær, en björgunarsveitir frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð aðstoðuðu tugi vegfarenda við að komast leiðar sinnar, allt frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðakjálka. Atli Gunnar Arnórsson er formaður karlakórsins Heimis í Skagafirði.Gunnhildur Gísladóttir Í Skagafirði var fyrirhuguðum tónleikum karlakórsins Heimis í menningarhúsinu Miðgarði frestað vegna slæmrar færðar. Uppselt var á tónleikana. „Það skall bara á norðanhríð eins og hendi væri veifað og kom okkur svolítið að óvörum,“ segir Atli Gunnar Arnórsson, formaður karlakórsins. Kórmenn sátu fastir og tónleikunum sjálfhætt Atli Gunnar segir veðurspár hafa verið misvísandi og engar viðvaranir í gildi. Veðrið hafi hratt versnað og fólk setið fast úti um allan Skagafjörð. „Það voru bara tónleikagestir og eins kórmenn sjálfir. Þeir komust ekkert allir á staðinn. Þá var ekkert annað í stöðunni en að láta boð út ganga og fresta þessu. Það er fín spá fyrir kvöldið þannig að við stefnum ótrauðir á þettta núna í kvöld aftur. Og komið fílefldir til leiks í kvöld? „Já, já, já. Það er enginn bilbugur á okkur,“ segir Atli Gunnar. Veður Áramót Skagafjörður Tónlist Færð á vegum Kórar Tengdar fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 28. desember 2024 21:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Umtalsverður kuldi er í kortum Veðurstofunnar næstu daga, og á það við um landið allt. Veðurfræðingur segir kuldakastið líklega munu standa fram yfir áramót. „Það fylgir þessu einhver úrkoma. Það snjóar smávegis á morgun á sunnanverður landinu, það verður væntanlega ekki mikið. Fyrir norðan hefur gengið á með dálitlum éljum,“ segir Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Gleymi menn ekki úlpunni verður gamlárskvöld fínt Kaldast verði inn til landsins. „Eins og í nótt, við gætum séð niður í 20 stig í innsveitunum. Það er áfram bara kuldi næstu daga.“ Útlit sé fyrir ágætisveður um áramót, þrátt fyrir kuldann. „Það verður ekkert verra veður þetta kvöld heldur en önnur gamlárskvöld. Það lítur bara vel út með veðrið og ef menn eru vel klæddir þá er það ekkert vandamál,“ segir Haraldur. Tugir þurftu liðsinni björgunarfólks Veðursæld var ekki alls staðar fyrir að fara í gær, en björgunarsveitir frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð aðstoðuðu tugi vegfarenda við að komast leiðar sinnar, allt frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðakjálka. Atli Gunnar Arnórsson er formaður karlakórsins Heimis í Skagafirði.Gunnhildur Gísladóttir Í Skagafirði var fyrirhuguðum tónleikum karlakórsins Heimis í menningarhúsinu Miðgarði frestað vegna slæmrar færðar. Uppselt var á tónleikana. „Það skall bara á norðanhríð eins og hendi væri veifað og kom okkur svolítið að óvörum,“ segir Atli Gunnar Arnórsson, formaður karlakórsins. Kórmenn sátu fastir og tónleikunum sjálfhætt Atli Gunnar segir veðurspár hafa verið misvísandi og engar viðvaranir í gildi. Veðrið hafi hratt versnað og fólk setið fast úti um allan Skagafjörð. „Það voru bara tónleikagestir og eins kórmenn sjálfir. Þeir komust ekkert allir á staðinn. Þá var ekkert annað í stöðunni en að láta boð út ganga og fresta þessu. Það er fín spá fyrir kvöldið þannig að við stefnum ótrauðir á þettta núna í kvöld aftur. Og komið fílefldir til leiks í kvöld? „Já, já, já. Það er enginn bilbugur á okkur,“ segir Atli Gunnar.
Veður Áramót Skagafjörður Tónlist Færð á vegum Kórar Tengdar fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 28. desember 2024 21:30 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Björgunarsveitir allt frá uppsveitum Borgarfjarðar og norður í Skagafjörð hafa aðstoðað tugi vegfarenda frá sunnanverðri Holtavörðuheiði og inn í syðstu svæði Vestfjarðarkjálka við að komast leiðar sinnar í kvöld. 28. desember 2024 21:30