Fimm bílar fastir í rúman sólarhring Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2024 10:48 Björgunarsveitir eru víða í viðbragðsstöðu vegna vetrarveðursins. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og í uppsveitum Árnessýslu voru kallaðar út að Kerlingarfjöllum þar sem hópur fólks á fimm bílum hafði setið fastur í rúman sólarhring. Óskað var eftir aðstoð á sjöunda tímanum í morgun en lítið var eftir af eldsneyti og vistum hjá hópnum, að sögn upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar voru með töluverðan viðbúnað og stórir björgunarbílar sendir á staðinn auk snjóbíla. Upp úr hádegi var björgunarsveitarfólk búið að losa bílana fimm og allir ferðalangar á leið til byggða. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafði ekki upplýsingar um það hvort um væri að ræða Íslendinga eða erlenda ferðamenn. Aftakaveður víða Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra. Þá er gul viðvörun í flestum öðrum landshlutum. Lítið hefur verið um útköll vegna veðurs fram að þessu. „Svo bara fylgjast menn með veðrinu og sveitirnar eru svosem alltaf til taks ef á þarf að halda,“ segir Jón Þór. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir vegi víða flughála á meðan snjó og klaka leysir. Hvöss sunnanátt og sumstaðar séu snarpir vindstrengir norðvestantil. Bæti í vind um norðanvert landið síðdegis og í kvöld, fyrst vestantil, með hviðum yfir 40 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Dregur úr vindi í nótt. Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út upp úr miðnætti til að aðstoða ökumenn sem höfðu lent í í vandræðum við Fróðá, Búlandshöfða og á Fróðárheiði nærri Ólafsvík. Sveitin greinir frá því að nokkrir bílar hafi verið losaðir og sumum ökumönnum snúið við eða þeir aðstoðaðir við að komast í gistingu. Lífsbjörg birti eftirfarandi myndskeið frá aðgerðunum á Facebook-síðu sinni. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:14. Björgunarsveitir Færð á vegum Hrunamannahreppur Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Óskað var eftir aðstoð á sjöunda tímanum í morgun en lítið var eftir af eldsneyti og vistum hjá hópnum, að sögn upplýsingafulltrúa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Björgunarsveitirnar voru með töluverðan viðbúnað og stórir björgunarbílar sendir á staðinn auk snjóbíla. Upp úr hádegi var björgunarsveitarfólk búið að losa bílana fimm og allir ferðalangar á leið til byggða. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, hafði ekki upplýsingar um það hvort um væri að ræða Íslendinga eða erlenda ferðamenn. Aftakaveður víða Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Breiðafirði, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Ströndum og Norðurlandi vestra. Þá er gul viðvörun í flestum öðrum landshlutum. Lítið hefur verið um útköll vegna veðurs fram að þessu. „Svo bara fylgjast menn með veðrinu og sveitirnar eru svosem alltaf til taks ef á þarf að halda,“ segir Jón Þór. Veðurfræðingur Vegagerðarinnar segir vegi víða flughála á meðan snjó og klaka leysir. Hvöss sunnanátt og sumstaðar séu snarpir vindstrengir norðvestantil. Bæti í vind um norðanvert landið síðdegis og í kvöld, fyrst vestantil, með hviðum yfir 40 metrum á sekúndu í vindstrengjum við fjöll. Dregur úr vindi í nótt. Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ var kölluð út upp úr miðnætti til að aðstoða ökumenn sem höfðu lent í í vandræðum við Fróðá, Búlandshöfða og á Fróðárheiði nærri Ólafsvík. Sveitin greinir frá því að nokkrir bílar hafi verið losaðir og sumum ökumönnum snúið við eða þeir aðstoðaðir við að komast í gistingu. Lífsbjörg birti eftirfarandi myndskeið frá aðgerðunum á Facebook-síðu sinni. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 13:14.
Björgunarsveitir Færð á vegum Hrunamannahreppur Mest lesið Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent