„Það má Guð vita“ Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 25. nóvember 2024 19:05 Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari (t.h.), segir ómögulegt að segja til um hvenær aðilar nái saman í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. Vísir/Vilhelm Unnið er hörðum höndum að því að ná saman kjarasamningi við lækna sem reyndist flóknari en talið var í upphafi. Samningsaðilar eru þó vongóðir. Sömuleiðis eru bundnar vonir um að jákvæð niðurstaða náist í deilu sveitarfélaga og ríkis við kennara. „Það er þannig að þetta læknamál er búið að vera lengi í vinnslu og gengur mjög vel. Við erum komin á síðasta kaflann í að ganga frá kjarasamningi þar. Það eru hins vegar mjög flóknar og umfangsmiklar breytingar á launamyndunarkerfi og vinnutímakerfi sem varðar lækna, sem eru tæknilega flóknar í úrlausn. Þannig að það er bara seinleg lokavinna sem stendur enn yfir og gengur mjög vel,“ sagði Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vel hafi gengið í viðræðum gærdagsins sem staðið hafi fram á gærkvöldið. Því hafi verið ákveðið að hætta fyrr í dag, hvílast, og setjast aftur við borðið klukkan níu í fyrramálið. En einbeittur samningsvilji hjá báðum aðilum? „Ég verð ekki var við annað.“ Ekkert svar sé líka svar Öllu hægari gangur er í viðræðum kennara við ríki og sveitarfélög. Kennarar lýstu sig um helgina tilbúna til þess að hætta verkfallsaðgerðum í fjórum leikskólum, þar sem ótímabundin verkföll hafa staðið yfir, gegn því að sveitarfélögin sem skólarnir eru í greiddu laun þeirra leikskólakennara sem hafa verið í verkfalli frá lokum október. Kennarar veittu sveitarfélögunum frest til hádegis í dag til að svara tilboðinu, en engin svör bárust. Ástráður segist á laugardag hafa ákveðið að setja fjölmiðlabann í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. „Það er gert í þeim tilgangi að reyna að tryggja að það skapist einhver vinnufriður og að fólk geti reynt að tala saman en ekki í sundur. Þessi tilmæli leikskólakennara sem bárust sveitarfélögunum eru að sínu leyti bara hluti af þessari deilu sem hér er til umfjöllunar. Þess vegna held ég að menn hafi bara litið svo á að þeir ættu ekkert að tjá sig um það heldur en annað,“ segir Ástráður. Hann segir ljóst að þegar tilboð séu sett fram með tímafresti til að svara, og menn kjósi að svara því ekki, þá felist í því ákveðið svar. Ómögulegt að segja til um tímaramma Ástráður segir ekki ljóst hversu langan tíma muni taka að leysa úr deilunni. „Á laugardaginn náðum við að koma á einhvers konar samkomulagi um viðtalsgrundvöll í sambandi við þá deilu. Við erum ennþá stödd þar. Það gengur hægt, menn fara varlega af stað. En það hafa samt gengið sendingar á milli manna í dag sem ég vona að leiði til þess að við getum þokað þessu áfram, en það er ómögulegt að segja hversu langan tíma það tekur.“ Heldur þú að ný ríkisstjórn þurfi að eiga við verkföll þessara stétta? „Það má Guð vita,“ sagði Ástráður að lokum. Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Tengdar fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23. nóvember 2024 17:03 KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna. 23. nóvember 2024 14:42 Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum. 23. nóvember 2024 12:19 Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
