„Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. nóvember 2024 20:31 Sigurður Bjarnason í Lýðræðisflokki trúir því að þjóðin sé að opna augun fyrir því sem sé að gerast í íslenskri pólitík. Þorgerður er brött og Ásmundur vongóður en þreyttur. Vísir/Einar Þorgerður Katrín segir þjóðina vilja sjá myndun samhentrar ríkisstjórnar. Ásmundi Einari er létt að kosningabaráttunni sé lokið en segist þó bjartsýnn. Frambjóðendur Lýðræðisflokksins trúa því að þjóðin sé búin að opna augun. Þetta kom fram í viðtölum fréttastofu við hina ýmsu frambjóðendur á kosningaskrifstofum fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var býsna brött á kosningakaffi flokksins á Grensásvegi 16 í dag. Hvernig tilfinning var að kjósa í morgun? „Hún var góð. Það var ótrúlega gott að fara heim í Lækjarskóla og finna strauminn með manni því það var fólk að banka í mann og þakka fyrir góða og uppbyggilega kosningabaráttu,“ sagði Þorgerður. „Það var líka það sem ég fór svo sátt með á koddann í gærkvöldi, að hafa ekki farið af þeim kúrs að vera með framtíðarsýn og tala á uppbyggilegan hátt, ekki detta í hræðsluáróður.“ Er eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Ég myndi segja viðmót fólksins, jákvæðni og forvitni. Síðan þessi skýru skilaboð á öllum þessum fundum sem við höfum verið með, meðal annars í verslunarmiðstöðvum,“ sagði hún. „Fyrst og síðast eru skilaboðin beint í æð: ,Myndiði samhenta ríkisstjórn sem er ekki að rífast endilega heldur fer að vinna fyrir fólkið í landinu.' Það er það sem stendur líka upp úr.“ Ertu vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Ég er mjög glöð og sátt við kosningabaráttuna og svo sjáum við hvað setur. Ég er vongóð að við gerum allavega betur en í síðustu kosningum sem voru 8,3 prósent og allt meira en það er frábært,“ sagði Þorgerður að lokum. „Þetta er búið að vera sprettur“ Einn 89 ára bakaði sandkökur fyrir kosningakaffi Framsóknarflokks á Suðurlandsbraut og sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfis og auðlindaráðherra flokksins, allar veigar streyma út. Fréttastofa náði þar tali af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálráðherra. Hvernig tilfinning var það að kjósa? „Það var skemmtilegt. Þetta er alltaf hátíðisdagur, kosningadagur. Búið að vera ofboðslega skemmtilegt en ég neita því ekkert líka að það er svona léttir, þetta er búið að vera sprettur,“ sagði Ásmundur. Eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Nei, ekki þannig. Við höfum bara verið að leggja áherslu á að fara yfir okkar störf á jákvæðan hátt. Það hefur verið mikil gleði hérna í hópnum hjá okkur og við finnum hana.“ Ertu vongóður um hvað kemur upp úr kössunum? „Þú ferð aldrei í kosningabaráttu nema til þess að ná þeim árangri sem þú lagðir upp með þannig ég er mjög bjartsýnn á það. En svo sjáum við hvað gerist og ég hvet alla til þess að nýta kosningaréttinn,“ sagði hann. Sigrún Magnúsdóttir og vinkonur hennar voru sáttar. Lýðræðisflokkurinn býst við árangri Fréttastofa kíkti líka við hjá Lýðræðisflokknum í Faxafeni 10. Þar var mikil stemming og þétt setið. „Það er stemming á skrifstofunni og við erum mjög bjartsýn á þetta,“ sagði Baldur Borgþórsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Baldur og Ágústa telja Lýðræðisflokkinn munu koma á óvart. Er búið að vera mikið rennerí á fólki? „Alveg í allan dag, bara ótrúlega flott fólk búið að koma hingað að styðja okkur,“ sagði Ágústa Árnadóttir sem er í 2. sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Eruð þið vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Já, ég held að við munum ná góðum árangri í dag. Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun fyrir því hvað er að gerast í íslenskri pólitík,“ sagði Sigurður Bjarnason sem er í 3. sæti í Norðvesturkjördæmi. Er eitthvað sem hefur staðið upp úr í baráttunni? „Hvað Arnar Þór Jónsson hefur staðið sig vel. Það hefur staðið upp úr. En baráttan hefur verið snörp og málefnaleg og gengið vel fyrir sig,“ sagði Helgi Magnús Hermannsson í 4. sæti í Kraganum. Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira
Þetta kom fram í viðtölum fréttastofu við hina ýmsu frambjóðendur á kosningaskrifstofum fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var býsna brött á kosningakaffi flokksins á Grensásvegi 16 í dag. Hvernig tilfinning var að kjósa í morgun? „Hún var góð. Það var ótrúlega gott að fara heim í Lækjarskóla og finna strauminn með manni því það var fólk að banka í mann og þakka fyrir góða og uppbyggilega kosningabaráttu,“ sagði Þorgerður. „Það var líka það sem ég fór svo sátt með á koddann í gærkvöldi, að hafa ekki farið af þeim kúrs að vera með framtíðarsýn og tala á uppbyggilegan hátt, ekki detta í hræðsluáróður.“ Er eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Ég myndi segja viðmót fólksins, jákvæðni og forvitni. Síðan þessi skýru skilaboð á öllum þessum fundum sem við höfum verið með, meðal annars í verslunarmiðstöðvum,“ sagði hún. „Fyrst og síðast eru skilaboðin beint í æð: ,Myndiði samhenta ríkisstjórn sem er ekki að rífast endilega heldur fer að vinna fyrir fólkið í landinu.' Það er það sem stendur líka upp úr.“ Ertu vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Ég er mjög glöð og sátt við kosningabaráttuna og svo sjáum við hvað setur. Ég er vongóð að við gerum allavega betur en í síðustu kosningum sem voru 8,3 prósent og allt meira en það er frábært,“ sagði Þorgerður að lokum. „Þetta er búið að vera sprettur“ Einn 89 ára bakaði sandkökur fyrir kosningakaffi Framsóknarflokks á Suðurlandsbraut og sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfis og auðlindaráðherra flokksins, allar veigar streyma út. Fréttastofa náði þar tali af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálráðherra. Hvernig tilfinning var það að kjósa? „Það var skemmtilegt. Þetta er alltaf hátíðisdagur, kosningadagur. Búið að vera ofboðslega skemmtilegt en ég neita því ekkert líka að það er svona léttir, þetta er búið að vera sprettur,“ sagði Ásmundur. Eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Nei, ekki þannig. Við höfum bara verið að leggja áherslu á að fara yfir okkar störf á jákvæðan hátt. Það hefur verið mikil gleði hérna í hópnum hjá okkur og við finnum hana.“ Ertu vongóður um hvað kemur upp úr kössunum? „Þú ferð aldrei í kosningabaráttu nema til þess að ná þeim árangri sem þú lagðir upp með þannig ég er mjög bjartsýnn á það. En svo sjáum við hvað gerist og ég hvet alla til þess að nýta kosningaréttinn,“ sagði hann. Sigrún Magnúsdóttir og vinkonur hennar voru sáttar. Lýðræðisflokkurinn býst við árangri Fréttastofa kíkti líka við hjá Lýðræðisflokknum í Faxafeni 10. Þar var mikil stemming og þétt setið. „Það er stemming á skrifstofunni og við erum mjög bjartsýn á þetta,“ sagði Baldur Borgþórsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Baldur og Ágústa telja Lýðræðisflokkinn munu koma á óvart. Er búið að vera mikið rennerí á fólki? „Alveg í allan dag, bara ótrúlega flott fólk búið að koma hingað að styðja okkur,“ sagði Ágústa Árnadóttir sem er í 2. sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Eruð þið vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Já, ég held að við munum ná góðum árangri í dag. Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun fyrir því hvað er að gerast í íslenskri pólitík,“ sagði Sigurður Bjarnason sem er í 3. sæti í Norðvesturkjördæmi. Er eitthvað sem hefur staðið upp úr í baráttunni? „Hvað Arnar Þór Jónsson hefur staðið sig vel. Það hefur staðið upp úr. En baráttan hefur verið snörp og málefnaleg og gengið vel fyrir sig,“ sagði Helgi Magnús Hermannsson í 4. sæti í Kraganum.
Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Sjá meira