Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2024 14:51 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis og svefnleysis og á tvo gangandi vegfarendur sem slösuðust. Þá hafi hann hvorki komið hinum slösuðu til aðstoðar eða tilkynnt málið til lögreglu, en þess í stað flutt þau sem slösuðust af vettvangi. Dómurinn var kveðinn upp í gær en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot og játaði brotin skýlaust. Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 29. maí 2022. Maðurinn hafi þá ekið bíl sínum of hratt og verið til þess óhæfur vegna áfengisneyslu og svefnleysis. Hann hafi sofnað undir stýri og þá ekið á tvo gangandi vegfarendur Annar þeirra hlaut meðal annars brot á vinstra herðablaði, fæti og úlnlið, og mar á heila og yfirborðsáverka á höfði og hnjám. Hinn hlaut svo meðal annars brot á hálshrygg, rifi, kjálka, mjaðmarbeini og fleira. Fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum á slysstað með því að veita slösuðum hverja þá hjálp sem honum hafi verið unnt og tilkynna lögreglu um slysið svo fljótt sem auðið var. Þess í stað hafi hann fjarlægt bílinn af vettvangi og flutt hin slösuðu á brott og þannig raskað vettvangi og fjarlægt ummerki sem þýðingu gátu haft við rannsókn lögreglu á slysinu. Ekki er tekið fram í dómi hvert maðurinn hafi ekið fólkið. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en í dómi segir að hann hafi skammast sín mikið fyrir háttsemi sína og hefði atvikið verið honum þungbært. Aldrei hefði verið ætlun hans að valda nokkrum tjóni. „Kvaðst hann hafa átt við mikið svefnleysi að stríða á umræddum tíma í kjölfar veikinda og ekki áttað sig á alvarleika áverka brotaþola fyrr en daginn eftir,“ segir dómi. Ekki er tekið fram hvar atvikið gerðist en ljóst að það hafi verið í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða 80 þúsund króna sekt í ríkissjóð og 1,1 milljón króna í sakarkostnað. Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Dómurinn var kveðinn upp í gær en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún niður falla haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot og játaði brotin skýlaust. Í ákæru segir að atvikið hafi átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins 29. maí 2022. Maðurinn hafi þá ekið bíl sínum of hratt og verið til þess óhæfur vegna áfengisneyslu og svefnleysis. Hann hafi sofnað undir stýri og þá ekið á tvo gangandi vegfarendur Annar þeirra hlaut meðal annars brot á vinstra herðablaði, fæti og úlnlið, og mar á heila og yfirborðsáverka á höfði og hnjám. Hinn hlaut svo meðal annars brot á hálshrygg, rifi, kjálka, mjaðmarbeini og fleira. Fram kemur að maðurinn hafi ekki sinnt lögboðnum skyldum sínum á slysstað með því að veita slösuðum hverja þá hjálp sem honum hafi verið unnt og tilkynna lögreglu um slysið svo fljótt sem auðið var. Þess í stað hafi hann fjarlægt bílinn af vettvangi og flutt hin slösuðu á brott og þannig raskað vettvangi og fjarlægt ummerki sem þýðingu gátu haft við rannsókn lögreglu á slysinu. Ekki er tekið fram í dómi hvert maðurinn hafi ekið fólkið. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en í dómi segir að hann hafi skammast sín mikið fyrir háttsemi sína og hefði atvikið verið honum þungbært. Aldrei hefði verið ætlun hans að valda nokkrum tjóni. „Kvaðst hann hafa átt við mikið svefnleysi að stríða á umræddum tíma í kjölfar veikinda og ekki áttað sig á alvarleika áverka brotaþola fyrr en daginn eftir,“ segir dómi. Ekki er tekið fram hvar atvikið gerðist en ljóst að það hafi verið í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða 80 þúsund króna sekt í ríkissjóð og 1,1 milljón króna í sakarkostnað.
Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira