Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. desember 2024 18:49 Þó nokkrir hafa áhyggjur af því hvort að pakkar þeirra skili sér erlendis frá fyrir hátíðirnar. getty/Jordan Lye „Það hefur verið mesta umræðan um vörur erlendis frá. Þar er tappinn bara flugvélar. Það er bara ekki meira pláss í vélunum. Þeir sem hafa þurft að bíða svona lengi, í tíu daga eða eitthvað svoleiðis. Það eru þá flugvélarnar sem eru fullar.“ Þetta segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp, í samtali við Reykjavík síðdegis um áhyggjur fólks sem bíður eftir pökkum og vörum sem það hefur pantað erlendis frá fyrir jólin. Þó nokkrir neytendur séu orðnir stressaðir. Hrólfur ítrekar að fólk þurfi ekki að hafa of miklar áhyggjur þrátt fyrir biðina og bendir á að það fari alltaf skip frá Danmörku á föstudögum sem skilar sér í höfn í Þorlákshöfn á mánudögum. „Það kom skip í gær, með helling af pökkum sem að berast núna í þessari viku,“ segir hann og bætir við að miðað við stöðuna eins og hún er núna telji hann að fólk fái pakkana sína fyrir jól. Bólar enn ekkert á jólagjöf barnabarnsins Ef miða má við umræðuna á samfélagsmiðlum og þá sér í lagi í hópum á Facebook eru þó nokkrir áhyggjufullir yfir því hvort að vörur sem þeir hafa pantað erlendis frá muni skila sín til landsins í tæka tíð áður en jólin ganga í garð. Einn neytandi segir frá raunum sínum á hópnum Markaðsnördar á Facebook. Hann hafði pantað gjöf fyrir barnabarn sitt þann 5. desember á afslætti. Vörurnar sem hann pantaði áttu að berast innan tveggja til þriggja virkra daga en í dag, tólf dögum síðar, bólar enn ekkert á þeim. Maðurinn hafi sent kvörtun á bæði Boozt og Dropp og fengið þau svör að vegna fjölda pantana hafi stór hluti verið sendur með skipaflutningi í stað þess að vera sendur með flugvél. Vegna þessa taki sendingarnar lengri tíma en vanalega. Ekki var hægt að gefa nákvæman tímaramma um hvenær sendingin muni berast. Neytandi þessi tekur fram í færslunni að ekki sé við Dropp að sakast þar sem fyrirtækið komi ekki að innflutningi. Dropp taki við sendingum þegar þær eru komnar til landsins og dreifi þeim um landið. Tvöfalda starfsmannafjölda í nóvember og desember Hrólfur ítrekar að ástæða seinkunar á vörusendingum sé ekki vegna tafa hér á landi. „Netverslun eykst gífurlega í nóvember og desember, þannig að aðfangakeðjurnar eru bara ekki gerðar fyrir að fá allt í einu tuttugufalt magn á einum degi. Þannig að afhendingartími sem fólk er búið að venjast, kannski tveir til þrír dagar, sem er góð þjónusta gengur engan veginn upp þegar að allir fara á sama kvöldi og panta sér jólagjafirnar,“ segir hann og vísar í tilboðsdaga líkt og dag einhleypa, svartan föstudag og stafrænan mánudag. Allt árið sé Dropp að undirbúa fyrir nóvember og desember sem séu lang stærstu mánuðirnir. Fyrirtækið tvöfaldi starfsmannafjölda og bílaflotan fyrir þessa mánuði. Hver er tíminn sem að þið lofið? „Venjulega er það sem við fáum til okkar fyrir klukkan tvö á daginn tilbúið fyrir klukkan fimm á höfuðborgarsvæðinu þannig að fólk geti sótt það á leið heim úr vinnu. 80 prósent sækir á milli fimm og sjö. Flestir eru að sækja á leiðinni heim.“ Neytendur Jól Pósturinn Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Þetta segir Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp, í samtali við Reykjavík síðdegis um áhyggjur fólks sem bíður eftir pökkum og vörum sem það hefur pantað erlendis frá fyrir jólin. Þó nokkrir neytendur séu orðnir stressaðir. Hrólfur ítrekar að fólk þurfi ekki að hafa of miklar áhyggjur þrátt fyrir biðina og bendir á að það fari alltaf skip frá Danmörku á föstudögum sem skilar sér í höfn í Þorlákshöfn á mánudögum. „Það kom skip í gær, með helling af pökkum sem að berast núna í þessari viku,“ segir hann og bætir við að miðað við stöðuna eins og hún er núna telji hann að fólk fái pakkana sína fyrir jól. Bólar enn ekkert á jólagjöf barnabarnsins Ef miða má við umræðuna á samfélagsmiðlum og þá sér í lagi í hópum á Facebook eru þó nokkrir áhyggjufullir yfir því hvort að vörur sem þeir hafa pantað erlendis frá muni skila sín til landsins í tæka tíð áður en jólin ganga í garð. Einn neytandi segir frá raunum sínum á hópnum Markaðsnördar á Facebook. Hann hafði pantað gjöf fyrir barnabarn sitt þann 5. desember á afslætti. Vörurnar sem hann pantaði áttu að berast innan tveggja til þriggja virkra daga en í dag, tólf dögum síðar, bólar enn ekkert á þeim. Maðurinn hafi sent kvörtun á bæði Boozt og Dropp og fengið þau svör að vegna fjölda pantana hafi stór hluti verið sendur með skipaflutningi í stað þess að vera sendur með flugvél. Vegna þessa taki sendingarnar lengri tíma en vanalega. Ekki var hægt að gefa nákvæman tímaramma um hvenær sendingin muni berast. Neytandi þessi tekur fram í færslunni að ekki sé við Dropp að sakast þar sem fyrirtækið komi ekki að innflutningi. Dropp taki við sendingum þegar þær eru komnar til landsins og dreifi þeim um landið. Tvöfalda starfsmannafjölda í nóvember og desember Hrólfur ítrekar að ástæða seinkunar á vörusendingum sé ekki vegna tafa hér á landi. „Netverslun eykst gífurlega í nóvember og desember, þannig að aðfangakeðjurnar eru bara ekki gerðar fyrir að fá allt í einu tuttugufalt magn á einum degi. Þannig að afhendingartími sem fólk er búið að venjast, kannski tveir til þrír dagar, sem er góð þjónusta gengur engan veginn upp þegar að allir fara á sama kvöldi og panta sér jólagjafirnar,“ segir hann og vísar í tilboðsdaga líkt og dag einhleypa, svartan föstudag og stafrænan mánudag. Allt árið sé Dropp að undirbúa fyrir nóvember og desember sem séu lang stærstu mánuðirnir. Fyrirtækið tvöfaldi starfsmannafjölda og bílaflotan fyrir þessa mánuði. Hver er tíminn sem að þið lofið? „Venjulega er það sem við fáum til okkar fyrir klukkan tvö á daginn tilbúið fyrir klukkan fimm á höfuðborgarsvæðinu þannig að fólk geti sótt það á leið heim úr vinnu. 80 prósent sækir á milli fimm og sjö. Flestir eru að sækja á leiðinni heim.“
Neytendur Jól Pósturinn Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira