Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. desember 2024 12:45 Vísir/Ívar Fannar Sigríður Á. Andersen hefur tryggt sér þingsæti fyrir Miðflokkinn og Halla Hrund Logadóttir tekur nýliðasæti fyrir Framsóknarflokkinn. Halla Hrund bindur enn vonir við að Sigurður Ingi tryggi sér sæti á þingi. Fréttamaður náði tali af þeim í Alþingishúsinu í hádegisfréttum. „Mér líður ákaflega vel. Maður er þakklátur og djúpt snortinn yfir stuðningi sem maður fékk,“ segir Sigríður. „Fyrst og fremst er maður þakklátur fyrir hlýjar móttökur og höfðingjalegar. Og ég hlakka til að vinna fyrir kjördæmið og landið allt á þessum nýja vettvangi,“ segir Halla Hrund. Það leggst vel í Sigríði að taka sæti fyrir nýjan flokk en hún hefur ekki setið á Alþingi frá 2019, þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir tveir eigi ýmsilegt sameiginlegt þó þeir séu með ólíkar áherslur í sumum málum. „Það sem heillar mig við Miðflokkinn er að menn þora að segja það sem aðrir eru að hugsa og hafa ekki þorað að segja,“ segir Sigríður. Hún segist ekki sjá fyrir sér ráðherrasæti. Þingsæti í sjálfu sér sé virðingarverð eftirsóknarverð staða. „Menn eiga fyrst og fremst að einbeita sér að því að komast inn á þing, eins og við Halla höfum báðar gert núna. Og í framhaldinu að leyfa sér að vera í þessari núvitund með það.“ Halla segist enn halda í vonina um að Sigurður Ingi nái sæti á Alþingi. Sem stendur nær hann ekki þingsæti og er Halla því eini kjörni þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. „Við sáum það í síðustu viku að Framsókn var ekki að mælast inn á þingi. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega hraður sprettur, mikið af fólki sem kom saman og kraftur í grasrótinni.“ „Bæði vona ég að niðurstaðan verði sú að formaðurinn verði inni og svo er ljóst að við þurfum að skoða hvernig við byggjum upp og horfum fram á veginn.“ En þið hljótið að vera svekkt að formaðurinn komist ekki inn? „Eðlilega. Við erum að enda í tæpum tólf prósentum. Erum búin að tvöfalda fylgið í Suðurkjördæmi en það munar aðeins upp á. Við sjáum hvernig þetta lendir og þetta er æsispennandi lokasprettur er talninguna varðar.“ Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Sjá meira
Fréttamaður náði tali af þeim í Alþingishúsinu í hádegisfréttum. „Mér líður ákaflega vel. Maður er þakklátur og djúpt snortinn yfir stuðningi sem maður fékk,“ segir Sigríður. „Fyrst og fremst er maður þakklátur fyrir hlýjar móttökur og höfðingjalegar. Og ég hlakka til að vinna fyrir kjördæmið og landið allt á þessum nýja vettvangi,“ segir Halla Hrund. Það leggst vel í Sigríði að taka sæti fyrir nýjan flokk en hún hefur ekki setið á Alþingi frá 2019, þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir tveir eigi ýmsilegt sameiginlegt þó þeir séu með ólíkar áherslur í sumum málum. „Það sem heillar mig við Miðflokkinn er að menn þora að segja það sem aðrir eru að hugsa og hafa ekki þorað að segja,“ segir Sigríður. Hún segist ekki sjá fyrir sér ráðherrasæti. Þingsæti í sjálfu sér sé virðingarverð eftirsóknarverð staða. „Menn eiga fyrst og fremst að einbeita sér að því að komast inn á þing, eins og við Halla höfum báðar gert núna. Og í framhaldinu að leyfa sér að vera í þessari núvitund með það.“ Halla segist enn halda í vonina um að Sigurður Ingi nái sæti á Alþingi. Sem stendur nær hann ekki þingsæti og er Halla því eini kjörni þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. „Við sáum það í síðustu viku að Framsókn var ekki að mælast inn á þingi. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega hraður sprettur, mikið af fólki sem kom saman og kraftur í grasrótinni.“ „Bæði vona ég að niðurstaðan verði sú að formaðurinn verði inni og svo er ljóst að við þurfum að skoða hvernig við byggjum upp og horfum fram á veginn.“ En þið hljótið að vera svekkt að formaðurinn komist ekki inn? „Eðlilega. Við erum að enda í tæpum tólf prósentum. Erum búin að tvöfalda fylgið í Suðurkjördæmi en það munar aðeins upp á. Við sjáum hvernig þetta lendir og þetta er æsispennandi lokasprettur er talninguna varðar.“
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Sjá meira