Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Árni Sæberg skrifar 18. desember 2024 08:05 Odee er hvergi af baki dottinn. Odee Listamaðurinn Odee Friðriksson segist hafa hafnað boði Samherja um niðurfellingu málskostnaðarkröfu gegn því að hann áfrýjaði ekki dómi þar sem fallist var á allar kröfur Samherja. Þá hafi Samherji sent honum málskostnaðarreikning upp á 200 þúsund pund, rúmar 35 milljónir króna. Dómstóll í Lundúnum félls í nóvember á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur Odee vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Odee smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólann í Björgvin í Noregi. Odee hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji óskaði eftir því að Odee tæki vefsíðuna niður, afhenti fyrirtækinu lén hennar og gerði grein fyrir því að síðan hefði verið fölsuð. Því neitaði hann. Í kjölfarið stefndi Samherji Odee fyrir breskum dómstól en vefsíðan var hýst í Bretlandi. Dómurinn taldi vefsíðuna hvorki hafa falið í sér listræna skopstælingu né skrumskælingu sem rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem listamenn njóta. Því var fallist á kröfur Samherja án þess að eiginleg aðalmeðferð færi fram í málinu. Bauð Odee að greiða eitt pund Í frétt Ríkisútvarpsins í gær er haft eftir tilkynningu frá Samherja að dómari hæstaréttar í Lundúnum hafi hafnað áfrýjunarbeiðni Odees en að hann hefði þrjár vikur til að skjóta þeirri ákvörðun til æðsta dómstóls Bretlandseyja. Odee hafi enn á ný hafnað sáttabeiðni fyrirtækisins, sem hafi boðist til að fella niður málið gegn því að hann hætti notkun á hugverki fyrirtækisins og greiddi því eitt pund í málamyndabætur. Vill nú 200 þúsund pund Í fréttatilkynningu frá Odee segir að daginn fyrir fyrirtöku í málinu í gær hafi Samherji boðist til þess að fella niður allar kröfur um málskostnað, gegn því að hann félli frá áfrýjun. Hann hafi afþakkað boðið og þá hafi Samherji krafið hann um 200 þúsund pund, 35 milljónir króna, í málskostnað. „Þvingandi útspil sem sem er í hrópandi mótsögn við fyrri tilboð Samherja. Þetta virðist ekki vera neitt annað en tilraun til þess að ógna mér og þagga niður í mér vegna gagnrýni minnar í þeirra garð vegna Namibíumálsins [e. Fishrot scandal].“ Hluti af taktík Samherja Odee segir að í þessu samhengi sé háttsemi Samherja gagnvart honum ekki einungis móðgandi heldur til marks um taktík félagsins til þess að þagga niður gagnrýnisraddir á breiðum grunni. „Þessi skyndilega krafa um okurmálskostnað ýtir undir þá ímynd að málaferlunum sé ætlað að ógna mér, til þess að draga úr umræðu um samfélagslega ábyrgð félagsins.“ Niðurstaða dómsins í gær hafi verið sú að fallast á skyldu Odees til að greiða hluta málskostnaðar Samherja en greiðslu hafi verið frestað þangað til niðurstaða hefur verið fengin um áfrýjun. Þá hafi Samherji fallið frá kröfu sinni sem sneri að brotum á hugverkarétti félagsins og dómurinn hafi dæmt félagið til að bera málskostnað hvað þann hluta málsins varðar. Odee muni áfrýja málinu og halda áfram baráttu sinni fyrir réttlæti. Samherjaskjölin Bretland Höfundar- og hugverkaréttur Sjávarútvegur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Listamaðurinn Odee Friðriksson segir að úrskurður dómara í Lundúnum um lögbann á notkun hans á ímynd Samherja hf. auki gildi listaverks hans. Þá segist hann vera að fara yfir næstu skref í málinu með lögmanni sínum. 14. nóvember 2024 16:42 Samherji lagði listamanninn Odee Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. 14. nóvember 2024 13:12 Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Sjá meira
Dómstóll í Lundúnum félls í nóvember á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur Odee vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. Afsökunarbeiðnin og vefsíða sem Odee smíðaði og lét líta út fyrir að vera á vegum Samherja var hluti af útskriftarverkefni hans við Háskólann í Björgvin í Noregi. Odee hefur ítrekað reynt að blekkja fjölmiðla með fölskum fréttatilkynningum sem hann hefur sent út, nú síðast í nafni bandarísku kaffihúsakeðjunnar Starbucks. Samherji óskaði eftir því að Odee tæki vefsíðuna niður, afhenti fyrirtækinu lén hennar og gerði grein fyrir því að síðan hefði verið fölsuð. Því neitaði hann. Í kjölfarið stefndi Samherji Odee fyrir breskum dómstól en vefsíðan var hýst í Bretlandi. Dómurinn taldi vefsíðuna hvorki hafa falið í sér listræna skopstælingu né skrumskælingu sem rúmast innan þess tjáningarfrelsis sem listamenn njóta. Því var fallist á kröfur Samherja án þess að eiginleg aðalmeðferð færi fram í málinu. Bauð Odee að greiða eitt pund Í frétt Ríkisútvarpsins í gær er haft eftir tilkynningu frá Samherja að dómari hæstaréttar í Lundúnum hafi hafnað áfrýjunarbeiðni Odees en að hann hefði þrjár vikur til að skjóta þeirri ákvörðun til æðsta dómstóls Bretlandseyja. Odee hafi enn á ný hafnað sáttabeiðni fyrirtækisins, sem hafi boðist til að fella niður málið gegn því að hann hætti notkun á hugverki fyrirtækisins og greiddi því eitt pund í málamyndabætur. Vill nú 200 þúsund pund Í fréttatilkynningu frá Odee segir að daginn fyrir fyrirtöku í málinu í gær hafi Samherji boðist til þess að fella niður allar kröfur um málskostnað, gegn því að hann félli frá áfrýjun. Hann hafi afþakkað boðið og þá hafi Samherji krafið hann um 200 þúsund pund, 35 milljónir króna, í málskostnað. „Þvingandi útspil sem sem er í hrópandi mótsögn við fyrri tilboð Samherja. Þetta virðist ekki vera neitt annað en tilraun til þess að ógna mér og þagga niður í mér vegna gagnrýni minnar í þeirra garð vegna Namibíumálsins [e. Fishrot scandal].“ Hluti af taktík Samherja Odee segir að í þessu samhengi sé háttsemi Samherja gagnvart honum ekki einungis móðgandi heldur til marks um taktík félagsins til þess að þagga niður gagnrýnisraddir á breiðum grunni. „Þessi skyndilega krafa um okurmálskostnað ýtir undir þá ímynd að málaferlunum sé ætlað að ógna mér, til þess að draga úr umræðu um samfélagslega ábyrgð félagsins.“ Niðurstaða dómsins í gær hafi verið sú að fallast á skyldu Odees til að greiða hluta málskostnaðar Samherja en greiðslu hafi verið frestað þangað til niðurstaða hefur verið fengin um áfrýjun. Þá hafi Samherji fallið frá kröfu sinni sem sneri að brotum á hugverkarétti félagsins og dómurinn hafi dæmt félagið til að bera málskostnað hvað þann hluta málsins varðar. Odee muni áfrýja málinu og halda áfram baráttu sinni fyrir réttlæti.
Samherjaskjölin Bretland Höfundar- og hugverkaréttur Sjávarútvegur Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Listamaðurinn Odee Friðriksson segir að úrskurður dómara í Lundúnum um lögbann á notkun hans á ímynd Samherja hf. auki gildi listaverks hans. Þá segist hann vera að fara yfir næstu skref í málinu með lögmanni sínum. 14. nóvember 2024 16:42 Samherji lagði listamanninn Odee Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. 14. nóvember 2024 13:12 Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12 Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Sjá meira
Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Listamaðurinn Odee Friðriksson segir að úrskurður dómara í Lundúnum um lögbann á notkun hans á ímynd Samherja hf. auki gildi listaverks hans. Þá segist hann vera að fara yfir næstu skref í málinu með lögmanni sínum. 14. nóvember 2024 16:42
Samherji lagði listamanninn Odee Dómstóll í Lundunúm féllst í dag á allar kröfur Samherja hf., í máli sem félagið höfðaði á hendur listamanninum Odee Friðrikssyni vegna afsökunarbeiðni og vefsíðu sem hann setti upp í nafni Samherja. 14. nóvember 2024 13:12
Samherji hvetur Odd Eystein til frekari verka Samherji segist engan áhuga hafa haft að höfða mál gegn listamanninum Oddi Eysteini Friðrikssyni heldur neyðst til þess til að verja fjörutíu ára gamalt vörumerki. Sjávarútvegsfyrirtækið hvetji til listrænnar sköpunar og sér í lagi Odd til frekari verka svo framarlega sem hann virði réttindi samborgara sinna. 27. september 2024 14:12