Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 11:51 Lögreglan birti meðfylgjandi mynd af Diego í tilkynningu sinni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Skeifukötturinn Diego er fundinn, heill á húfi. Hans hafði verið leitað af fjölda fólks síðan í fyrradag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir köttinn hafa verið tekinn ófrjálsri hendi, en hann fannst í heimahúsi í morgun. Frá fundi Diego er greint á Facebook-síðu dýravinasamtakanna Dýrfinnu, sem sérhæfa sig í að hafa uppi á týndum gæludýrum. Færsla Dýrfinnu á Facebook. „Við hjá Dýrfinnu ásamt fjölskyldu Diegó erum glöð að segja frá því að hann er fundinn og kominn heim. Vegna aðstoðar ykkar, ábendinga og þrjósku erum við öll búin að koma honum saman heim! Diegó þakkar fyrir ykkur öll og biður spenntur eftir að taka næsta Skeifurúnt,“ segir í færslunni. Tekinn ófrjálsri hendi úr Skeifunni Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Diego hafi verið tekinn ófrjálsri hendi í Skeifunni um helgina. Sjónarvottar höfðu séð manneskju ganga inn í verslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann heldur gjarnan til, taka hann upp og ganga með hann í Strætó. „Margir hafa leitað að Diego frá þeim tíma, ekki síst Dýrafinna, en það eru félagasamtök sem hjálpa týndum gæludýrum og eigendum þeirra. Ýmsar ábendingar bárust Dýrfinnu meðan á leitinni stóð og það leiddi til þess að lögreglan fann Diego í heimahúsi i morgun,“ segir í tilkynningu lögreglu. Hann hafi í framhaldinu verið færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann dvaldi í góðu yfirlæti uns honum var komið í hendur eigenda sinna. „Varla þarf að taka fram að það voru miklir fagnaðarfundir.“ Einn frægasti köttur Íslandssögunnar Nokkur ár eru síðan Diego hóf að vekja athygli fyrir Skeifuheimsóknir sínar, en í dag er sérstök aðdáendasíða tileinkuð honum á Facebook - hópurinn Spottaði Diego - sem telur um fimmtán þúsund manns. Fréttastofa tók hús á Diego fyrir nokkrum árum, en þá var hann einmitt staddur í A4, þaðan sem hann var tekinn á dögunum. Fréttin hefur verið uppfærð. Dýr Gæludýr Kettir Reykjavík Lögreglumál Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. 26. nóvember 2024 11:37 Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim. 25. nóvember 2024 19:01 Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum. 25. nóvember 2024 17:55 Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Frá fundi Diego er greint á Facebook-síðu dýravinasamtakanna Dýrfinnu, sem sérhæfa sig í að hafa uppi á týndum gæludýrum. Færsla Dýrfinnu á Facebook. „Við hjá Dýrfinnu ásamt fjölskyldu Diegó erum glöð að segja frá því að hann er fundinn og kominn heim. Vegna aðstoðar ykkar, ábendinga og þrjósku erum við öll búin að koma honum saman heim! Diegó þakkar fyrir ykkur öll og biður spenntur eftir að taka næsta Skeifurúnt,“ segir í færslunni. Tekinn ófrjálsri hendi úr Skeifunni Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að Diego hafi verið tekinn ófrjálsri hendi í Skeifunni um helgina. Sjónarvottar höfðu séð manneskju ganga inn í verslunina A4 í Skeifunni, þar sem hann heldur gjarnan til, taka hann upp og ganga með hann í Strætó. „Margir hafa leitað að Diego frá þeim tíma, ekki síst Dýrafinna, en það eru félagasamtök sem hjálpa týndum gæludýrum og eigendum þeirra. Ýmsar ábendingar bárust Dýrfinnu meðan á leitinni stóð og það leiddi til þess að lögreglan fann Diego í heimahúsi i morgun,“ segir í tilkynningu lögreglu. Hann hafi í framhaldinu verið færður á lögreglustöðina á Hverfisgötu þar sem hann dvaldi í góðu yfirlæti uns honum var komið í hendur eigenda sinna. „Varla þarf að taka fram að það voru miklir fagnaðarfundir.“ Einn frægasti köttur Íslandssögunnar Nokkur ár eru síðan Diego hóf að vekja athygli fyrir Skeifuheimsóknir sínar, en í dag er sérstök aðdáendasíða tileinkuð honum á Facebook - hópurinn Spottaði Diego - sem telur um fimmtán þúsund manns. Fréttastofa tók hús á Diego fyrir nokkrum árum, en þá var hann einmitt staddur í A4, þaðan sem hann var tekinn á dögunum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dýr Gæludýr Kettir Reykjavík Lögreglumál Kötturinn Diegó Tengdar fréttir Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. 26. nóvember 2024 11:37 Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim. 25. nóvember 2024 19:01 Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum. 25. nóvember 2024 17:55 Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn Hvarf kattarins Diego er ekki formlega komið inn á borð lögreglu en fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leit að kettinum sem var numinn á brott úr Skeifunni í fyrradag. Sjálfboðaliði hjá Dýrfinnu segist sjaldan hafa orðið vör við annan eins áhuga á leit að dýri. 26. nóvember 2024 11:37
Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim. 25. nóvember 2024 19:01
Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum. 25. nóvember 2024 17:55
Frægasti köttur landsins týndur Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni. 24. nóvember 2024 20:43