Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 18. desember 2024 10:29 Umræddur trjálundur. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt eigendum parhúss í Hjallahverfi Kópavogi áfrýunarleyfi í máli sem snýr að deilu um tré á lóð konu í hverfinu. Í Landsrétti var konunni gert að klippa af hluta trjáa á lóð sinni en nágrannarnir vildu að lengra yrði gengið. Landsréttur felldi dóm í málinu í byrjun október og gekk nokkuð skemmra an héraðsdómur. Landsréttur gerði henni að klippa af trjám sem eru í innan við fjögurra metra fjarlægð frá lóðarmörkunum sem málið varðar, þannig að þau væru ekki hærri en 48,6 metra yfir sjávarmáli. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þessari sömu niðurstöðu, en gerði konunni einnig að klippa önnur tré, þau sem voru ekki innan við fjóra metra frá lóðarmörkunum, þannig að þau yrðu í mesta lagi 54 metra yfir sjávarmáli. Skyggi nær alveg á dagsbirtu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að eigendur parhússins hafi höfðað mál á hendur konunni og byggt á því að trjágróðurinn skyggði nær algerlega á dagsbirtu, sól og útsýni á lóðum þeirra og óþægindi vegna hans væru mun meiri en þau þyrftu að þola samkvæmt reglum nábýlisréttar. Í áfrýjunarbeiðni hafi nágrannarnir byggt á því að úrslit málsins vörðuðu sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra og vísað til þess að deilt væri um eignarrétt þeirra sem varin sé af stjórnarskránni. Þau fengu ekki notið þeirra réttinda sem þau almennt mættu búast við að fasteignum þeirra fylgi, svo sem sólar, birtu og útsýnis. Trjágróður á aðliggjandi lóð hamlaði því alfarið að þau gætu haft eðlileg afnot af eignum sínum. Þá hafi þau talið að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og í honum hafi verið farið út fyrir málsástæður konunnar. Þau hafi vísað til þess að konan hefði ekki teflt fram þeirri málsástæðu eða rökum að henni yrði einungis gert að klippa trjágróður innan fjögurra metra línu frá lóðarmörkum. Konan sammála en á öðrum forsendum Í ákvörðuninni segir að konan hafi ekki tekið afstöðu gagnvart áfrýjunarleyfisbeiðni nágranna sinna en tveimur dögum síðar einnig óskað eftir áfrýjunarleyfi. Hún hafi talið að niðurstaða Landsréttar væri röng og óskýr og gæti ekki staðið óhögguð. Í málinu væri tekist á um kröfugerð nágrannanna, sem gengi mjög langt og væri án sérgreiningar um stök tré. Málið hefði fordæmisgildi um sjónarmið á sviði nábýlisréttar og kröfugerðir í slíkum málum. Hún hafi vísað til þess að um sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar væri að ræða enda væri deilt um gróður sem hún hefði ræktað frá því hún keypti fasteignina. Að lokum hafi hún talið að Landsréttur hefði í niðurstöðu sinni farið út fyrir kröfugerð aðila á skjön við meginreglu réttarfars um málsforræði og niðurstaða réttarins ætti sér ekki stoð í ákvæðum byggingareglugerða og væri ekki aðfararhæf. Í ákvörðuninni segir að að virtum gögnum málsins verði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi á sviði nábýlisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt. Jarða- og lóðamál Kópavogur Dómsmál Tré Nágrannadeilur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Landsréttur felldi dóm í málinu í byrjun október og gekk nokkuð skemmra an héraðsdómur. Landsréttur gerði henni að klippa af trjám sem eru í innan við fjögurra metra fjarlægð frá lóðarmörkunum sem málið varðar, þannig að þau væru ekki hærri en 48,6 metra yfir sjávarmáli. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður komist að þessari sömu niðurstöðu, en gerði konunni einnig að klippa önnur tré, þau sem voru ekki innan við fjóra metra frá lóðarmörkunum, þannig að þau yrðu í mesta lagi 54 metra yfir sjávarmáli. Skyggi nær alveg á dagsbirtu Í ákvörðun Hæstaréttar segir að eigendur parhússins hafi höfðað mál á hendur konunni og byggt á því að trjágróðurinn skyggði nær algerlega á dagsbirtu, sól og útsýni á lóðum þeirra og óþægindi vegna hans væru mun meiri en þau þyrftu að þola samkvæmt reglum nábýlisréttar. Í áfrýjunarbeiðni hafi nágrannarnir byggt á því að úrslit málsins vörðuðu sérstaklega mikilvæga hagsmuni þeirra og vísað til þess að deilt væri um eignarrétt þeirra sem varin sé af stjórnarskránni. Þau fengu ekki notið þeirra réttinda sem þau almennt mættu búast við að fasteignum þeirra fylgi, svo sem sólar, birtu og útsýnis. Trjágróður á aðliggjandi lóð hamlaði því alfarið að þau gætu haft eðlileg afnot af eignum sínum. Þá hafi þau talið að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að efni til og í honum hafi verið farið út fyrir málsástæður konunnar. Þau hafi vísað til þess að konan hefði ekki teflt fram þeirri málsástæðu eða rökum að henni yrði einungis gert að klippa trjágróður innan fjögurra metra línu frá lóðarmörkum. Konan sammála en á öðrum forsendum Í ákvörðuninni segir að konan hafi ekki tekið afstöðu gagnvart áfrýjunarleyfisbeiðni nágranna sinna en tveimur dögum síðar einnig óskað eftir áfrýjunarleyfi. Hún hafi talið að niðurstaða Landsréttar væri röng og óskýr og gæti ekki staðið óhögguð. Í málinu væri tekist á um kröfugerð nágrannanna, sem gengi mjög langt og væri án sérgreiningar um stök tré. Málið hefði fordæmisgildi um sjónarmið á sviði nábýlisréttar og kröfugerðir í slíkum málum. Hún hafi vísað til þess að um sérstaklega mikilvæga hagsmuni hennar væri að ræða enda væri deilt um gróður sem hún hefði ræktað frá því hún keypti fasteignina. Að lokum hafi hún talið að Landsréttur hefði í niðurstöðu sinni farið út fyrir kröfugerð aðila á skjön við meginreglu réttarfars um málsforræði og niðurstaða réttarins ætti sér ekki stoð í ákvæðum byggingareglugerða og væri ekki aðfararhæf. Í ákvörðuninni segir að að virtum gögnum málsins verði talið að úrslit þess geti haft verulegt almennt gildi á sviði nábýlisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því samþykkt.
Jarða- og lóðamál Kópavogur Dómsmál Tré Nágrannadeilur Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum