„Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. nóvember 2024 21:01 Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. vísir/ívar Sagnfræðingur segir fjölda flokka mögulega leiða til stjórnarkreppu en snarpri kosningabaráttunni lýkur formlega á morgun þegar Íslendingar ganga til kosninga. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir margt setja svip sinn á kosningabaráttuna sem hafi að ýmsu leyti verið óvenjuleg. Málefni og stefnur flokkanna hafi tekið minna pláss en áður á meðan miðlað efni og fjölmiðlamál stálu senunni. „Það sem hefur einkennt hana mest er hve stutt hún hefur verið og hve lítinn tíma flokkarnir hafa haft til þess að í rauninni móta stefnumálin sín og þannig koma sér saman um tiltölulega einfalda stefnu. Mér hefur þótt nokkuð erfitt að festa hendur á hver stefnan er. Þetta hefur farið nú meira í að ræða skoðanakannanir.“ Fjöldi flokka auki líkur á stjórnarkreppu Mikill fjöldi flokka einkenni kosningar nú til dags. Einfalt flokkakerfi sé liðin tíð sem geri flokkum erfitt að mynda meirihluta. Þetta geti leitt til stjórnarkreppu miðað við skoðanakannanir. „Þetta er orðið svona mjög fjölbreytt borð af smáréttum sem menn þurfa að velja úr, það er greinilegt að það verður ekki neinn flokkur sem verður verulega stór. Því fleiri flokka sem þarf til að mynda ríkisstjórn, það þarf að minnsta kosti að vera þrír jafnvel fleiri, því erfiðara er yfirleitt að mynda stjórnir. “ „Af því að þá þarf yfirleitt að koma saman og allir flokkar þurfa að fá eitthvað. Það þyrfti að koma stjórn þar sem sitja saman flokkar sem hafa mjög ólík stefnumál. Þá er oft á tíðum erfitt að koma saman stjórnarsáttmála.“ Stjórnmálamenn geri sig að fíflum í beinni útsendingu Samfélagsmiðlar hafi einnig sett svip sinn á baráttuna. Guðmundur segist reikna með því að sá vígvöllur sé kominn til að vera. „Þangað til menn verða svo leiðir á þessu að þeir nenni þessu ekki. Það hefur verið talað um TikTok-kosningar. Sumar af þeim uppákomum sem hafa verið í sjónvarpinu hafa ekki snúist um pólitík heldur snúist um það að stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu, þetta getur verið skemmtilegt, þó ég sé hrifnari af innhaldsríkari umræðum.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Guðmundur Hálfdanarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir margt setja svip sinn á kosningabaráttuna sem hafi að ýmsu leyti verið óvenjuleg. Málefni og stefnur flokkanna hafi tekið minna pláss en áður á meðan miðlað efni og fjölmiðlamál stálu senunni. „Það sem hefur einkennt hana mest er hve stutt hún hefur verið og hve lítinn tíma flokkarnir hafa haft til þess að í rauninni móta stefnumálin sín og þannig koma sér saman um tiltölulega einfalda stefnu. Mér hefur þótt nokkuð erfitt að festa hendur á hver stefnan er. Þetta hefur farið nú meira í að ræða skoðanakannanir.“ Fjöldi flokka auki líkur á stjórnarkreppu Mikill fjöldi flokka einkenni kosningar nú til dags. Einfalt flokkakerfi sé liðin tíð sem geri flokkum erfitt að mynda meirihluta. Þetta geti leitt til stjórnarkreppu miðað við skoðanakannanir. „Þetta er orðið svona mjög fjölbreytt borð af smáréttum sem menn þurfa að velja úr, það er greinilegt að það verður ekki neinn flokkur sem verður verulega stór. Því fleiri flokka sem þarf til að mynda ríkisstjórn, það þarf að minnsta kosti að vera þrír jafnvel fleiri, því erfiðara er yfirleitt að mynda stjórnir. “ „Af því að þá þarf yfirleitt að koma saman og allir flokkar þurfa að fá eitthvað. Það þyrfti að koma stjórn þar sem sitja saman flokkar sem hafa mjög ólík stefnumál. Þá er oft á tíðum erfitt að koma saman stjórnarsáttmála.“ Stjórnmálamenn geri sig að fíflum í beinni útsendingu Samfélagsmiðlar hafi einnig sett svip sinn á baráttuna. Guðmundur segist reikna með því að sá vígvöllur sé kominn til að vera. „Þangað til menn verða svo leiðir á þessu að þeir nenni þessu ekki. Það hefur verið talað um TikTok-kosningar. Sumar af þeim uppákomum sem hafa verið í sjónvarpinu hafa ekki snúist um pólitík heldur snúist um það að stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu, þetta getur verið skemmtilegt, þó ég sé hrifnari af innhaldsríkari umræðum.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira