„En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. desember 2024 20:45 Bolli skálar í kampavín á Alicante og fagnar niðurstöðu kosninganna. Hann vonast eftir borgaralegri ríkisstjórn og óskar þess heitt að geta snúið aftur í Sjálfstæðisflokkinn. X Bolli Kristinsson, oft kenndur við 17, kaus Miðflokkinn en óskar þess heitast að fá að koma heim í Sjálfstæðisflokkinn sem hafi yfirgefið hann. Bjarni Benediktsson hafi snappað þegar Bolli og aðrir reyndu að búa til DD-lista í september Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bolla Kristinssyni, sem er staddur á Alicante, sem Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður á Viljanum, birtir á myndbandsformi á X (áður Twitter). „Ég er bara nokkuð sáttur, ég ákvað og sagði öllum vinum mínum að ég myndi taka upp kampavínsflösku og skála ef skaðvaldurinn Svandís Svavarsdóttir dytti af þingi,“ segir Bolli í upphafi myndbandsins. „Hún var mikill skaðvaldur, sendi fólk og vini mína til Svíþjóðar til lækninga alveg að óþörfu, bannaði hvalveiðar og annað. Svo ég lyfti skál og skála fyrir því loforði að hún er farin. Og Píratar líka, gott að þeir séu farnir. Sakna þeirra ekki, ég segi skál,“ bætir hann við og fær sér síðan annan sopa. Fréttaskeyti sem mér barst frá Bolla Kristinssyni (kenndum við 17) á Spáni sem kaus Miðflokkinn og skálar fyrir úrslitum kosninganna og greinir þau með sínu nefi. pic.twitter.com/JKEqUkUjHx— Björn Ingi á Viljanum (@bjorningihr) December 1, 2024 Óskar þess heitast að komast heim Bolli sem er staddur á Alicante segist hafa fylgst vel með kosningunum „Ég fór að kjósa og því miður fyrir Sjálfstæðisflokkinn kaus ég Miðflokkinn. Samt er ég hér með gullmerki og var sæmdur tveimur gullmerkjum af Valhöll á sínum tíma fyrir starf mitt, þrotlausa baráttu fyrir flokkinn og ég er Sjálfstæðisflokksmaður og óska þess heitast að fá að komast heim,“ segir hann um samband sitt við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist þó geta glaðst yfir árangri Sjálfstæðisflokksins, nítján prósent séu gott. „Ég er sérlega ánægður að Jón Gunnarsson komst inn og Diljá. Vonandi hefði Brynjar Níelsson komið inn, allt toppfólk. En ég ákvað að fara með Sigríði Andersen og Jakobi Frímann, vini mínum og styðja þá baráttu, hún var mjög skýr og það sem Miðflokkurinn lagði til,“ segir hann. Flokkurinn yfirgefið Bolla en ekki öfugt „Einhverra hluta vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefið mig, ég yfirgaf hann ekki, ég er Sjálfstæðisflokksmaður,“ ítrekar Bolli síðan. Sjá einnig: Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum „Mér sárnar kominn á þennan aldur og verandi hér á Spáni með öllu þessu fólki sem er hér, svona tvö-þrjú þúsund manns sem kusu og ég held að 90 prósent af þeim hafi kosið Flokk fólksins. Vegna þess að minn flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, gleymdi [einu] af sínu bestu kjörorðum: ,Fólk í fyrirrúmi'. Ég segi það aftur: ,Fólk í fyrirrúmi' og ,Stétt með stétt',“ segir hann og bætir við: „Ég veit ekki af hverju flokkurinn yfirgaf mig.“ Gekk aðeins gott til Loks segir Bolli frá skoðun sinni á forystu flokksins og viðbrögð formannsins við hugmyndum ákveðinna Sjálfstæðismanna um stofnun DD-lista. „Ég tel Bjarna Ben vera vin minn. Samt snappar hann af vonsku yfir því að ég ætli að búa til DD-lista til að reyna að halda áfram minni baráttu fyrir flokkinn og smala saman gömlum óánægðum Sjálfstæðisflokksmönnum. Það var eina sem mér gekk til, ekkert nema gott,“ segir Bolli. „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn og fer í vonskukast út í mig. En hvað með það, Bjarni, mér finnst þú flottur,“ segir hann og ávarpar Bjarna beint. „Hvað má segja? Miðflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, borgaraleg stjórn, er mín óskastjórn hvað sem verður. Flokk fólksins skil ég vel og þar á Sjálfstæðisflokkurinn að gera betur og ná því fylgi heim sem hann hefur náð af sér,“ segir sólbrúnn Bolli að lokum frá Alicante. Spánn Miðflokkurinn Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan: Getur endað með ósköpum Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bolla Kristinssyni, sem er staddur á Alicante, sem Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður á Viljanum, birtir á myndbandsformi á X (áður Twitter). „Ég er bara nokkuð sáttur, ég ákvað og sagði öllum vinum mínum að ég myndi taka upp kampavínsflösku og skála ef skaðvaldurinn Svandís Svavarsdóttir dytti af þingi,“ segir Bolli í upphafi myndbandsins. „Hún var mikill skaðvaldur, sendi fólk og vini mína til Svíþjóðar til lækninga alveg að óþörfu, bannaði hvalveiðar og annað. Svo ég lyfti skál og skála fyrir því loforði að hún er farin. Og Píratar líka, gott að þeir séu farnir. Sakna þeirra ekki, ég segi skál,“ bætir hann við og fær sér síðan annan sopa. Fréttaskeyti sem mér barst frá Bolla Kristinssyni (kenndum við 17) á Spáni sem kaus Miðflokkinn og skálar fyrir úrslitum kosninganna og greinir þau með sínu nefi. pic.twitter.com/JKEqUkUjHx— Björn Ingi á Viljanum (@bjorningihr) December 1, 2024 Óskar þess heitast að komast heim Bolli sem er staddur á Alicante segist hafa fylgst vel með kosningunum „Ég fór að kjósa og því miður fyrir Sjálfstæðisflokkinn kaus ég Miðflokkinn. Samt er ég hér með gullmerki og var sæmdur tveimur gullmerkjum af Valhöll á sínum tíma fyrir starf mitt, þrotlausa baráttu fyrir flokkinn og ég er Sjálfstæðisflokksmaður og óska þess heitast að fá að komast heim,“ segir hann um samband sitt við Sjálfstæðisflokkinn. Hann segist þó geta glaðst yfir árangri Sjálfstæðisflokksins, nítján prósent séu gott. „Ég er sérlega ánægður að Jón Gunnarsson komst inn og Diljá. Vonandi hefði Brynjar Níelsson komið inn, allt toppfólk. En ég ákvað að fara með Sigríði Andersen og Jakobi Frímann, vini mínum og styðja þá baráttu, hún var mjög skýr og það sem Miðflokkurinn lagði til,“ segir hann. Flokkurinn yfirgefið Bolla en ekki öfugt „Einhverra hluta vegna hefur Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefið mig, ég yfirgaf hann ekki, ég er Sjálfstæðisflokksmaður,“ ítrekar Bolli síðan. Sjá einnig: Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum „Mér sárnar kominn á þennan aldur og verandi hér á Spáni með öllu þessu fólki sem er hér, svona tvö-þrjú þúsund manns sem kusu og ég held að 90 prósent af þeim hafi kosið Flokk fólksins. Vegna þess að minn flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, gleymdi [einu] af sínu bestu kjörorðum: ,Fólk í fyrirrúmi'. Ég segi það aftur: ,Fólk í fyrirrúmi' og ,Stétt með stétt',“ segir hann og bætir við: „Ég veit ekki af hverju flokkurinn yfirgaf mig.“ Gekk aðeins gott til Loks segir Bolli frá skoðun sinni á forystu flokksins og viðbrögð formannsins við hugmyndum ákveðinna Sjálfstæðismanna um stofnun DD-lista. „Ég tel Bjarna Ben vera vin minn. Samt snappar hann af vonsku yfir því að ég ætli að búa til DD-lista til að reyna að halda áfram minni baráttu fyrir flokkinn og smala saman gömlum óánægðum Sjálfstæðisflokksmönnum. Það var eina sem mér gekk til, ekkert nema gott,“ segir Bolli. „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn og fer í vonskukast út í mig. En hvað með það, Bjarni, mér finnst þú flottur,“ segir hann og ávarpar Bjarna beint. „Hvað má segja? Miðflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, borgaraleg stjórn, er mín óskastjórn hvað sem verður. Flokk fólksins skil ég vel og þar á Sjálfstæðisflokkurinn að gera betur og ná því fylgi heim sem hann hefur náð af sér,“ segir sólbrúnn Bolli að lokum frá Alicante.
Spánn Miðflokkurinn Píratar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan: Getur endað með ósköpum Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira