„Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. desember 2024 14:34 Líf Ásu Ninnu breyttist á einni nóttu þegar hún og þáverandi maðurinn hennar skildu. „Ég hef alltaf verið svolítill Tomboy og hef aldrei verið hrifin af því að vera í kjólum. Mamma þurfti alveg að troða mér í einhverja kjóla þegar ég var lítil, og það þurfi að semja um tíma. Mér leið bara mjög illa í kjól, og líður enn. Mér líður eins og ég kunni ekki að labba,“ segir Ása Ninna Pétursdóttir, fjölmiðla- og dagskrárgerðarkona. Ása Ninna er gestur Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars tískuáhugann, flutninga fjölskyldunnar á Selfossi og fjölmiðlaferilinn. Ása Ninna er annar þáttastjórnandi Bakarísins á Bylgjunni á laugardagsmorgnum, ásamt Svavar Erni Svavarssyni. Tækifærissinnuð tískuáhugakona Ása Ninna rak um árabil fataverslunina GK með þáverandi manni sínum ásamt því að hafa stofnað sitt eigið tískumerki, Eyland, sem hún segist vel geta hugsað sér að endurvekja við tækifæri. „Ég var með mikinn tískuáhuga en samt sem áður gaman að horfa til baka því ég var mjög tækifærissinnuð á þessum tíma,“ segir Ása Ninna og lýsir því hvernig hún klæddi sig upp í viðeigandi útlit fyrir hverja senu, á Maus-tónleikum var það prjónapeysa og patchouli-ilmvatn, því næst smeygði hún sér í pallíettubol og skellti sér út á land að dansa á Skímó-balli. Þrátt fyrir að hafa haft mikinn áhuga á tísku alla ævi, er Ása Ninna að eigin sögn engin kjólakona, og lýsir sjálfi sér sem strákastelpu þegar kemur að klæðaburði (e. tomboy). Sem barn samdi hún gjarnan við mömmu sína um hve mikinn tíma hún neyddist að klæðast kjól á jólunum og beið spennt eftir að komast í ný náttföt. Lífið breyttist á einni nóttu Það má greina að Ása Ninna er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í lífinu er ein af þeim sem skapar sér tækifæri. „Ég bý mér til vinnu; ef mig langar að gera eitthvað þá finn ég út hvernig geti gert það.“ Nú síðast var það dagskrágerð og sér í lagi þættir um ástina sem hafa átt hug Ásu Ninnu síðastliðin ár, má þar nefna Fyrsta blikið og Sveitarómantík sem sýndir voru á Stöð 2. „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ segir Ása Ninna og hlær við spurningunni um hvort karakterinn Carrie Bradshaw, úr hinum geysivinsælu þáttum, Beðmál í borginni, hafi verið henni innblástur. „Þegar ég skildi þá breyttist bara lífið á einni nóttu, ég þurfti aldeilis að vinda stoltið mitt og egó - og byrja upp á nýtt,“ segir Ása Ninna. Hún segist hafa upplifað stefnumótasenuna öðruvísi hér á landi en erlendis og fann að fólk var sólgið í fróðleik og afþreyingu tengda tilhugalífinu. „Ég fór að skrifa niður sögur, pælingar, sanka að mér sögum og þá sá ég að þarna var ég með eitthvað spennandi í höndunum,“ segir Ása sem sökkti sér í rannsóknarvinnu samhliða því að finna jafnvægi í einkalífinu, einhleyp með tvö börn. „Þarna stökk ég alveg í djúpu laugina og fór í fyrsta sinn í sjónvarp. Ég hef alltaf litið á þetta sem mannlífsþátt, ekki stefnumótunar. Ég tel það vera algjör forréttindi að fá að miðla sögum fólks, það er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hlaðvörp Ástin og lífið Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Ása Ninna er gestur Elísabetar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum, Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Í þættinum fara þær um víðan völl og ræða meðal annars tískuáhugann, flutninga fjölskyldunnar á Selfossi og fjölmiðlaferilinn. Ása Ninna er annar þáttastjórnandi Bakarísins á Bylgjunni á laugardagsmorgnum, ásamt Svavar Erni Svavarssyni. Tækifærissinnuð tískuáhugakona Ása Ninna rak um árabil fataverslunina GK með þáverandi manni sínum ásamt því að hafa stofnað sitt eigið tískumerki, Eyland, sem hún segist vel geta hugsað sér að endurvekja við tækifæri. „Ég var með mikinn tískuáhuga en samt sem áður gaman að horfa til baka því ég var mjög tækifærissinnuð á þessum tíma,“ segir Ása Ninna og lýsir því hvernig hún klæddi sig upp í viðeigandi útlit fyrir hverja senu, á Maus-tónleikum var það prjónapeysa og patchouli-ilmvatn, því næst smeygði hún sér í pallíettubol og skellti sér út á land að dansa á Skímó-balli. Þrátt fyrir að hafa haft mikinn áhuga á tísku alla ævi, er Ása Ninna að eigin sögn engin kjólakona, og lýsir sjálfi sér sem strákastelpu þegar kemur að klæðaburði (e. tomboy). Sem barn samdi hún gjarnan við mömmu sína um hve mikinn tíma hún neyddist að klæðast kjól á jólunum og beið spennt eftir að komast í ný náttföt. Lífið breyttist á einni nóttu Það má greina að Ása Ninna er óhrædd við að fara sínar eigin leiðir í lífinu er ein af þeim sem skapar sér tækifæri. „Ég bý mér til vinnu; ef mig langar að gera eitthvað þá finn ég út hvernig geti gert það.“ Nú síðast var það dagskrágerð og sér í lagi þættir um ástina sem hafa átt hug Ásu Ninnu síðastliðin ár, má þar nefna Fyrsta blikið og Sveitarómantík sem sýndir voru á Stöð 2. „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ segir Ása Ninna og hlær við spurningunni um hvort karakterinn Carrie Bradshaw, úr hinum geysivinsælu þáttum, Beðmál í borginni, hafi verið henni innblástur. „Þegar ég skildi þá breyttist bara lífið á einni nóttu, ég þurfti aldeilis að vinda stoltið mitt og egó - og byrja upp á nýtt,“ segir Ása Ninna. Hún segist hafa upplifað stefnumótasenuna öðruvísi hér á landi en erlendis og fann að fólk var sólgið í fróðleik og afþreyingu tengda tilhugalífinu. „Ég fór að skrifa niður sögur, pælingar, sanka að mér sögum og þá sá ég að þarna var ég með eitthvað spennandi í höndunum,“ segir Ása sem sökkti sér í rannsóknarvinnu samhliða því að finna jafnvægi í einkalífinu, einhleyp með tvö börn. „Þarna stökk ég alveg í djúpu laugina og fór í fyrsta sinn í sjónvarp. Ég hef alltaf litið á þetta sem mannlífsþátt, ekki stefnumótunar. Ég tel það vera algjör forréttindi að fá að miðla sögum fólks, það er það skemmtilegasta sem ég geri.“ Þáttinn má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Hlaðvörp Ástin og lífið Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið „Ég er óléttur“ Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“