Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2024 16:24 Rósa Guðbjartsdóttir og Jónína Björk Óskarsdóttir eru jöfnunarþingmenn Suðvesturkjördæmis. vísir/hjalti Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum sjö prósentustigum frá því í þingkosningunum 2021 hélt hann sínum fjóru þingmönnum í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður sem færði sig yfir í kjördæmið fyrir kosningarnar, Bryndís Haraldsdóttir, sitjandi þingmaður og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði verða þingmenn flokksins. Viðreisn náði einnig sínum besta árangri í þessum kosningum í Suðvesturkjördæmi og hlaut 20,1 prósent atkvæða þar. Flokkurinn fær þrjá þingmenn, bætir við sig einum. Auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns, náði Sigmar Guðmundsson endurkjöri sem þingmaður og Eríkur Björn Björgvinsson kemur nýr inn. Rétt á eftir hægriflokkunum tveimur kom Samfylkingin með 19,3 prósent atkvæða. Það var bæting um 8,1 prósent frá kosningunum 2021 og tvo þingmenn. Þrír þingmenn Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi verða þau Alma Möller, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Miðflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn þar sem hann hafði ekki áður. Bergþór Ólason, annar tveggja þingmanna flokksins á síðasta kjörtímabili, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir taka sæti fyrir flokkinn í suðvestri. Flokkur fólksins bætti við sig atkvæðum og einum þingmanni. Hann hlaut ellefu prósent atkvæða og tvo þingmenn, þau Guðmund Inga Kristinsson og Jónínu Björk Óskarsdóttur. VG með 0,4 prósentustigum meira en Lýðræðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn missti báða þingmenn sína í kjördæminu og hlaut 5,9 prósent atkvæða, 8,6 prósentustigum minna en í síðustu alþingiskosningum. Um tíma leit út fyrir að Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, skriði inn sem jöfnunarþingmaður en á endanum voru þau Rósa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Jónína Björk fyrir Flokk fólksins sem tóku tvö jöfnunarsæti. Vinstri græn misstu sinn eina þingmann í kjördæminu líkt og alls staðar annars staðar á landinu. Flokkurinn hlaut aðeins 1,5 prósent atkvæða, 0,4 stigum meira en Lýðræðisflokkurinn en 1,3 stigi minna en Sósíalistaflokkurinn. Píratar töpuðu báðum þingmönnum sínum og fengu aðeins 2,8 prósent atkvæða. Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Þrátt fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn tapaði tæpum sjö prósentustigum frá því í þingkosningunum 2021 hélt hann sínum fjóru þingmönnum í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður sem færði sig yfir í kjördæmið fyrir kosningarnar, Bryndís Haraldsdóttir, sitjandi þingmaður og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði verða þingmenn flokksins. Viðreisn náði einnig sínum besta árangri í þessum kosningum í Suðvesturkjördæmi og hlaut 20,1 prósent atkvæða þar. Flokkurinn fær þrjá þingmenn, bætir við sig einum. Auk Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns, náði Sigmar Guðmundsson endurkjöri sem þingmaður og Eríkur Björn Björgvinsson kemur nýr inn. Rétt á eftir hægriflokkunum tveimur kom Samfylkingin með 19,3 prósent atkvæða. Það var bæting um 8,1 prósent frá kosningunum 2021 og tvo þingmenn. Þrír þingmenn Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi verða þau Alma Möller, Guðmundur Ari Sigurjónsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Miðflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn þar sem hann hafði ekki áður. Bergþór Ólason, annar tveggja þingmanna flokksins á síðasta kjörtímabili, og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir taka sæti fyrir flokkinn í suðvestri. Flokkur fólksins bætti við sig atkvæðum og einum þingmanni. Hann hlaut ellefu prósent atkvæða og tvo þingmenn, þau Guðmund Inga Kristinsson og Jónínu Björk Óskarsdóttur. VG með 0,4 prósentustigum meira en Lýðræðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn missti báða þingmenn sína í kjördæminu og hlaut 5,9 prósent atkvæða, 8,6 prósentustigum minna en í síðustu alþingiskosningum. Um tíma leit út fyrir að Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra í síðustu ríkisstjórn, skriði inn sem jöfnunarþingmaður en á endanum voru þau Rósa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Jónína Björk fyrir Flokk fólksins sem tóku tvö jöfnunarsæti. Vinstri græn misstu sinn eina þingmann í kjördæminu líkt og alls staðar annars staðar á landinu. Flokkurinn hlaut aðeins 1,5 prósent atkvæða, 0,4 stigum meira en Lýðræðisflokkurinn en 1,3 stigi minna en Sósíalistaflokkurinn. Píratar töpuðu báðum þingmönnum sínum og fengu aðeins 2,8 prósent atkvæða.
Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Alþingi Framsóknarflokkurinn Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Flokkur fólksins Píratar Samfylkingin Vinstri græn Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42
Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36
Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. 1. desember 2024 08:25
Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09
Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent