Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. nóvember 2024 15:30 Einar kannast ekki við að það eigi að gera brjóstmynd af honum líkt og er af sumum öðrum borgarstjórum í Ráðhúsinu. Vísir/Vilhelm/Anton Brink Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir það aldrei hafa komið til tals og hvað þá til framkvæmdar að láta gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum sér til að skreyta Ráðhús Reykjavíkur. Þessu greinir hann frá í færslu á Facebook-síðu sinni. Einar sá sig knúinn til að tjá sig um orðróm varðandi afsteypu eftir umræðu Ólafar Skaftadóttur og Kristínar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum Komið gott sem þær halda úti. Þar ræddu þær fjölmörg skilaboð sem þeim hafði borist þess efnis að Einar hygðist reisa brjóstmynd af sjálfum sér í ráðhúsinu. „Endurgjöf um afsteypu. Nú rignir yfir mig fyrirspurnum vegna fullyrðinga fréttastofu „Komið gott“ um að ég hafi látið gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum mér í Ráðhúsi Reykjavíkur – og það á kostnað skattgreiðenda. Í stuttu máli þá hefur það aldrei komið til tals hvað þá til framkvæmdar. Síðasta styttan var gerð á tímum Davíðs Oddssonar en síðan var sú hefð aflögð,“ segir Einar í færslu sinni. Skjáskot af færslu Einar.skjáskot Einar tekur fram í færslunni að hann sé dyggur hlustandi Komið gott og hrósar bæði Ólöfu og Kristínu fyrir kímni sína og hnyttni. Hann taki öllu sem þær segi með fyrirvara en tekur fram að rétt sé að „afsteypa þessa vitleysu“ fyrst að hann er búinn að fá spurningar um þetta mál héðan og þaðan. „Kæru vinkonur. Fyrst ég er með ykkur taggaðar hérna í þessum status þá vil ég nefna að ég heyrði af áhyggjum ykkar yfir lýsingunni í Hljómskálagarðinum. Ég læt laga það. Hvet ykkur svo til að kíkja á Jólaþorpið á Austurvelli um helgina, það verður æðislega fínt. Svo væri mjög gaman að bjóða ykkur í heimsókn í Ráðhúsið til þess að skoða bronsstyttur fyrri tíma.“ Ólöf Skaftadóttir, ein þáttastjórnenda Komið gott, birti þessa skoplegu ljósmynd sem athugasemd við færslu Einars.Skjáskot Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Þessu greinir hann frá í færslu á Facebook-síðu sinni. Einar sá sig knúinn til að tjá sig um orðróm varðandi afsteypu eftir umræðu Ólafar Skaftadóttur og Kristínar Gunnarsdóttur í hlaðvarpsþættinum Komið gott sem þær halda úti. Þar ræddu þær fjölmörg skilaboð sem þeim hafði borist þess efnis að Einar hygðist reisa brjóstmynd af sjálfum sér í ráðhúsinu. „Endurgjöf um afsteypu. Nú rignir yfir mig fyrirspurnum vegna fullyrðinga fréttastofu „Komið gott“ um að ég hafi látið gera brjóstmynd úr bronsi af sjálfum mér í Ráðhúsi Reykjavíkur – og það á kostnað skattgreiðenda. Í stuttu máli þá hefur það aldrei komið til tals hvað þá til framkvæmdar. Síðasta styttan var gerð á tímum Davíðs Oddssonar en síðan var sú hefð aflögð,“ segir Einar í færslu sinni. Skjáskot af færslu Einar.skjáskot Einar tekur fram í færslunni að hann sé dyggur hlustandi Komið gott og hrósar bæði Ólöfu og Kristínu fyrir kímni sína og hnyttni. Hann taki öllu sem þær segi með fyrirvara en tekur fram að rétt sé að „afsteypa þessa vitleysu“ fyrst að hann er búinn að fá spurningar um þetta mál héðan og þaðan. „Kæru vinkonur. Fyrst ég er með ykkur taggaðar hérna í þessum status þá vil ég nefna að ég heyrði af áhyggjum ykkar yfir lýsingunni í Hljómskálagarðinum. Ég læt laga það. Hvet ykkur svo til að kíkja á Jólaþorpið á Austurvelli um helgina, það verður æðislega fínt. Svo væri mjög gaman að bjóða ykkur í heimsókn í Ráðhúsið til þess að skoða bronsstyttur fyrri tíma.“ Ólöf Skaftadóttir, ein þáttastjórnenda Komið gott, birti þessa skoplegu ljósmynd sem athugasemd við færslu Einars.Skjáskot
Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Styttur og útilistaverk Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira