Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2024 14:01 Már Egilsson, heimilislæknir, (t.v.) varar við því að horfið verði aftur til fortíðar og augljósra hagsmunaárekstra ef lyfjafræðingar fá heimild til þess að skrifa upp á lyf. Vísir Læknir segir að margir þeirra sem starfa við heilsugæsluna hafi misst hökuna í gólfið þegar þeir lásu tillögu starfshóps heilbrigðisráðherra um að lyfjafræðingar gætu ávísað lyfjum. Það skapaði hagsmunaárekstra sem kæmu niður á sjúklingum og gerði lítið úr störfum lækna. Starfshópur heilbrigðisráðherra birti hvítbók um stöðumat lyfjafræðilegrar þjónustu í apótekum í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar í vikunni. Hún gerði ýmsar tillögur að úrbótum, þar á meðal að lyfjafræðingar fái heimild til þess að ávísa ákveðnum lyfjum og að apótek verði þannig fyrsti viðkomustaður í veikindum. Formaður Lyfjafræðingafélagsins fagnaði tillögunum og sagði þær í takt við það sem tíðkaðist í nágrannalöndunum, meðal annars til þess að létta álagi af heilsugæslunni. Már Egilsson, heimilislæknir, gagnrýnir hins vegar tillögurnar sem eru settar fram í þriðja áfanga skýrslunnar í aðsendri grein á Vísi í dag. Starfshópurinn virðist vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar þegar ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Það fyrirkomulag hafi verið afnumið vegna augljósra hagsmunaárekstra. Vísar hann til greinar lyfjalaga sem bannar læknum, tannlæknum og dýralæknum að vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem tengist lyfjum að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra. Gengið sé enn lengra í þessa átt í siðareglum lækna. Fagþekking lækna og hjúkrunarfræðinga þvælist ekki fyrir Tillaga starfshópsins feli í sér að lyfjafræðingar geti setið beggja vegna borðsins. Það með sé ekki aðeins tekið skref aftur á bak hvað varðar hagsmunaárekstra heldur sé gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þurfi til að greina og meðhöndla sjúkdóma. „Þeir eru sem sagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir,“ skrifar Már. Hugmyndir starfshópsins ættu ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi þess að stór hluti höfunda skýrslunnar sé viðskiptafólk á einkamarkaði í lyfsölu. Már segir verra að sjá lyfjafræðinga sem starfi fyrir Þróunarmiðstöð íslenskra heilsugæslu og forstjóra Lyfjastofnunar í hópnum. „Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild,“ skrifar læknirinn. Lyf Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Starfshópur heilbrigðisráðherra birti hvítbók um stöðumat lyfjafræðilegrar þjónustu í apótekum í samanburði við hinar Norðurlandaþjóðirnar í vikunni. Hún gerði ýmsar tillögur að úrbótum, þar á meðal að lyfjafræðingar fái heimild til þess að ávísa ákveðnum lyfjum og að apótek verði þannig fyrsti viðkomustaður í veikindum. Formaður Lyfjafræðingafélagsins fagnaði tillögunum og sagði þær í takt við það sem tíðkaðist í nágrannalöndunum, meðal annars til þess að létta álagi af heilsugæslunni. Már Egilsson, heimilislæknir, gagnrýnir hins vegar tillögurnar sem eru settar fram í þriðja áfanga skýrslunnar í aðsendri grein á Vísi í dag. Starfshópurinn virðist vilja hverfa nokkra áratugi til fortíðar þegar ávísandi lyfja var sá sami og hafði hag af sölu lyfjanna. Það fyrirkomulag hafi verið afnumið vegna augljósra hagsmunaárekstra. Vísar hann til greinar lyfjalaga sem bannar læknum, tannlæknum og dýralæknum að vera eigendur að svo stórum hluta í fyrirtæki sem tengist lyfjum að það hafi teljandi áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra. Gengið sé enn lengra í þessa átt í siðareglum lækna. Fagþekking lækna og hjúkrunarfræðinga þvælist ekki fyrir Tillaga starfshópsins feli í sér að lyfjafræðingar geti setið beggja vegna borðsins. Það með sé ekki aðeins tekið skref aftur á bak hvað varðar hagsmunaárekstra heldur sé gert lítið úr því mikla námi og reynslu sem þurfi til að greina og meðhöndla sjúkdóma. „Þeir eru sem sagt búnir að finna upp nýtt fyrirbæri, sem mætti t.d. kalla heilsugæslu, en sem einungis ávísar lyfjum og þar sem hvorki fagþekking lækna né hjúkrunarfræðinga þvælist fyrir,“ skrifar Már. Hugmyndir starfshópsins ættu ef til vill ekki að koma á óvart í ljósi þess að stór hluti höfunda skýrslunnar sé viðskiptafólk á einkamarkaði í lyfsölu. Már segir verra að sjá lyfjafræðinga sem starfi fyrir Þróunarmiðstöð íslenskra heilsugæslu og forstjóra Lyfjastofnunar í hópnum. „Ég á von á því að komandi ríkisstjórn og heilbrigðisráðherra sjái þennan „þriðja áfanga“ skýrslunnar í réttu ljósi og að slík framtíðarsýn sé afar umdeild,“ skrifar læknirinn.
Lyf Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Heilbrigðismál Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira