Komust með flugvélinni á ögurstundu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2024 19:32 Lítill ferfætlingur til vinstri á mynd beið eftir því að komast heim til nýrrar fjölskyldu sinnar á Egilsstöðum í dag. Georg Tumi Jónsson (t.h.) var spenntur að eyða jólunum með ömmu og afa á Egilsstöðum. Vísir/bjarni Næstum öllu innanlandsflugi var aflýst í dag vegna veðurs og annar jólastormur er í kortunum. Fjöldi örvæntingarfullra símtala barst Icelandair, sem mun bæta við ferðum á morgun ef þörf krefur. Fréttastofa ræddi við farþega sem komust heim fyrir jól, með einu innanlandsvélinni sem tók á loft í dag. Áætlanatöflur á Reykjavíkurflugvelli voru rauðar á að líta í dag; næstum öllu aflýst. Grænlandsflugið var reyndar á áætlun - og farþegar til Egilsstaða komust loks leiðar sinnar í einu innanlandsflugferð dagsins, Flugvélin fór í loftið rétt fyrir fjögur þegar aðstæður bötnuðu um stundarsakir. Eruð þið búin að fá mörg örvæntingarfull símtöl í dag? „Já, það fylgir þessu alltaf. En við höfum staðið vaktina vel og reynum að svara eftir bestu getu,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri hjá Icelandair. Komið verður til móts við strandaglópa á morgun ef veður leyfir. „Þá sjáum við fram á að setja upp eitt til tvö, mögulega þrjú, aukaflug, eftir því hver þörfin er. Við reynum að sjá til þess að allir komist heim fyrir jól,“ segir Guðmundur. Þegar fréttamann bar að garði síðdegis var verið að undirbúa Egilsstaðaflugvélina til brottfarar. Ansi hvasst var á flugbrautinni en það hafðist, vélin fór í loftið. Hér fyrir neðan má sjá viðtöl við farþega sem biðu eftir að komast um borð í flugvélina, þau Pálu Geirsdóttur, Sigrúnu Höllu Einarsdóttur, Georg Tuma Jónsson og Ástu, sem var í forsvari fyrir einstaklega krúttlegan farþega úr dýraríkinu, sem átti spennandi ferðalag fyrir höndum. Veður Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Tengdar fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. 23. desember 2024 15:09 „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. 23. desember 2024 11:58 Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður. 23. desember 2024 10:14 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira
Áætlanatöflur á Reykjavíkurflugvelli voru rauðar á að líta í dag; næstum öllu aflýst. Grænlandsflugið var reyndar á áætlun - og farþegar til Egilsstaða komust loks leiðar sinnar í einu innanlandsflugferð dagsins, Flugvélin fór í loftið rétt fyrir fjögur þegar aðstæður bötnuðu um stundarsakir. Eruð þið búin að fá mörg örvæntingarfull símtöl í dag? „Já, það fylgir þessu alltaf. En við höfum staðið vaktina vel og reynum að svara eftir bestu getu,“ segir Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugrekstrarstjóri hjá Icelandair. Komið verður til móts við strandaglópa á morgun ef veður leyfir. „Þá sjáum við fram á að setja upp eitt til tvö, mögulega þrjú, aukaflug, eftir því hver þörfin er. Við reynum að sjá til þess að allir komist heim fyrir jól,“ segir Guðmundur. Þegar fréttamann bar að garði síðdegis var verið að undirbúa Egilsstaðaflugvélina til brottfarar. Ansi hvasst var á flugbrautinni en það hafðist, vélin fór í loftið. Hér fyrir neðan má sjá viðtöl við farþega sem biðu eftir að komast um borð í flugvélina, þau Pálu Geirsdóttur, Sigrúnu Höllu Einarsdóttur, Georg Tuma Jónsson og Ástu, sem var í forsvari fyrir einstaklega krúttlegan farþega úr dýraríkinu, sem átti spennandi ferðalag fyrir höndum.
Veður Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Tengdar fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. 23. desember 2024 15:09 „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. 23. desember 2024 11:58 Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður. 23. desember 2024 10:14 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira
Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Icelandair sá ekki annað í stöðunni en að aflýsa flugferðum innanlands í dag vegna vindagangs og ókyrrðar í lofti. Eina flugferð dagsins er frá Egilsstöðum klukkan fjögur. 23. desember 2024 15:09
„Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Varasamt ferðaveður er víða á landinu í dag, og verður einkum norðan- og norðaustanlands í kvöld. Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst fram yfir hádegi og vegum gæti verið lokað án fyrirvara. Þá er spáð jólastormi á sunnan- og vestanverðu landinu á morgun og hinn. 23. desember 2024 11:58
Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Eitt lítið snjóflóð féll niður í Raknadalshlíð í morgun. Vegur að Patreksfirði er lokaður. 23. desember 2024 10:14