Segir háskalega fáar þotur rúmast á varaflugvöllum Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júlí 2016 17:00 Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háskalegt ástand geta skapast verði flughlöð ekki stækkuð á varaflugvöllum Keflavíkurflugvallar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Njál Trausta Friðbertsson, bæjarfulltrúa á Akureyri. Akureyrarflugvöllur er einn þriggja flugvalla hérlendis sem gegnir hlutverki varaflugvallar fyrir millilandaflugið til Keflavíkur. Hann er jafnframt sá umferðarmesti utan suðvesturhorns landsins. Stóraukning flugumferðar til Íslands hefur gjörbreytt stöðunni. Við getum vel séð fyrir okkur dæmi þar sem kannski tuttugu þotur, fullar af farþegum, eru á leið til Íslands þegar Keflavíkurflugvöllur lokast skyndilega og allar þurfa að snúa til varavallar. Reykjavíkurflugvöllur er talinn geta tekið við yfir tuttugu farþegaþotum en hann gæti lokast um leið. Og það þarf ekki eldgos til. Dimm þoka gæti lagst samtímis yfir vellina suðvestanlands og þótt 2400 metra löng flugbrautin á Akureyri sé nægilega löng til að taka við flestum þotum takmarkast geta hans sem varavallar við það að flughlaðið rúmar bara fjórar til fimm stórar þotur. Sama staða er uppi á Egilsstaðaflugvelli.Njáll Trausti Friðbertsson, bæjarfulltrúi á Akureyri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þá eru þetta kannski fjögur til fimm stæði á hvorum stað. En þetta er orðin traffík á dag inn á Keflavík 85 vélar á sólarhring, verða yfir 100 á næsta ári. Þetta er fjórföldun frá Eyjafjallagosinu, umferð inn á Keflavík. Við þurfum að byggja innviðina með þessari gríðarlegu fjölgun til landsins í millilandafluginu,“ segir Njáll Trausti. Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. er þegar byrjuð í hagræðingarskyni að láta sturta útgreftrinum úr göngunum í væntanlegt flughlað í trausti þess að ríkið muni klára verkefnið. Íslenskir atvinnuflugmenn telja það raunar svo brýnt að stækka flughlöð vallanna að formaður öryggisnefndar þeirra, Ingvar Tryggvason, lýsti því nýlega í grein í fréttabréfi FÍA að annars gæti háskalegt ástand skapast. „Það er því orðið mjög brýnt að stækka hlöðin á þessum völlum, til að fyrirbyggja að háskalegt ástand geti skapast,“ sagði Ingvar.Byrjað er að sturta útgreftri Vaðlaheiðarganga í væntanlegt flughlað í trausti þess að ríkið kosti verkefnið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Bæjarráð Akureyrar hefur jafnframt bent á að stækkun flughlaðs sé forsenda þess að flugfélagið Norlandair og flugvélaverkstæði Arctic Maintenance geti byggt yfir starfsemi sína. „Þetta er náttúrlega mjög brýnt sem atvinnuhagsmunir fyrir rúmlega þrjátíu starfsmenn hérna á flugvellinum. Þeir hafa sagt í viðtölum að þeir væru að skoða það að flytja til Grænlands með sína starfsemi, til Syðri-Straumfjarðar. Þeir vilja náttúrlega geta horft til framtíðar og byggt yfir starfsemina. Þeir eru í miklum húsnæðisskorti hérna á flugvellinum,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson bæjarfulltrúi.Umfangsmikil starfsemi Norlandair og Arctic Maintenance á Akureyrarflugvelli er sögð kalla á meira rými.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Reiknað með töluverðri umferð um Akureyri Millilandaflugvélar komu og fóru frá Akureyrarflugvelli fram á nótt, en hlé varð undir morgun. Umferðin er aftur að fara í fullan gang og er reiknað með töluverðri umferð um völlinn í dag. Verulegt álag hefur verið á starfsliði vallarins og aukaliði frá Reykjavík og Keflavík, en engin alvarleg vandamál hafa komið upp, að sögn starfsmanna í morgun. Nánari upplýsingar um flugið er á heimasíðum flugfélaganna. 10. maí 2010 08:19 Telja að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður fram yfir helgi Icelandair gerir ráð fyrir lokun Keflavíkurflugvelli verði lokað fram yfir helgi og hefur sett upp flugáætlun fyrir mánudaginn sem tekur mið af áframhaldandi lokun Keflavíkurflugvallar vegna spár um dreifingu ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. 23. apríl 2010 21:20 Áfram flogið um Akureyri Flugsamgöngur víðs vegar um Evrópu komust í uppnám vegna eldgossins í Eyjafjallajökli um helgina. Flugvöllum var meðal annars lokað um tíma í Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Írlandi í gær. Um 24.500 flug fóru um Evrópu í gær, en það er 500 færri flug en venja er. Þá urðu talsverðar seinkanir þar sem fljúga þurfti lengri leiðir til að forðast öskuský. 10. maí 2010 04:00 Eyjafjallajökull: Millilandaflug um Akureyri - háloftaumferð yfir Skagafirði Allt millilandaflug fer um Akureyrarflugvöll í dag þar sem Keflavíkurflugvöllur er enn lokaður vegna ösku. Fimm vélar fara með farþega Icelandair til Glasgow í dag þaðan sem þeir verða ferjaðir áfram. Fyrsta Glasgow flugið frá Akureyri er þegar farið. IcelandExpress flýgur einnig í dag frá Akureyri bæði til London og Kaupmannahafnar. 9. maí 2010 09:49 Allt flug um Akureyrarflugvöll Allt flug, til og frá landinu, fer nú um Akureyrarflugvöll á meðan Keflavíkurflugvöllur er lokaður af völdum eldgossins. Mikið álag hefur verið á starfsfólkinu fyrir norðan en allt hefur gengið áfallalaust fyrir sig. 23. apríl 2010 19:09 Eyjafjallajökull: Álag á starfsfólki Akureyrarflugvallar Mikið álag hefur verið á starfsfólki Akureyrarflugvallar en þar er nú miðstöð fyrir millilandaflug. Flugvallastjórinn segir að þær aðstæður sem þar hafi skapast undanfarnar vikur sýni að stækka þurfi flugvöllinn. Flugsamgöngur til og frá landinu eru aftur í uppnámi með tilheyrandi óþægindum fyrir þúsundir Íslendinga. 9. maí 2010 18:59 Búast við að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður fyrri hluta þriðjudags Icelandair hefur sett upp flugáætlun fyrir næsta þriðjudag sem tekur mið af áframhaldandi flugtakmörkunum á Keflavíkurflugvelli vegna ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. Flugáætlun Icelandair þar til síðdegis á þriðjudag verður 24. apríl 2010 17:17 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir háskalegt ástand geta skapast verði flughlöð ekki stækkuð á varaflugvöllum Keflavíkurflugvallar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Njál Trausta Friðbertsson, bæjarfulltrúa á Akureyri. Akureyrarflugvöllur er einn þriggja flugvalla hérlendis sem gegnir hlutverki varaflugvallar fyrir millilandaflugið til Keflavíkur. Hann er jafnframt sá umferðarmesti utan suðvesturhorns landsins. Stóraukning flugumferðar til Íslands hefur gjörbreytt stöðunni. Við getum vel séð fyrir okkur dæmi þar sem kannski tuttugu þotur, fullar af farþegum, eru á leið til Íslands þegar Keflavíkurflugvöllur lokast skyndilega og allar þurfa að snúa til varavallar. Reykjavíkurflugvöllur er talinn geta tekið við yfir tuttugu farþegaþotum en hann gæti lokast um leið. Og það þarf ekki eldgos til. Dimm þoka gæti lagst samtímis yfir vellina suðvestanlands og þótt 2400 metra löng flugbrautin á Akureyri sé nægilega löng til að taka við flestum þotum takmarkast geta hans sem varavallar við það að flughlaðið rúmar bara fjórar til fimm stórar þotur. Sama staða er uppi á Egilsstaðaflugvelli.Njáll Trausti Friðbertsson, bæjarfulltrúi á Akureyri.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þá eru þetta kannski fjögur til fimm stæði á hvorum stað. En þetta er orðin traffík á dag inn á Keflavík 85 vélar á sólarhring, verða yfir 100 á næsta ári. Þetta er fjórföldun frá Eyjafjallagosinu, umferð inn á Keflavík. Við þurfum að byggja innviðina með þessari gríðarlegu fjölgun til landsins í millilandafluginu,“ segir Njáll Trausti. Stjórn Vaðlaheiðarganga hf. er þegar byrjuð í hagræðingarskyni að láta sturta útgreftrinum úr göngunum í væntanlegt flughlað í trausti þess að ríkið muni klára verkefnið. Íslenskir atvinnuflugmenn telja það raunar svo brýnt að stækka flughlöð vallanna að formaður öryggisnefndar þeirra, Ingvar Tryggvason, lýsti því nýlega í grein í fréttabréfi FÍA að annars gæti háskalegt ástand skapast. „Það er því orðið mjög brýnt að stækka hlöðin á þessum völlum, til að fyrirbyggja að háskalegt ástand geti skapast,“ sagði Ingvar.Byrjað er að sturta útgreftri Vaðlaheiðarganga í væntanlegt flughlað í trausti þess að ríkið kosti verkefnið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Bæjarráð Akureyrar hefur jafnframt bent á að stækkun flughlaðs sé forsenda þess að flugfélagið Norlandair og flugvélaverkstæði Arctic Maintenance geti byggt yfir starfsemi sína. „Þetta er náttúrlega mjög brýnt sem atvinnuhagsmunir fyrir rúmlega þrjátíu starfsmenn hérna á flugvellinum. Þeir hafa sagt í viðtölum að þeir væru að skoða það að flytja til Grænlands með sína starfsemi, til Syðri-Straumfjarðar. Þeir vilja náttúrlega geta horft til framtíðar og byggt yfir starfsemina. Þeir eru í miklum húsnæðisskorti hérna á flugvellinum,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson bæjarfulltrúi.Umfangsmikil starfsemi Norlandair og Arctic Maintenance á Akureyrarflugvelli er sögð kalla á meira rými.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Reiknað með töluverðri umferð um Akureyri Millilandaflugvélar komu og fóru frá Akureyrarflugvelli fram á nótt, en hlé varð undir morgun. Umferðin er aftur að fara í fullan gang og er reiknað með töluverðri umferð um völlinn í dag. Verulegt álag hefur verið á starfsliði vallarins og aukaliði frá Reykjavík og Keflavík, en engin alvarleg vandamál hafa komið upp, að sögn starfsmanna í morgun. Nánari upplýsingar um flugið er á heimasíðum flugfélaganna. 10. maí 2010 08:19 Telja að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður fram yfir helgi Icelandair gerir ráð fyrir lokun Keflavíkurflugvelli verði lokað fram yfir helgi og hefur sett upp flugáætlun fyrir mánudaginn sem tekur mið af áframhaldandi lokun Keflavíkurflugvallar vegna spár um dreifingu ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. 23. apríl 2010 21:20 Áfram flogið um Akureyri Flugsamgöngur víðs vegar um Evrópu komust í uppnám vegna eldgossins í Eyjafjallajökli um helgina. Flugvöllum var meðal annars lokað um tíma í Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Írlandi í gær. Um 24.500 flug fóru um Evrópu í gær, en það er 500 færri flug en venja er. Þá urðu talsverðar seinkanir þar sem fljúga þurfti lengri leiðir til að forðast öskuský. 10. maí 2010 04:00 Eyjafjallajökull: Millilandaflug um Akureyri - háloftaumferð yfir Skagafirði Allt millilandaflug fer um Akureyrarflugvöll í dag þar sem Keflavíkurflugvöllur er enn lokaður vegna ösku. Fimm vélar fara með farþega Icelandair til Glasgow í dag þaðan sem þeir verða ferjaðir áfram. Fyrsta Glasgow flugið frá Akureyri er þegar farið. IcelandExpress flýgur einnig í dag frá Akureyri bæði til London og Kaupmannahafnar. 