„Það er þannig að þetta læknamál er búið að vera lengi í vinnslu og gengur mjög vel. Við erum komin á síðasta kaflann í að ganga frá kjarasamningi þar. Það eru hins vegar mjög flóknar og umfangsmiklar breytingar á launamyndunarkerfi og vinnutímakerfi sem varðar lækna, sem eru tæknilega flóknar í úrlausn. Þannig að það er bara seinleg lokavinna sem stendur enn yfir og gengur mjög vel,“ sagði Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vel hafi gengið í viðræðum gærdagsins sem staðið hafi fram á gærkvöldið. Því hafi verið ákveðið að hætta fyrr í dag, hvílast, og setjast aftur við borðið klukkan níu í fyrramálið. En einbeittur samningsvilji hjá báðum aðilum? „Ég verð ekki var við annað.“ Ekkert svar sé líka svar Öllu hægari gangur er í viðræðum kennara við ríki og sveitarfélög. Kennarar lýstu sig um helgina tilbúna til þess að hætta verkfallsaðgerðum í fjórum leikskólum, þar sem ótímabundin verkföll hafa staðið yfir, gegn því að sveitarfélögin sem skólarnir eru í greiddu laun þeirra leikskólakennara sem hafa verið í verkfalli frá lokum október. Kennarar veittu sveitarfélögunum frest til hádegis í dag til að svara tilboðinu, en engin svör bárust. Ástráður segist á laugardag hafa ákveðið að setja fjölmiðlabann í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. „Það er gert í þeim tilgangi að reyna að tryggja að það skapist einhver vinnufriður og að fólk geti reynt að tala saman en ekki í sundur. Þessi tilmæli leikskólakennara sem bárust sveitarfélögunum eru að sínu leyti bara hluti af þessari deilu sem hér er til umfjöllunar. Þess vegna held ég að menn hafi bara litið svo á að þeir ættu ekkert að tjá sig um það heldur en annað,“ segir Ástráður. Hann segir ljóst að þegar tilboð séu sett fram með tímafresti til að svara, og menn kjósi að svara því ekki, þá felist í því ákveðið svar. Ómögulegt að segja til um tímaramma Ástráður segir ekki ljóst hversu langan tíma muni taka að leysa úr deilunni. „Á laugardaginn náðum við að koma á einhvers konar samkomulagi um viðtalsgrundvöll í sambandi við þá deilu. Við erum ennþá stödd þar. Það gengur hægt, menn fara varlega af stað. En það hafa samt gengið sendingar á milli manna í dag sem ég vona að leiði til þess að við getum þokað þessu áfram, en það er ómögulegt að segja hversu langan tíma það tekur.“ Heldur þú að ný ríkisstjórn þurfi að eiga við verkföll þessara stétta? „Það má Guð vita,“ sagði Ástráður að lokum.
Læknaverkfall 2024 Kennaraverkfall 2024 Kjaramál Tengdar fréttir Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23. nóvember 2024 17:03 KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna. 23. nóvember 2024 14:42 Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum. 23. nóvember 2024 12:19 Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Fjölmiðlabanni hefur verið komið á í kjaradeilu Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta staðfestir Ástráður Haraldssson ríkissáttasemjari í samtali við Vísi en hann lagði bannið til. Deiluaðilar hafa setið á samningafundi í Karphúsinu frá því í hádeginu. 23. nóvember 2024 17:03
KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Forsvarsmenn Kennarasambands Íslands segja að það sé „rannsóknarefni“ að formaður samninganefndar sveitarfélaga hafi hugmyndaflug til að tjá sig eins og hún hafi gert í dag. Er vísað til ummæla Ingu Rúnar Ólafsdóttur um að það að KÍ hafi tilkynnt að félagið væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum gerði lítið úr verkfallsrétti félagsmanna. 23. nóvember 2024 14:42
Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga segir Kennarasambandið gera lítið úr verkfallsrétti félagsmanna með nýjasta útspili sínu. Kennarasambandið tilkynnti í gær að það væri reiðubúið að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum. 23. nóvember 2024 12:19
Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Kennarasamband Íslands hefur sent borgarstjóra og bæjarstjórum á Seltjarnarnesi, Sauðárkróki og í Reykjanesbæ erindi þar sem segir að sambandið sé reiðubúið að aflýsa verkföllum í leikskólunum fjórum þar sem verkföll hafa staðið yfir síðan 29. október. 22. nóvember 2024 19:26