Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. desember 2024 21:07 Djerf var á lista Forbes yfir þrjátíu áhrifamestu athafnamenn heims undir þrítugu í fyrra. Instagram Sænski áhrifavaldurinn Matilda Djerf, sem á tískufatarisann Djerf Avenue, hefur beðist afsökunar á hegðun í garð starfsmanna sinna hjá fyrirtækinu. Hún var á dögunum sökuð um að niðurlægja starfsmenn sína og leggja þá í einelti. Aftonbladet ræddi við ellefu fyrrverandi og núverandi starfsmenn fyrirtækisins Djerf Avenue á dögunum sem sögðu farir sínar ekki sléttar af eigandanum, sem er jafnframt einn þekktasti áhrifavaldur heims um þessar mundir. Viðmælendur sögðust ýmist hafa orðið vitni að einelti á vinnustaðnum á hverjum degi, Djerf hafi brotið starfsfólk sitt niður með niðurlægingum og hrópum og sýnt af sér yfirlæti og hroka. Þá er Djerf sökuð um fitusmánun, þrátt fyrir að fyrirtækið stærði sig iðulega af því hve margar stærðir væru í boði á fötum Djerf Avenue. Djerf hefur nú birt afsökunarbeiðni á Instagram síðu sína, þar sem hún biður hvern þann sem hún kann að hafa sært afsökunar. „Þegar ég stofnaði Djerf Avenur bjóst ég aldrei við að starfsmennirnir yrðu svona margir og ábyrgðin svona mikil. Ég var ekki tilbún. Ég hef aldrei fyrr stjórnað fyrirtæki, og vegna mikils álags og tíðra breytinga mistókst mér að vera sá leiðtogi og samstarfsmaður sem mig langar til að vera,“ segir meðal annars í færslunni. Hún segist þegar hafa gert ráðstafanir til þess að bæta vinnuumhverfið. Hún hafi til að mynda ráðið inn reyndari framkvæmdastjórn og ráðið sálfræðing og annan mannauðsfulltrúa til starfa hjá fyrirtækinu. Þá hyggst hún sjálf líta í eigin barm. View this post on Instagram A post shared by Matilda Djerf (@matildadjerf) Tíska og hönnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Aftonbladet ræddi við ellefu fyrrverandi og núverandi starfsmenn fyrirtækisins Djerf Avenue á dögunum sem sögðu farir sínar ekki sléttar af eigandanum, sem er jafnframt einn þekktasti áhrifavaldur heims um þessar mundir. Viðmælendur sögðust ýmist hafa orðið vitni að einelti á vinnustaðnum á hverjum degi, Djerf hafi brotið starfsfólk sitt niður með niðurlægingum og hrópum og sýnt af sér yfirlæti og hroka. Þá er Djerf sökuð um fitusmánun, þrátt fyrir að fyrirtækið stærði sig iðulega af því hve margar stærðir væru í boði á fötum Djerf Avenue. Djerf hefur nú birt afsökunarbeiðni á Instagram síðu sína, þar sem hún biður hvern þann sem hún kann að hafa sært afsökunar. „Þegar ég stofnaði Djerf Avenur bjóst ég aldrei við að starfsmennirnir yrðu svona margir og ábyrgðin svona mikil. Ég var ekki tilbún. Ég hef aldrei fyrr stjórnað fyrirtæki, og vegna mikils álags og tíðra breytinga mistókst mér að vera sá leiðtogi og samstarfsmaður sem mig langar til að vera,“ segir meðal annars í færslunni. Hún segist þegar hafa gert ráðstafanir til þess að bæta vinnuumhverfið. Hún hafi til að mynda ráðið inn reyndari framkvæmdastjórn og ráðið sálfræðing og annan mannauðsfulltrúa til starfa hjá fyrirtækinu. Þá hyggst hún sjálf líta í eigin barm. View this post on Instagram A post shared by Matilda Djerf (@matildadjerf)
Tíska og hönnun Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Svíþjóð Samfélagsmiðlar Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira