Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. desember 2024 10:37 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er himinlifandi yfir niðurstöðunum. Vísir/Arnar Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi segist orðlaus yfir sigri flokksins í kjördæminu. Hún segir baráttu flokksins með þeim sem verst eru staddir og gegn óréttlæti hafa skilað þeim góðum árangri. Ásthildur Lóa Þórsdóttir er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en eftir lokatölur liggur fyrir að Flokkur fólksins hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða 20 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 19,6 prósent og Samfylkingin 17,3 prósent. Þegar blaðamaður hringdi í Ásthildi í von um viðbrögð við lokatölunum í Suðurkjördæmi gerðist hann svo heppinn að fá að segja henni tíðindin. „Vá, er ég fyrsti þingmaður kjördæmisins? Ómægod!“ Ásthildur sagðist orðlaus yfir niðurstöðunum. „Þetta er stórkostlegt, algjörlega meiri háttar að Flokkur fólksins sé stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi.“ Í Alþingiskosningunum 2021 var Ásthildur kjörin þriðji þingmaður Suðurkjördæmis. Í kosningunum 2017 var Karl Gauti Hjaltason, þá efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi, kjörinn áttundi þingmaður flokksins í kjördæminu. Flokkurinn haldið fast í sín málefni Flokkur Fólksins bætir við sig þingmanni að þessu sinni, en Sigurður Helgi Pálmason nær að auki inn. „Það sem er svolítið sérstakt við Flokk fólksins er að við erum aldrei að draga neinar kanínur fram úr hattinum. Við erum alltaf að berjast fyrir því sama, við berjumst fyrir þeim sem eru verst staddir og við berjumst gegn óréttlæti,“ segir Ásthildur. Hún kunni enga aðra skýringu á velgengni flokksins í Suðurkjördæmi. „Þetta eru málefnin sem við stöndum fyrir, við erum búin að vera svakalega dugleg og höfum aldrei gefið eftir og aldrei kvikað. Við bjuggum ekki til nein ný kosningamál. Við erum erum bara að berjast fyrir sömu málunum.“ Enn berast tölur úr kjördæmunum og ný tíðindi úr kosningabaráttunni. Nýjustu vendingar má nálgast í kosningavaktinni hér að neðan. Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir er fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en eftir lokatölur liggur fyrir að Flokkur fólksins hlaut flest atkvæði í kjördæminu eða 20 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 19,6 prósent og Samfylkingin 17,3 prósent. Þegar blaðamaður hringdi í Ásthildi í von um viðbrögð við lokatölunum í Suðurkjördæmi gerðist hann svo heppinn að fá að segja henni tíðindin. „Vá, er ég fyrsti þingmaður kjördæmisins? Ómægod!“ Ásthildur sagðist orðlaus yfir niðurstöðunum. „Þetta er stórkostlegt, algjörlega meiri háttar að Flokkur fólksins sé stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi.“ Í Alþingiskosningunum 2021 var Ásthildur kjörin þriðji þingmaður Suðurkjördæmis. Í kosningunum 2017 var Karl Gauti Hjaltason, þá efstur á lista flokksins í Suðurkjördæmi, kjörinn áttundi þingmaður flokksins í kjördæminu. Flokkurinn haldið fast í sín málefni Flokkur Fólksins bætir við sig þingmanni að þessu sinni, en Sigurður Helgi Pálmason nær að auki inn. „Það sem er svolítið sérstakt við Flokk fólksins er að við erum aldrei að draga neinar kanínur fram úr hattinum. Við erum alltaf að berjast fyrir því sama, við berjumst fyrir þeim sem eru verst staddir og við berjumst gegn óréttlæti,“ segir Ásthildur. Hún kunni enga aðra skýringu á velgengni flokksins í Suðurkjördæmi. „Þetta eru málefnin sem við stöndum fyrir, við erum búin að vera svakalega dugleg og höfum aldrei gefið eftir og aldrei kvikað. Við bjuggum ekki til nein ný kosningamál. Við erum erum bara að berjast fyrir sömu málunum.“ Enn berast tölur úr kjördæmunum og ný tíðindi úr kosningabaráttunni. Nýjustu vendingar má nálgast í kosningavaktinni hér að neðan.
Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Suðurkjördæmi Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira