Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 19. desember 2024 11:07 Útlit er fyrir að desember verði áttundi mánuðurinn í röð sem er undir meðalhita síðustu þrjátíu ára. Sérstaklega voru ágúst og byrjun haustsins markvert kaldara en meðaltalið. Vísir/Vilhelm Allt stefnir nú í að árið sem er að líða verði það svalasta í Reykjavík í tæp þrjátíu ár. Veðurfræðingur segir hitafarið í ár bera mörg einkenni kalds tímabils sem stóð yfir í þrjátíu ár á síðustu öld. Undanfarnir sjö mánuðir hafa allir verið undir þrjátíu ára meðaltali áranna 1991 til 2020 í meðalhita. Það sem af er desember er meðalhitinn tæpri gráðu undir meðallagi. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir lítilla breytinga að vænta fram að áramótum miðað við veðurspár og því verði desember áttundi mánuðurinn í röð undir meðaltalinu. Árshitinn í Reykjavík gæti endað í 4,2 gráðum samkvæmt því sem Einar skrifar í færslu á Facebook. Hann hefur aldrei verið lægri á þessari öld eða allt aftur frá árinu 1995. „Það eru nokkrir dagar eftir en þeir þurfa nú að vera ansi hlýjar til þess að breyta þessari mynd umtalsvert,“ segir Einar í samtali við Vísi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Svipar til fyrra kuldatímabils en aðstæðurnar aðrar Einar segir hitafarið bera mörg einkenni kalds tímabils frá 1965 til 1995 þegar svöl sumur voru nokkuð algeng og áberandi frostakaflar á veturna líkt og nú. Fyrstu ár tímabilsins voru svonefnd hafísár sem stóðu frá 1965 til 1971 sem Einar segir að hafi tengst seltufráviki í sjónum þegar gusa af ferskum sjó kom úr Norður-Íshafi inn í Norður-Atlantshafið. Snögg beygja varð svo í veðurfarinu eftir 1995 og sérstaklega á 21. öldinni. Aðstæður nú eru þó frábrugðnar þeim sem ríktu á þessu kalda tímabili á 20. öldinni, að sögn Einars. Nú séu það frekar afbrigðilegir vindar sem valdi svalara hitafari en kaldur sjór í kringum landið sem einkenndi seinni hluta 20. aldarinnar. Þannig sé nú heldur meira af hafís í kringum Ísland en áður, ekki vegna þess að meira sé um hann á norðurslóðum, þvert á móti, heldur vegna þess að hann rekur hingað frekar vegna þessara afbrigðilegu vinda. Á sama tíma sé ágætur gangur í hlýjum hafstraumum sem hópur loftslagsvísindamanna varaði norræna ráðherra við í haust að gætu stöðvast og gert Ísland óbyggilegt. Rekur Einar vindafarið til kenja í lofthringrás jarðar sem hafa varið allt þetta ár og lengur. Það megi aftur mögulega rekja til aðstæðna í Kyrrahafinu. Veður Reykjavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Undanfarnir sjö mánuðir hafa allir verið undir þrjátíu ára meðaltali áranna 1991 til 2020 í meðalhita. Það sem af er desember er meðalhitinn tæpri gráðu undir meðallagi. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir lítilla breytinga að vænta fram að áramótum miðað við veðurspár og því verði desember áttundi mánuðurinn í röð undir meðaltalinu. Árshitinn í Reykjavík gæti endað í 4,2 gráðum samkvæmt því sem Einar skrifar í færslu á Facebook. Hann hefur aldrei verið lægri á þessari öld eða allt aftur frá árinu 1995. „Það eru nokkrir dagar eftir en þeir þurfa nú að vera ansi hlýjar til þess að breyta þessari mynd umtalsvert,“ segir Einar í samtali við Vísi. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir Svipar til fyrra kuldatímabils en aðstæðurnar aðrar Einar segir hitafarið bera mörg einkenni kalds tímabils frá 1965 til 1995 þegar svöl sumur voru nokkuð algeng og áberandi frostakaflar á veturna líkt og nú. Fyrstu ár tímabilsins voru svonefnd hafísár sem stóðu frá 1965 til 1971 sem Einar segir að hafi tengst seltufráviki í sjónum þegar gusa af ferskum sjó kom úr Norður-Íshafi inn í Norður-Atlantshafið. Snögg beygja varð svo í veðurfarinu eftir 1995 og sérstaklega á 21. öldinni. Aðstæður nú eru þó frábrugðnar þeim sem ríktu á þessu kalda tímabili á 20. öldinni, að sögn Einars. Nú séu það frekar afbrigðilegir vindar sem valdi svalara hitafari en kaldur sjór í kringum landið sem einkenndi seinni hluta 20. aldarinnar. Þannig sé nú heldur meira af hafís í kringum Ísland en áður, ekki vegna þess að meira sé um hann á norðurslóðum, þvert á móti, heldur vegna þess að hann rekur hingað frekar vegna þessara afbrigðilegu vinda. Á sama tíma sé ágætur gangur í hlýjum hafstraumum sem hópur loftslagsvísindamanna varaði norræna ráðherra við í haust að gætu stöðvast og gert Ísland óbyggilegt. Rekur Einar vindafarið til kenja í lofthringrás jarðar sem hafa varið allt þetta ár og lengur. Það megi aftur mögulega rekja til aðstæðna í Kyrrahafinu.
Veður Reykjavík Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira