Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 27. nóvember 2024 12:41 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags íslands er jákvæð fyrir framhaldi kjaraviðræðna lækna í dag. Hún segir að hennar tilfinning sé að þau séu að komast á lokasprettinn. „Ef að við rekumst ekki á einhverjar óvæntar hindranir eða óyfirstíganlegar á honum þá myndi ég telja að við værum að fara að klára þetta vonandi fyrir kvöldmat, það er stefnan,“ segir Steinunn en rætt var við hana í Karphúsinu í hádeginu í dag. Hún segir að áhersla þeirra í kjaraviðræðum sé betri vinnutími og stytting vinnuvikunnar. Að stuðla að betra jafnvægi einkalífs og vinnu. „Að þurfa ekki að vinna myrkranna á milli, eins og sumir læknar hafa gert, til þess að hafa sæmilega í sig og á.“ Verði hægt að lokka lækna heim Steinunn segir álag hafa verið úr öllu hófi og að þeir samningar sem þau vinni að núna geti verið stórt skref í vinnuverndarátt gagnvart þessum hópi. Steinunn segir eitt af yfirmarkmiðum viðræðnanna að fá lækna heim sem starfa erlendis. Vinnuumhverfið hafi verið óaðlaðandi en þau sjái fyrir sér að ef þau nái að landa kjarasamning, eins og hann sé að birtast þeim núna, þá sé það söluvara til útflutnings og það verði hægt að „lokka fólk heim“. „Ég veit það eru komin fram áform um að fylgja honum eftir ef allt fer á besta veg,“ segir Steinunn og vonar að það verði hægt að baka vöfflur í Karphúsinu í kvöld. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Samninganefndir lækna og ríkisins hafa fundað í allt kvöld. Fundi er að ljúka og vonast formaður Læknafélagsins til þess að samningar náist í fyrramálið. 26. nóvember 2024 21:40 Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Fundum samninganefnda kennara annars vegar og ríkis- og sveitarfélaga hins vegar í Karphúsinu var frestað um klukkan fjögur í dag. Ríkissáttasemjari segir nefndirnar eiga vinnufundi í fyrramálið en hittist svo hjá honum klukkan eitt á morgun. 26. nóvember 2024 17:20 Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32 Mest lesið Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Innlent MAST starfar á neyðarstigi Innlent Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Fleiri fréttir Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Sjá meira
„Ef að við rekumst ekki á einhverjar óvæntar hindranir eða óyfirstíganlegar á honum þá myndi ég telja að við værum að fara að klára þetta vonandi fyrir kvöldmat, það er stefnan,“ segir Steinunn en rætt var við hana í Karphúsinu í hádeginu í dag. Hún segir að áhersla þeirra í kjaraviðræðum sé betri vinnutími og stytting vinnuvikunnar. Að stuðla að betra jafnvægi einkalífs og vinnu. „Að þurfa ekki að vinna myrkranna á milli, eins og sumir læknar hafa gert, til þess að hafa sæmilega í sig og á.“ Verði hægt að lokka lækna heim Steinunn segir álag hafa verið úr öllu hófi og að þeir samningar sem þau vinni að núna geti verið stórt skref í vinnuverndarátt gagnvart þessum hópi. Steinunn segir eitt af yfirmarkmiðum viðræðnanna að fá lækna heim sem starfa erlendis. Vinnuumhverfið hafi verið óaðlaðandi en þau sjái fyrir sér að ef þau nái að landa kjarasamning, eins og hann sé að birtast þeim núna, þá sé það söluvara til útflutnings og það verði hægt að „lokka fólk heim“. „Ég veit það eru komin fram áform um að fylgja honum eftir ef allt fer á besta veg,“ segir Steinunn og vonar að það verði hægt að baka vöfflur í Karphúsinu í kvöld.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Læknaverkfall 2024 Tengdar fréttir Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Samninganefndir lækna og ríkisins hafa fundað í allt kvöld. Fundi er að ljúka og vonast formaður Læknafélagsins til þess að samningar náist í fyrramálið. 26. nóvember 2024 21:40 Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Fundum samninganefnda kennara annars vegar og ríkis- og sveitarfélaga hins vegar í Karphúsinu var frestað um klukkan fjögur í dag. Ríkissáttasemjari segir nefndirnar eiga vinnufundi í fyrramálið en hittist svo hjá honum klukkan eitt á morgun. 26. nóvember 2024 17:20 Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32 Mest lesið Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Morðið afhjúpar kraumandi reiði í garð tryggingafélaga Erlent Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Innlent Töpuðu málinu og stefnt að því að loka TikTok Erlent Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Innlent Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Innlent MAST starfar á neyðarstigi Innlent Minnst fjórir látnir eftir sprengingu í fjölbýlishúsi Erlent Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Innlent Fleiri fréttir Airbus-þotu Icelandair lent á Akureyri og Egilsstöðum Færri fá jólatré en vilja Sunnan stormur og ekkert ferðaveður „Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“ Skæð fuglaflensa, óveður og jólatrjáasala Bíll valt í Garðabæ Þyrlan kölluð út vegna áreksturs austan við Seljalandsfoss Leiðin fyrir dýpri kviku verður bara greiðfærari Vara við krapaflóðahættu vegna úrkomu MAST starfar á neyðarstigi Safnað fyrir 20 milljóna króna flygli í Skálholti Vongóð um að finna fjársjóð sem sökk fyrir nokkur hundruð árum Bauna á SVEIT og kjarasamninga sem standist ekki lög Viðræður halda áfram: „Góðir hlutir koma hægt og rólega“ Setið við stjórnarmyndun og stórleik frestað Veðurviðvaranir í kortunum næstu daga Telja flokkana þrjá geta fundið sterka sameiginlega samnefnara Kastaði hundi í lögreglumann Var hótað eftir útgáfu bókarinnar Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi Steindi, Elliði og Bárður eru í Hrútaskránni Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps Reykjavíkurborg salti auðan stíg en ekki flughálan Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar Landris hafið enn eina ferðina í Svartsengi Leyniupptaka, hálkuslys og fengitími Olíuflutningabíll endaði utan vegar Hafa þegar afgreitt ýmis ágreiningsefni Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann Um 60 á bráðamóttöku í gær vegna hálkuslysa Sjá meira
Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Samninganefndir lækna og ríkisins hafa fundað í allt kvöld. Fundi er að ljúka og vonast formaður Læknafélagsins til þess að samningar náist í fyrramálið. 26. nóvember 2024 21:40
Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld Fundum samninganefnda kennara annars vegar og ríkis- og sveitarfélaga hins vegar í Karphúsinu var frestað um klukkan fjögur í dag. Ríkissáttasemjari segir nefndirnar eiga vinnufundi í fyrramálið en hittist svo hjá honum klukkan eitt á morgun. 26. nóvember 2024 17:20
Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26. nóvember 2024 12:32