Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. desember 2024 20:07 Albert Guðmundsson og Bessí Jóhannsdóttir segja enga ástæðu til að fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Vísir Svo virðist sem ólga ríki meðal Sjálfstæðismanna vegna mögulegrar frestunar landsfundar sem til stóð að yrði haldinn í febrúar. Formanni Varðar og Samtaka eldri Sjálfstæðismanna er brugðið yfir fréttunum og segja þau enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. Í dag var greint frá því að í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins væri til alvarlegrar skoðunar að fresta landsfundi sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. Kaldhæðnislegt að menn beiti veðrinu sem rökum Bessí Jóhannsdóttir er formaður Samtaka eldri Sjálfstæðismanna og stjórnarmaður í miðstjórn flokksins. Hún greindi frá því á Facebook að henni hafi brugðið við lestur fréttarinnar, en hún segir kaldhæðnislegt að beita veðrinu sem rökum fyrir því að fresta fundinum. „Ekki síst í ljósi nýafstaðinna kosninga, sem haldnar voru í lok nóvember þegar að veðrið er yfirleitt ekki gott, eins og sýndi sig raunar í kosningunum. Þá var sá möguleiki fyrir hendi að fresta þyrfti talningu í alþingiskosningunum eins og frægt er orðið.“ „Að mínu mati er tíminn einmitt núna fyrir Sjálfstæðismenn að koma saman til að gera upp kosningarnar og horfa til framtíðar. Látum veðrið ekki stoppa okkur,“ segir hún. Albert Guðmundsson er formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fyrrverandi formaður Heimdallar og fyrrverandi varaþingmaður flokksins. Hann sér enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. Hann greindi frá skoðun sinni á Facebook fyrr í kvöld. „Nú á ég sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, sem formaður Varðar. Tillaga um að fresta landsfundi hefur ekki borist miðstjórnarmönnum. Sjálfur sé ég enga ástæðu til þess að fresta þegar frestuðum landsfundi. Mikilvægt er að Sjálfstæðismenn komi saman enda ástæða fyrir flokkinn að kjarna sig og horfa til framtíðar.“ Vilja fresta fundinum fram að hausti Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er æðsta vald í málefnum flokksins og markar heildarstefnu hans í landsmálum. Síðasti landsfundur fór fram í nóvember árið 2022 og var hart barist um formennsku milli Bjarna Benediktssonar formanns og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Bjarni sigraði með 59 prósentum atkvæða en Guðlagur fékk 40 prósent. Nú veltir Bjarni og fólk nátengt honum í starfi flokksins því fyrir sér hvort tilefni sé til að fresta fundinum. Jens Garðar Helgason þingmaður og formaður atvinnuveganefndar staðfesti það í samtali við Vísi. Hann segir að dagsetningin hafi verið ákveðin út frá því að vera upptaktur að prófkjörum sem hefðu verið í mars fyrir kosningar. Þar vísar hann til Alþingiskosninga sem reiknað hafði verið með að yrðu haustið eða vorið 2025 en er nú nýlokið eftir að fyrrnefndu ríkisstjórnarsamstarfi var slitið. Jens Garðar segir helstu ástæðuna fyrir að lagt sé til við miðstjórn flokksins að fresta landsfundi þá að brugðið geti til beggja vona hvað varðar veður og færð á vegum seint í febrúar. Farið var ítarlega yfir stöðuna innan raða Sjálfstæðisflokksins í umfjöllun Vísis fyrr í dag, þar sem farið var meðal annars yfir það hverjir lægju undir feldi vegna formannsframboðs. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Við erum ólíkir menn“ Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. 30. október 2022 16:27 Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. 25. janúar 2024 21:55 Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. 23. desember 2024 16:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
Í dag var greint frá því að í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins væri til alvarlegrar skoðunar að fresta landsfundi sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. Kaldhæðnislegt að menn beiti veðrinu sem rökum Bessí Jóhannsdóttir er formaður Samtaka eldri Sjálfstæðismanna og stjórnarmaður í miðstjórn flokksins. Hún greindi frá því á Facebook að henni hafi brugðið við lestur fréttarinnar, en hún segir kaldhæðnislegt að beita veðrinu sem rökum fyrir því að fresta fundinum. „Ekki síst í ljósi nýafstaðinna kosninga, sem haldnar voru í lok nóvember þegar að veðrið er yfirleitt ekki gott, eins og sýndi sig raunar í kosningunum. Þá var sá möguleiki fyrir hendi að fresta þyrfti talningu í alþingiskosningunum eins og frægt er orðið.“ „Að mínu mati er tíminn einmitt núna fyrir Sjálfstæðismenn að koma saman til að gera upp kosningarnar og horfa til framtíðar. Látum veðrið ekki stoppa okkur,“ segir hún. Albert Guðmundsson er formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, fyrrverandi formaður Heimdallar og fyrrverandi varaþingmaður flokksins. Hann sér enga ástæðu til að fresta þegar frestuðum landsfundi. Hann greindi frá skoðun sinni á Facebook fyrr í kvöld. „Nú á ég sæti í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, sem formaður Varðar. Tillaga um að fresta landsfundi hefur ekki borist miðstjórnarmönnum. Sjálfur sé ég enga ástæðu til þess að fresta þegar frestuðum landsfundi. Mikilvægt er að Sjálfstæðismenn komi saman enda ástæða fyrir flokkinn að kjarna sig og horfa til framtíðar.“ Vilja fresta fundinum fram að hausti Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er æðsta vald í málefnum flokksins og markar heildarstefnu hans í landsmálum. Síðasti landsfundur fór fram í nóvember árið 2022 og var hart barist um formennsku milli Bjarna Benediktssonar formanns og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Bjarni sigraði með 59 prósentum atkvæða en Guðlagur fékk 40 prósent. Nú veltir Bjarni og fólk nátengt honum í starfi flokksins því fyrir sér hvort tilefni sé til að fresta fundinum. Jens Garðar Helgason þingmaður og formaður atvinnuveganefndar staðfesti það í samtali við Vísi. Hann segir að dagsetningin hafi verið ákveðin út frá því að vera upptaktur að prófkjörum sem hefðu verið í mars fyrir kosningar. Þar vísar hann til Alþingiskosninga sem reiknað hafði verið með að yrðu haustið eða vorið 2025 en er nú nýlokið eftir að fyrrnefndu ríkisstjórnarsamstarfi var slitið. Jens Garðar segir helstu ástæðuna fyrir að lagt sé til við miðstjórn flokksins að fresta landsfundi þá að brugðið geti til beggja vona hvað varðar veður og færð á vegum seint í febrúar. Farið var ítarlega yfir stöðuna innan raða Sjálfstæðisflokksins í umfjöllun Vísis fyrr í dag, þar sem farið var meðal annars yfir það hverjir lægju undir feldi vegna formannsframboðs.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Við erum ólíkir menn“ Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. 30. október 2022 16:27 Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. 25. janúar 2024 21:55 Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. 23. desember 2024 16:10 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Sjá meira
„Við erum ólíkir menn“ Guðlaugur Þór Þórðarson ákvað í gærmorgun að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann tilkynnti mótherja sínum í formannsslagnum, Bjarna Benediktssyni, ákvörðun sína í morgun en gefur ekkert upp um það hvað fór þeim á milli áður en hann tilkynnti ákvörðun sína opinberlega. 30. október 2022 16:27
Pepparar Guðlaugs höfðu betur gegn riddurum Bjarna Janus Arn Guðmundsson og Steinar Ingi Kolbeins hlutu kosningu sem aðalmenn í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Báðir eru nánir samstarfsmenn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og höfðu betur í baráttu við nána samstarfsmenn Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins. 25. janúar 2024 21:55
Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Skoðanir fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins á nýjum ríkisstjórnarsáttmála virðast mjög ólíkar. Guðrún Hafsteinsdóttir segir nýja sáttmálann keimlíkann sáttmála fráfarandi ríkisstjórnar á meðan Bjarni Benediktsson segir málefnin hafa fuðrað upp í loft. 23. desember 2024 16:10