9. maí 2010 09:49 Allt flug um Akureyrarflugvöll Allt flug, til og frá landinu, fer nú um Akureyrarflugvöll á meðan Keflavíkurflugvöllur er lokaður af völdum eldgossins. Mikið álag hefur verið á starfsfólkinu fyrir norðan en allt hefur gengið áfallalaust fyrir sig. 23. apríl 2010 19:09 Eyjafjallajökull: Álag á starfsfólki Akureyrarflugvallar Mikið álag hefur verið á starfsfólki Akureyrarflugvallar en þar er nú miðstöð fyrir millilandaflug. Flugvallastjórinn segir að þær aðstæður sem þar hafi skapast undanfarnar vikur sýni að stækka þurfi flugvöllinn. Flugsamgöngur til og frá landinu eru aftur í uppnámi með tilheyrandi óþægindum fyrir þúsundir Íslendinga. 9. maí 2010 18:59 Búast við að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður fyrri hluta þriðjudags Icelandair hefur sett upp flugáætlun fyrir næsta þriðjudag sem tekur mið af áframhaldandi flugtakmörkunum á Keflavíkurflugvelli vegna ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. Flugáætlun Icelandair þar til síðdegis á þriðjudag verður 24. apríl 2010 17:17 Mest lesið Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sjá meira
Reiknað með töluverðri umferð um Akureyri Millilandaflugvélar komu og fóru frá Akureyrarflugvelli fram á nótt, en hlé varð undir morgun. Umferðin er aftur að fara í fullan gang og er reiknað með töluverðri umferð um völlinn í dag. Verulegt álag hefur verið á starfsliði vallarins og aukaliði frá Reykjavík og Keflavík, en engin alvarleg vandamál hafa komið upp, að sögn starfsmanna í morgun. Nánari upplýsingar um flugið er á heimasíðum flugfélaganna. 10. maí 2010 08:19
Telja að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður fram yfir helgi Icelandair gerir ráð fyrir lokun Keflavíkurflugvelli verði lokað fram yfir helgi og hefur sett upp flugáætlun fyrir mánudaginn sem tekur mið af áframhaldandi lokun Keflavíkurflugvallar vegna spár um dreifingu ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. 23. apríl 2010 21:20
Áfram flogið um Akureyri Flugsamgöngur víðs vegar um Evrópu komust í uppnám vegna eldgossins í Eyjafjallajökli um helgina. Flugvöllum var meðal annars lokað um tíma í Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Spáni, Ítalíu og Írlandi í gær. Um 24.500 flug fóru um Evrópu í gær, en það er 500 færri flug en venja er. Þá urðu talsverðar seinkanir þar sem fljúga þurfti lengri leiðir til að forðast öskuský. 10. maí 2010 04:00
Eyjafjallajökull: Millilandaflug um Akureyri - háloftaumferð yfir Skagafirði Allt millilandaflug fer um Akureyrarflugvöll í dag þar sem Keflavíkurflugvöllur er enn lokaður vegna ösku. Fimm vélar fara með farþega Icelandair til Glasgow í dag þaðan sem þeir verða ferjaðir áfram. Fyrsta Glasgow flugið frá Akureyri er þegar farið. IcelandExpress flýgur einnig í dag frá Akureyri bæði til London og Kaupmannahafnar. 9. maí 2010 09:49
Allt flug um Akureyrarflugvöll Allt flug, til og frá landinu, fer nú um Akureyrarflugvöll á meðan Keflavíkurflugvöllur er lokaður af völdum eldgossins. Mikið álag hefur verið á starfsfólkinu fyrir norðan en allt hefur gengið áfallalaust fyrir sig. 23. apríl 2010 19:09
Eyjafjallajökull: Álag á starfsfólki Akureyrarflugvallar Mikið álag hefur verið á starfsfólki Akureyrarflugvallar en þar er nú miðstöð fyrir millilandaflug. Flugvallastjórinn segir að þær aðstæður sem þar hafi skapast undanfarnar vikur sýni að stækka þurfi flugvöllinn. Flugsamgöngur til og frá landinu eru aftur í uppnámi með tilheyrandi óþægindum fyrir þúsundir Íslendinga. 9. maí 2010 18:59
Búast við að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður fyrri hluta þriðjudags Icelandair hefur sett upp flugáætlun fyrir næsta þriðjudag sem tekur mið af áframhaldandi flugtakmörkunum á Keflavíkurflugvelli vegna ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. Flugáætlun Icelandair þar til síðdegis á þriðjudag verður 24. apríl 2010 17:17