Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 1. desember 2024 12:45 Vísir/Ívar Fannar Sigríður Á. Andersen hefur tryggt sér þingsæti fyrir Miðflokkinn og Halla Hrund Logadóttir tekur nýliðasæti fyrir Framsóknarflokkinn. Halla Hrund bindur enn vonir við að Sigurður Ingi tryggi sér sæti á þingi. Fréttamaður náði tali af þeim í Alþingishúsinu í hádegisfréttum. „Mér líður ákaflega vel. Maður er þakklátur og djúpt snortinn yfir stuðningi sem maður fékk,“ segir Sigríður. „Fyrst og fremst er maður þakklátur fyrir hlýjar móttökur og höfðingjalegar. Og ég hlakka til að vinna fyrir kjördæmið og landið allt á þessum nýja vettvangi,“ segir Halla Hrund. Það leggst vel í Sigríði að taka sæti fyrir nýjan flokk en hún hefur ekki setið á Alþingi frá 2019, þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir tveir eigi ýmsilegt sameiginlegt þó þeir séu með ólíkar áherslur í sumum málum. „Það sem heillar mig við Miðflokkinn er að menn þora að segja það sem aðrir eru að hugsa og hafa ekki þorað að segja,“ segir Sigríður. Hún segist ekki sjá fyrir sér ráðherrasæti. Þingsæti í sjálfu sér sé virðingarverð eftirsóknarverð staða. „Menn eiga fyrst og fremst að einbeita sér að því að komast inn á þing, eins og við Halla höfum báðar gert núna. Og í framhaldinu að leyfa sér að vera í þessari núvitund með það.“ Halla segist enn halda í vonina um að Sigurður Ingi nái sæti á Alþingi. Sem stendur nær hann ekki þingsæti og er Halla því eini kjörni þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. „Við sáum það í síðustu viku að Framsókn var ekki að mælast inn á þingi. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega hraður sprettur, mikið af fólki sem kom saman og kraftur í grasrótinni.“ „Bæði vona ég að niðurstaðan verði sú að formaðurinn verði inni og svo er ljóst að við þurfum að skoða hvernig við byggjum upp og horfum fram á veginn.“ En þið hljótið að vera svekkt að formaðurinn komist ekki inn? „Eðlilega. Við erum að enda í tæpum tólf prósentum. Erum búin að tvöfalda fylgið í Suðurkjördæmi en það munar aðeins upp á. Við sjáum hvernig þetta lendir og þetta er æsispennandi lokasprettur er talninguna varðar.“ Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Fréttamaður náði tali af þeim í Alþingishúsinu í hádegisfréttum. „Mér líður ákaflega vel. Maður er þakklátur og djúpt snortinn yfir stuðningi sem maður fékk,“ segir Sigríður. „Fyrst og fremst er maður þakklátur fyrir hlýjar móttökur og höfðingjalegar. Og ég hlakka til að vinna fyrir kjördæmið og landið allt á þessum nýja vettvangi,“ segir Halla Hrund. Það leggst vel í Sigríði að taka sæti fyrir nýjan flokk en hún hefur ekki setið á Alþingi frá 2019, þegar hún sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir tveir eigi ýmsilegt sameiginlegt þó þeir séu með ólíkar áherslur í sumum málum. „Það sem heillar mig við Miðflokkinn er að menn þora að segja það sem aðrir eru að hugsa og hafa ekki þorað að segja,“ segir Sigríður. Hún segist ekki sjá fyrir sér ráðherrasæti. Þingsæti í sjálfu sér sé virðingarverð eftirsóknarverð staða. „Menn eiga fyrst og fremst að einbeita sér að því að komast inn á þing, eins og við Halla höfum báðar gert núna. Og í framhaldinu að leyfa sér að vera í þessari núvitund með það.“ Halla segist enn halda í vonina um að Sigurður Ingi nái sæti á Alþingi. Sem stendur nær hann ekki þingsæti og er Halla því eini kjörni þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. „Við sáum það í síðustu viku að Framsókn var ekki að mælast inn á þingi. Þannig að þetta er búið að vera gríðarlega hraður sprettur, mikið af fólki sem kom saman og kraftur í grasrótinni.“ „Bæði vona ég að niðurstaðan verði sú að formaðurinn verði inni og svo er ljóst að við þurfum að skoða hvernig við byggjum upp og horfum fram á veginn.“ En þið hljótið að vera svekkt að formaðurinn komist ekki inn? „Eðlilega. Við erum að enda í tæpum tólf prósentum. Erum búin að tvöfalda fylgið í Suðurkjördæmi en það munar aðeins upp á. Við sjáum hvernig þetta lendir og þetta er æsispennandi lokasprettur er talninguna varðar.“
Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Suðurkjördæmi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira