Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. desember 2024 07:02 Jóhanna hvetur fólk til að fylgja ráðleggingum Embættis landlæknis og borða fjölbreytt mataræði. Lýðheilsufræðingar vara við upplýsingaóreiðu sem þeir segja nú vera á kreiki um kólesteról og skaðsemi mettaðrar fitu. Tenging á milli mettaðrar fitu og hás kólesteróls í blóði við hjartasjúkdóma væri vel rannsökuð. Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar halda þau Guðrún Nanna Egilsdóttir, Jóhanna E. Torfadóttir og Thor Aspelund á penna. Tilefnið virðist vera ummæli hjartalæknisins Axels F. Sigurðssonar sem sagði á dögunum að umræðan um kólesteról væri á villigötum hér á landi. Axel sagði í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms að kólesteról væri lífsnauðsynlegt fyrir eðlilega frumustarfsemi. Hugtök eins og „gott kólesteról“ og „slæmt kólesteról“ hefðu valdið misskilningi og sagði Axel að ráðleggingar um að draga úr neyslu mettaðrar fitu löngum hafa verið villandi. „Mér finnst ráðleggingar um mettaða fitu vera vitleysa. Mettuð fita er margs konar og ekki hægt að setja hana alla undir einn hatt,“ sagði Axel. Hann sagði þetta snúast meira um matinn sjálfan, hráefnið og hvernig það er unnið og eldað. Axel ræddi málið jafnframt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í síðustu viku. Sterk vísindaleg rök að baki ráðleggingum Í aðsendri grein sinni segja sérfræðingarnir að á undanförnum árum hafi ráðleggingar Embættis landlæknis verið gagnrýndar fyrir það að mæla með því að draga að hluta til úr neyslu mettaðrar fitu. Hinsvegar væri sterkur vísindalegur grunnur fyrir ráðleggingum heilbrigðisyfrivalda um að skipta mettaðri fitu að hluta til út fyrir ómettaða. „Það er heldur ekki hægt að tala bara um heildar kólesteról mælt í blóði og skella því öllu undir sama hatt því að það eru til tvær megingerðir kólesteróls sem hafa ólíka virkni og það skiptir máli þegar skoðuð er hættan á hjarta- og æðasjúkdómum.“ Þá benda þau á að hjarta- og æðasjúkdómar séu enn ein algengasta dánarorsökin hér á landi bæði meðal karla og kvenna. Samkvæmt gögnum Hjartaverndar séu þrjátíu prósent þeirra sem fái kransæðastíflu með of hátt kólesterólgildi eða aðrar blóðfitu truflanir. „Í ljósi yfirgripsmikilla rannsókna og skýrs samhljóms í vísindasamfélaginu ætti almenningur að geta treyst ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur þar sem þær byggja á traustum vísindalegum grunni og ótal magni rannsókna. Með því að forgangsraða og velja sem mest ómettaða fitugjafa (s.s. feitan fisk, hnetur, fræ og jurtaolíur) stuðlum við að heilbrigðara lífi. Það þýðir þó ekki að það sé ekki pláss fyrir ost á samlokuna af og til enda snýst þetta á endanum um heildarmataræðið og stöðugleika.“ Jóhanna E. Torfadóttir næringar- og lýðheilsufræðingur ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni. Heilsa Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar halda þau Guðrún Nanna Egilsdóttir, Jóhanna E. Torfadóttir og Thor Aspelund á penna. Tilefnið virðist vera ummæli hjartalæknisins Axels F. Sigurðssonar sem sagði á dögunum að umræðan um kólesteról væri á villigötum hér á landi. Axel sagði í Heilsuhlaðvarpi Lukku og Jóhönnu Vilhjálms að kólesteról væri lífsnauðsynlegt fyrir eðlilega frumustarfsemi. Hugtök eins og „gott kólesteról“ og „slæmt kólesteról“ hefðu valdið misskilningi og sagði Axel að ráðleggingar um að draga úr neyslu mettaðrar fitu löngum hafa verið villandi. „Mér finnst ráðleggingar um mettaða fitu vera vitleysa. Mettuð fita er margs konar og ekki hægt að setja hana alla undir einn hatt,“ sagði Axel. Hann sagði þetta snúast meira um matinn sjálfan, hráefnið og hvernig það er unnið og eldað. Axel ræddi málið jafnframt í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í síðustu viku. Sterk vísindaleg rök að baki ráðleggingum Í aðsendri grein sinni segja sérfræðingarnir að á undanförnum árum hafi ráðleggingar Embættis landlæknis verið gagnrýndar fyrir það að mæla með því að draga að hluta til úr neyslu mettaðrar fitu. Hinsvegar væri sterkur vísindalegur grunnur fyrir ráðleggingum heilbrigðisyfrivalda um að skipta mettaðri fitu að hluta til út fyrir ómettaða. „Það er heldur ekki hægt að tala bara um heildar kólesteról mælt í blóði og skella því öllu undir sama hatt því að það eru til tvær megingerðir kólesteróls sem hafa ólíka virkni og það skiptir máli þegar skoðuð er hættan á hjarta- og æðasjúkdómum.“ Þá benda þau á að hjarta- og æðasjúkdómar séu enn ein algengasta dánarorsökin hér á landi bæði meðal karla og kvenna. Samkvæmt gögnum Hjartaverndar séu þrjátíu prósent þeirra sem fái kransæðastíflu með of hátt kólesterólgildi eða aðrar blóðfitu truflanir. „Í ljósi yfirgripsmikilla rannsókna og skýrs samhljóms í vísindasamfélaginu ætti almenningur að geta treyst ráðleggingum um mataræði sem embætti landlæknis gefur þar sem þær byggja á traustum vísindalegum grunni og ótal magni rannsókna. Með því að forgangsraða og velja sem mest ómettaða fitugjafa (s.s. feitan fisk, hnetur, fræ og jurtaolíur) stuðlum við að heilbrigðara lífi. Það þýðir þó ekki að það sé ekki pláss fyrir ost á samlokuna af og til enda snýst þetta á endanum um heildarmataræðið og stöðugleika.“ Jóhanna E. Torfadóttir næringar- og lýðheilsufræðingur ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni.
Heilsa Matur Reykjavík síðdegis Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira