Segja Bjarna að fara til andskotans og taka hvalveiðileyfið með Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2024 07:10 Bjarni tilkynnti í gær um leyfisveitingu til hvalveiða til tveggja aðila. Leyfið gildir í fimm ár. Vísir/Einar Samtök grænkera, Hvalavinir og ungir Píratar eru meðal þeirra sem brugðist hafa harkalega við ákvörðun Bjarna Benediktssonar matvælaráðherra um að veita leyfi til hvalveiða næstu fimm árin. Ungliðahreyfing Pírata segir Bjarna að „fara til andskotans“. Bjarni gaf í gær út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. og leyfi til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14, sem er í eigu Tjaldtanga ehf. Leyfin eru veitt til fimm ára. Hvalavinir, sem eru samtök utan um andstöðu við hvalveiðar, segjast í Facebook-færslu fordæma harðlega ákvörðun Bjarna. Hún sé svívirðileg valdníðsla fallinnar ríkisstjórnar, eins og það er orðað. Þeir flokkar sem nú eigi í stjórnarmyndunarviðræðum, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, séu á móti hvalveiðum og því sé um að ræða ólýðræðisleg og einkennileg vinnubrögð. „Þjóðin var skýr í nýliðnum kosningum og vildi breytingar, meirihluti landsmanna vilja ekki hvalveiðar og það er fordæmalaus vanvirðing við lýðveldið að fráfarandi forsætisráðherra þrýsti leyfi í gegn án umboðs þjóðarinnar,“ segir í færslu samtakanna. Brýnt að Alþingi banni hvalveiðar Þar segir einnig að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi skipað starfshóp fyrr á árinu sem hafi átt að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu atvinnugreinarinnar, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. „Ákvörðun um stefnu Íslands hvað varðar hvalveiðar átti svo í framhaldi að taka mið af skýrslu starfshópsins. Sú skýrsla er enn væntanleg og því enn einkennilegra að Bjarni Benediktsson hafi einnig farið á svig við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem hann sat í.“ Þá segja samtökin að veiðarnar gangi gegn ákvæðum laga um dýravelferð, og því sé brýnt að Alþingi samþykki hvalveiðibann sem fyrst. Í færslunni er ný ríkisstjórn hvött til þess að afturkalla leyfisveitinguna, þar sem Bjarni hafi ekki haft umboð til að veita leyfið. „Farðu til andskotans“ Fleiri hafa kvatt sér hljóðs vegna leyfisveitingarinnar, til að mynda samtök grænkera á Íslandi, sem segjast af öllu hjarta fordæma „hræðilega þróun þessa máls“. Fylgjendur samtakanna eru hvattir til þess að setja nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir bönnun hvalveiða og afturköllun leyfisins. Samtök ungra Pírata birtu þá ályktun vegna leyfisveitingarinnar þar sem þeir eru ómyrkir í máli. „Bjarni: siðleysan og sérhagsmunagæslan uppmáluð, farðu til andskotans og taktu leyfið þitt með. Ný ríkisstjórn sem verður mynduð: bannið hvalveiðar þarna skræfurnar ykkar,“ segir í ályktuninni sem birt var á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ungir Píratar (@ungirpiratar) Hvalveiðar Dýr Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Bjarni gaf í gær út leyfi til veiða á langreyðum til Hvals hf. og leyfi til veiða á hrefnu til tog- og hrefnuveiðibátsins Halldórs Sigurðssonar ÍS 14, sem er í eigu Tjaldtanga ehf. Leyfin eru veitt til fimm ára. Hvalavinir, sem eru samtök utan um andstöðu við hvalveiðar, segjast í Facebook-færslu fordæma harðlega ákvörðun Bjarna. Hún sé svívirðileg valdníðsla fallinnar ríkisstjórnar, eins og það er orðað. Þeir flokkar sem nú eigi í stjórnarmyndunarviðræðum, Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, séu á móti hvalveiðum og því sé um að ræða ólýðræðisleg og einkennileg vinnubrögð. „Þjóðin var skýr í nýliðnum kosningum og vildi breytingar, meirihluti landsmanna vilja ekki hvalveiðar og það er fordæmalaus vanvirðing við lýðveldið að fráfarandi forsætisráðherra þrýsti leyfi í gegn án umboðs þjóðarinnar,“ segir í færslu samtakanna. Brýnt að Alþingi banni hvalveiðar Þar segir einnig að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi skipað starfshóp fyrr á árinu sem hafi átt að fara yfir lagaumhverfi og stjórnsýslu atvinnugreinarinnar, auk samræmis við alþjóðlegar skuldbindingar og sáttmála. „Ákvörðun um stefnu Íslands hvað varðar hvalveiðar átti svo í framhaldi að taka mið af skýrslu starfshópsins. Sú skýrsla er enn væntanleg og því enn einkennilegra að Bjarni Benediktsson hafi einnig farið á svig við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar sem hann sat í.“ Þá segja samtökin að veiðarnar gangi gegn ákvæðum laga um dýravelferð, og því sé brýnt að Alþingi samþykki hvalveiðibann sem fyrst. Í færslunni er ný ríkisstjórn hvött til þess að afturkalla leyfisveitinguna, þar sem Bjarni hafi ekki haft umboð til að veita leyfið. „Farðu til andskotans“ Fleiri hafa kvatt sér hljóðs vegna leyfisveitingarinnar, til að mynda samtök grænkera á Íslandi, sem segjast af öllu hjarta fordæma „hræðilega þróun þessa máls“. Fylgjendur samtakanna eru hvattir til þess að setja nafn sitt við undirskriftasöfnun þar sem kallað er eftir bönnun hvalveiða og afturköllun leyfisins. Samtök ungra Pírata birtu þá ályktun vegna leyfisveitingarinnar þar sem þeir eru ómyrkir í máli. „Bjarni: siðleysan og sérhagsmunagæslan uppmáluð, farðu til andskotans og taktu leyfið þitt með. Ný ríkisstjórn sem verður mynduð: bannið hvalveiðar þarna skræfurnar ykkar,“ segir í ályktuninni sem birt var á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Ungir Píratar (@ungirpiratar)
Hvalveiðar Dýr Píratar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira